SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 6
6 25. apríl 2010 Þau eldsumbrot á Íslandi sem valdið hafa mestum veðurfarsáhrifum á sögulegri tíð eru án efa Skaft- áreldar, sem hófust í Lakagígum sumarið 1783 og stóðu fram í febrúar 1784. Gosið var um 100 sinnum stærra en gosið í Eyjafjallajökli nú og hafði víðtæk áhrif á öllu norðurhveli jarðar. Í kjölfarið dundu yfir mik- il harðindi, sem kunn eru undir nafninu móðuharðindin hér á landi, eftir miklu öskumistri sem lagðist svo mánuðum skipti yfir landið. Afleiðingar innanlands voru stórfelldar; veðurfar kólnaði mjög og regn súrnaði sem varð til þess að upp- skera brast með tilheyrandi hungursneyð í kjölfarið. Er talið að um tíu þúsund manns, sem þá var tæpur fjórð- ungur þjóðarinnar, hafi farist af þeim sökum. En hörmungarnar bitu ekki aðeins á Íslendingum heldur einnig víðs vegar um meginlöndin, s.s. Evrópu, Asíu og Afríku. Loftslag kólnaði mikið með tilheyrandi vetrarharðindum, uppskerubresti og hungursneyð. Áhrifin náðu alla leið til Japans þar sem hrísgrjónaupp- skera brást, sem varð þess valdandi að milljónir manna létust þar úr hungri. Þá er jafnvel talið að gosið hafi orðið þess valdandi að monsúnmynstrið breyttist og leiddi til þurrka á Indlandi og í Afríku, og talið að allt að 500 þúsund manna hafi látist af þeim völdum. Menn hafa jafnvel leitt að því líkur að það hafi verið vetrarhörkurnar í kjölfar móðuharðindanna, sem ollu því að almúginn í Frakklandi gerði uppreisn gegn yf- irstéttinni, sem endaði í frönsku byltingunni árið 1789. Hvort það orsakasamhengi er rétt eða ekki verður þó aldrei vitað. Olli hungursneyð og harðindum um allan heim Eldsumbrotin í Lakagígum árið 1783 – 84 voru þau mestu á Íslandi, og höfðu áhrif vítt um allan heim. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á Ísland að borga kolefnisskatt vegna eldgossins í Eyjafjallajökli? spurði danska dagblaðið Ekstr- abladet skömmu eftir að jökullinn hóf að spúa eldi og eimyrju út í loftið. Svör danskra lesenda létu ekki á sér standa: Jú vissulega ættu Íslendingar að borga því eld- fjallið þeirra sendi koltvíoxíð í gígatonnavís út í andrúmsloftið – mengunin væri meiri en kæmi frá allri Evrópu í mörg ár! Annað dagblað í sama landi, Berlingske Tidende, tók þveröfugan pól í hæðina og sagði ekki óhugsandi að eldsumbrotin á Íslandi gætu orðið svo yfirgengileg að þau yllu lofts- lagskólnun á heimsvísu, líkt og gerðist í stórgosinu í Pinatubo eldfjallinu á Filipps- eyjum árið 1991. Afleiðing þess var að lofts- lag kólnaði um allt að hálfa gráðu í um eitt ár, um ári eftir eldgosið. Þrátt fyrir tröllatrú danskra blaðamanna á mætti Eyjafjallajökuls segir Halldór Björns- son, veðurfarsfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, hvorugt líklegt. „Þó að þetta gos sé ekki neitt smágos er mjög ólíklegt að það muni hafa einhver veðurfarsáhrif,“ segir hann. Koltvíoxíð frá gosinu skiptir þannig litlu máli í hinu stóra samhengi hlutanna og því fer fjarri að staðhæfingar lesenda Ekstr- abladet um magnið standist. „Aukin gróður- húsaáhrif af völdum þessa eldgoss eru nán- ast engin,“ segir kollegi Halldórs, Trausti Jónsson veðurfræðingur og báðir benda á að alltaf séu einhver eldgos í gangi einhvers staðar á jarðarkringlunni. „Þar að auki er losun frá eldgosum náttúruleg og ekkert öðruvísi en losun frá plöntugróðri sem deyr að hausti. Það dettur því engum í hug að taka hana inn í losunarkvóta,“ segir Hall- dór. Minni losun vegna færri flugferða Þvert á móti eru rök fyrir því að eldgosið í Eyjafjallajökli dragi beinlínis úr loftslags- áhrifum en