SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 49
25. apríl 2010 49 Svipir Ragnar Axelsson tók myndir af ísjökum úr Jökulsárlóni sem bráðna á Breiða- merkursandi. Ljósmyndirnar mynda grunn að útliti íslenska skálans á Heimssýningunni í Sjanghæ í vor. Sýningin verður í Crymogeu, Barónsstíg 27. Geiri – líf og list Ásgeirs Emilssonar Skaftfell – Miðstöð mynd- listar á Austurlandi, Seyð- isfirði, sýnir þrívíð verk úr dósum, ramma úr sígar- ettupökkum, málverk með síendurteknum mótífum og mikinn fjölda ljós- mynda eftir Ásgeir Jón Emilsson. Friðgeir Helgason Friðgeir Helgason sýnir í Gerðubergi ljósmyndir sem hann tók í Breiðholti 2008, hverfinu þar sem hann ólst upp sem barn, en hann hefur búið og starf- að erlendis í fjölmörg ár Sögustaðir. Í fótspor W. G. Collingwood Í Þjóðminjasafninu sýnir Einar Falur Ing- ólfsson ljósmyndaverk sem hann vann með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikn- ingum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðing- urinn William Gershom Collingwood (1854-1932) málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897. Á sýningunni er úrval ljósmynda Einars Fals og að auki hluti þeirra rúmlega 300 verka sem Collingwood málaði hér á landi. Núna. The present is now Sex íslenskir og finnskir samtíma- ljósmyndarar sýna myndbandsinnsetn- ingar og ljósmyndir. Listamennirnir eru Bára Kristinsdóttir, Harri Pälviranta, Ívar Brynjólfsson, Saara Ekström, Bragi Þór Jósepsson og Renja Leino. Sýningin, Sem verður í Norræna húsinu, er unnin í sam- starfi við Félag íslenskra samtíma- ljósmyndara (FÍSL). Fyrirmyndir Í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, sýnir myndlistarkonan Ólöf Nordal röð nýrra ljósmynda sem innblásin er af gamalli sögn um mann sem er á ferð uppi til fjalla. Hann gengur fram á lík af ungum manni sem jökullinn hefur skilað aftur eftir langa vist í ísnum. Á meðan mað- urinn virðir fyrir sér fullkomlega varð- veittan líkamann, rennur upp fyrir hon- um að þetta muni vera hans eigin faðir sem hvarf á fjöllum þegar hann sjálfur var enn í móðurkviði. Straumur-Burðarás Í Listasafninu á Akureyri verður haldin sýning á verkum Ingólfs Arnarsonar, Ív- ars Brynjólfssonar, Ívars Valgarðssonar, Jóns Laxdals Halldórssonar og Kristjáns Guðmundssonar, en viðfangsefni sýn- ingarinnar eru þau sterku ítök sem naumhyggjan hefur haft í íslenskri myndlist frá miðjum sjöunda áratugnum. Sites Á sýningu í Hafnarborg sýnir Friederike von Rauch myndir sem hún tók á Íslandi þegar hún dvaldi á listamannasetrinu Bæ í Skagafirði. CharlieHotelEchoEchoSierraEcho Sýning listamannatvíeykisins Nikolai von Rosen og Florian Wojnar í Ný- listasafninu er liður í röð rannsókna sem tengja má hugmyndalist Joseph Kosuth. Mynd Friðgeirs Helgasonar af afa hans í Breiðholti er einkennismynd Listahátíðar 2010. Ragnar Axelsson tók myndir af svipum í ís á Breiðamerkursandi. Eitt af myndverkum Ásgeirs Emilssonar. ’ Haldnar verða tuttugu sýn- ingar þar sem áhersla er lögð á margbreytileika ljós- myndunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.