SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 40
40 25. apríl 2010 D rottinn blessi heimilið, stendur á gamalli mynd sem blasir við þegar gengið er inn úr forstofu gistiheimilisins. „Þessi mynd hentar hér og lýsir vel stemningunni sem okkur dreymir um að verði í Skjaldarvík,“ segir Bryndís þegar blaðamaður kemur í heimsókn. Gistiheimilið verður opnað formlega 15. maí gestir hafa þegar dvelið þar. „Það er ágætt að prufukeyra þó enn eigi ým- islegt eftir að gera,“ segir Dísa. Ólafur er ferðamálafræðingur frá Há- skóla Íslands, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar og nú rekstrarstjóri Ferðamálastofu. Dísa er grafískur hönnuður frá Myndlistaskól- anum á Akureyri og starfandi hönnunar- og viðskiptastjóri auglýsingastofunnar Stíls. Ólafur hefur sagt upp störfum, Dísa er nú í hálfu starfi og fer í fimm mánaða launalaust frí í sumar. „Við erum líklega dálítið klikkuð,“ segir Dísa og hlær, þeg- ar spurt er hvort þau hafi aldrei verið í vafa um að rétt væri að slá til. Í Skjaldarvík var lengi elliheimili. Und- anfarin ár hefur Félagsstofnun stúdenta á Akureyri haft húsnæðið á leigu en hafði ekki lengur not fyrir það. Það var á föstudegi í desember sem Óli var í ræktinni. „Ég var að raka mig þegar ég heyrði einhverja menn tala saman og einn þeirra sagði „Skjaldarvík“ – ég veit ekki einu sinni í hvaða samhengi. Þetta kveikti í mér; ég dreif mig út, náði í Dísu, við keyrðum hingað út eftir og vorum bæði sannfærð þegar við komum hér að húsinu að þetta væri staðurinn okkar.“ Hjónin sendu stjórn Fasteigna Akur- eyrar formlegt erindi þar sem þau lýstu hugmyndum sínum og því var vel tekið. Viðskiptabanka þeirra leist ekki síður á hugmyndina. Hjólin snerust hratt. Þau taka 19 herbergi í notkun fyrir sumarið og geta hýst um 50 manns. Her- bergin verða hátt í 30 þegar efri hæðin verður tilbúin. Ólafur segir að þótt Skjaldarvík sé jafn nálægt Akureyri og raun ber vitni muni þau ekki leggja áherslu á það í markaðs- setningu, heldur að gistiheimilið sé í sveit. Sérstök áhersla verði á að taka á móti fjölskyldufólki. „Hér er kyrrð og ró, fjölbreytt fuglalíf, fallegar göngu- og reiðleiðir,“ segir Ólafur. „Svo ætlum við að vera með einhver dýr; hvolp, kanínur og nokkrar hænur. Kannski eitthvað meira. Þetta er ekki stór bústofn en mig er farið að dreyma dráttarvél á nótt- unni …“ segir hann. Í gistiheimilinu verður veitinga- staður og verslunarhorn með íslenskri hönnun og minjagripum. Þau ætla að starfrækja hestaleigu og reiðskóla fyrir börn á grunnskólaaldri „þar sem krakkar fá gott tækifæri til að kynnast íslenska hestinum“. Dóttir þeirra er á kafi í hesta- mennsku og hefur starfað á hestaleigu undanfarin tvö sumur. Dísa nefnir að nánast ekkert verði á gistiheimilinu sem ekki hefur verið notað ann- Þótt Skjaldarvík sé jafn nálægt Akureyri og raun ber vitni munu Ólafur og Bryndís ekki leggja áherslu á það í markaðssetningu, heldur að gistiheimilið sé í sveit. Sérstök áhersla verði á að taka á móti fjö Gamall draumur rætist Bryndísi Óskarsdóttur og Ólaf Aðalgeirsson á Akureyri hefur lengi dreymt um að starfa við ferðaþjónustu. Þau opna senn gistiheimili í gamla elliheimilinu í Skjaldar- vík, ekki steinsnar norðan Akureyrar. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.