SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 40
40 25. apríl 2010
D
rottinn blessi heimilið,
stendur á gamalli mynd sem
blasir við þegar gengið er inn
úr forstofu gistiheimilisins.
„Þessi mynd hentar hér og lýsir vel
stemningunni sem okkur dreymir um að
verði í Skjaldarvík,“ segir Bryndís þegar
blaðamaður kemur í heimsókn.
Gistiheimilið verður opnað formlega
15. maí gestir hafa þegar dvelið þar. „Það
er ágætt að prufukeyra þó enn eigi ým-
islegt eftir að gera,“ segir Dísa.
Ólafur er ferðamálafræðingur frá Há-
skóla Íslands, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar og nú
rekstrarstjóri Ferðamálastofu. Dísa er
grafískur hönnuður frá Myndlistaskól-
anum á Akureyri og starfandi hönnunar-
og viðskiptastjóri auglýsingastofunnar
Stíls. Ólafur hefur sagt upp störfum, Dísa
er nú í hálfu starfi og fer í fimm mánaða
launalaust frí í sumar. „Við erum líklega
dálítið klikkuð,“ segir Dísa og hlær, þeg-
ar spurt er hvort þau hafi aldrei verið í
vafa um að rétt væri að slá til.
Í Skjaldarvík var lengi elliheimili. Und-
anfarin ár hefur Félagsstofnun stúdenta á
Akureyri haft húsnæðið á leigu en hafði
ekki lengur not fyrir það.
Það var á föstudegi í desember sem Óli
var í ræktinni. „Ég var að raka mig þegar
ég heyrði einhverja menn tala saman og
einn þeirra sagði „Skjaldarvík“ – ég veit
ekki einu sinni í hvaða samhengi. Þetta
kveikti í mér; ég dreif mig út, náði í Dísu,
við keyrðum hingað út eftir og vorum
bæði sannfærð þegar við komum hér að
húsinu að þetta væri staðurinn okkar.“
Hjónin sendu stjórn Fasteigna Akur-
eyrar formlegt erindi þar sem þau lýstu
hugmyndum sínum og því var vel tekið.
Viðskiptabanka þeirra leist ekki síður á
hugmyndina. Hjólin snerust hratt.
Þau taka 19 herbergi í notkun fyrir
sumarið og geta hýst um 50 manns. Her-
bergin verða hátt í 30 þegar efri hæðin
verður tilbúin.
Ólafur segir að þótt Skjaldarvík sé jafn
nálægt Akureyri og raun ber vitni muni
þau ekki leggja áherslu á það í markaðs-
setningu, heldur að gistiheimilið sé í
sveit. Sérstök áhersla verði á að taka á
móti fjölskyldufólki. „Hér er kyrrð og ró,
fjölbreytt fuglalíf, fallegar göngu- og
reiðleiðir,“ segir Ólafur. „Svo ætlum við
að vera með einhver dýr; hvolp, kanínur
og nokkrar hænur. Kannski eitthvað
meira. Þetta er ekki stór bústofn en mig
er farið að dreyma dráttarvél á nótt-
unni …“ segir hann.
Í gistiheimilinu verður veitinga-
staður og verslunarhorn með íslenskri
hönnun og minjagripum. Þau ætla að
starfrækja hestaleigu og reiðskóla fyrir
börn á grunnskólaaldri „þar sem krakkar
fá gott tækifæri til að kynnast íslenska
hestinum“. Dóttir þeirra er á kafi í hesta-
mennsku og hefur starfað á hestaleigu
undanfarin tvö sumur.
Dísa nefnir að nánast ekkert
verði á gistiheimilinu sem
ekki hefur verið notað ann-
Þótt Skjaldarvík sé jafn nálægt Akureyri og raun ber vitni munu Ólafur og Bryndís ekki leggja áherslu á það í markaðssetningu, heldur að gistiheimilið sé í sveit. Sérstök áhersla verði á að taka á móti fjö
Gamall
draumur rætist
Bryndísi Óskarsdóttur og Ólaf Aðalgeirsson á Akureyri
hefur lengi dreymt um að starfa við ferðaþjónustu. Þau
opna senn gistiheimili í gamla elliheimilinu í Skjaldar-
vík, ekki steinsnar norðan Akureyrar.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is