auki þau ekki, vegna þeirrar röskunar á flugi sem orðið hefur vegna gossins. Á heimasíðunni Information is beutiful (www.informationisbeutiful.net) má þannig sjá útreikninga á því að losun vegna gossins sé 150 þúsund tonn af CO2 á dag en flugvélafloti Evrópu losi um 344 þúsund tonn af sömu lofttegund daglega. Þau 60% flugferða í álfunni sem hafi verið aflýst á tímabili vegna gossins hafi sparað um 206 þúsund tonn af koltvíoxíði þá daga sem ekki var flogið, og þar með hafi það jafnað út áhrifin, jafnvel svo að loftslagið hafi komið út í plús! En hvað þá með kólnunina? Sé leitað í smiðju þeirra Halldórs og Trausta er svarið einfalt: Engar líkur eru á því að eldgosið í Eyjafjallajökli muni hafa áhrif til kólnunar veðurfars. Slíkt er þekkt í meiriháttar eld- gosum og stafar af því að brennisteinn fer upp í heiðhvolfið með gosefnunum. „Þetta gos er einfaldlega ekki af þeirri stærð að það geti gert þetta,“ útskýrir Halldór. „Það sendir ekki gosefni og brennistein upp í heiðhvolfið því strókurinn reis aldrei upp fyrir veðrahvörf þótt hann hafi slegið í þau þegar verst lét. Að auki dregur hnattstaða Íslands úr líkum á veðurfarsáhrifum eldgosa til kólnunar, jafnvel þótt gosefnin fari upp í heiðhvolfið, því það eru minni líkur á því að slíkt gerist í gosum sem verða nálægt heim- skautunum. Áhrifin eru mest þegar þau verða í hitabeltinu og þess vegna hafði Pina- tubo svona mikil áhrif.“ Katla olli ekki kólnun 1918 Gosið í Pinatubo var að auki stórgos á alla mögulega mælikvarða, sem sendi gosefni hátt upp í heiðhvolfið. Það var um 200 sinn- um stærra en gosið í Eyjafjallajökli, að sögn Trausta. Það vekur næstu spurningu, sem er hvort líkur séu á því að Katla myndi hafa viðlíka áhrif. „Það fer eftir því hversu stórt Kötlugosið er,“ svarar Halldór. „Hins vegar ber að hafa í huga að Kötlugosið 1918 var umtalsvert gos og eftir 1920 hlýnaði alls staðar í heiminum. Þannig að Katla hafði örugglega ekki nein stór veðurfarsáhrif til kólnunar.“ Undir þetta tekur Trausti sem bendir á að stór Kötlugos séu talin vera um tíu sinnum stærri en núverandi gos í Eyja- fjallajökli, sem væri þá ekki nema um fimm prósent af Pinatubo gosinu. Og askan ein og sér, segir Trausti, veldur ekki kólnun, jafnvel þótt hún standi í vegi fyrir því að geislar sólarinnar nái ekki niður til jarðar. „Á móti kemur hún í veg fyrir að geislar fari frá jörðu og út í himinhvolfið þannig að heiðskírar nætur eru ekki jafn áhrifamiklar til kólnunar. Það virkar á báða bóga.“ Virkar á báða bóga Loftslagsáhrif eldgossins eru talin óveruleg Hverfandi líkur eru á því að gosið í Eyjafjallajökli muni valda veðrabreytingum, hvort heldur er til hlýnunar eða kólnunar. Morgunblaðið/Kristinn Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Í grænlenska útvarp- inu var í vikunni haft eftir bandarískum vís- indamanni að gosið í Eyjafjallajökli myndi valda kólnun í heim- inum og þ.a.l. tefðist bráðnun Grænlands- jökuls. Það verður skammvinn sæla, því ætla má að sú töf vari í mesta lagi hundraðasta hluta úr sekúndu. Stutt sæla Getur lítið eldgos breytt sögunni? Flug- tafir undanfarið geta t.d. valdið þeim breyt- ingum á ástarfund- um, að allt annað fólk verði uppi eftir 500 ár en ella hefði orðið – að einhverjir verði til sem ekki hefðu fæðst og öfugt. Breytt saga? Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is Ljósmyndun: Nútímamiðill með 170 ára sögu Hefst 4. maí Flamenco - djarfur dans og töfrandi tónar Hefst 29. maí – Skráningarfrestur til 9. maí NÁMSKEIÐ Í SAMSTARFI VIÐ LISTAHÁTÍÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.