SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 35
25. apríl 2010 35
Ég held að hann sé vel hannaður fyrir starf sitt því
þegar fer að gjósa og allt er á heljarþröm í kring um
okkur þarf einhver að vera til staðar sem heldur ró
sinni. Hann er þannig týpa og það held ég að hljóti að
gagnast ágætlega við þessar aðstæður. Kannski er það í
ættinni að þola vel stress og hasar og hafa gaman að at-
inu án þess að fara of mikið á taugum yfir því sem er að
gerast. Þótt hann sé rólyndismaður hefur það ekki
hamlað honum að koma fram í fjölmiðlum enda á hann
auðvelt með að útskýra flókna hluti á mannamáli og
hefur gaman af því að gera það.
Magnús á tvö börn, Rögnvald og Kötlu Sigríði. Það er
standandi brandari í fjölskyldunni að hann hafi nefnt
dóttur sína eftir eldfjallinu og um daginn birtist viðtal
við Magga undir yfirskriftinni „Katla er ekki vöknuð“.
Það vakti mikla kátínu á mínu heimili, sérstaklega hjá
dætrum mínum tveimur sem eru á svipuðum aldri og
Katla, að hann væri farinn í blöðin með það að dóttir
sín væri ekki komin á fætur.
Ég held að Maggi sé, eins og fleiri í ættinni, svolítill
vinnusjúklingur. Starfið og kannski sérstaklega fræði-
lega hliðin á því verður að áhugamáli og eins hefur
áhuginn á ferðamennsku og útivist haldist. Hann er
giftur myndlistarkonu og hefur sýnt svolítinn áhuga á
myndlist en að öðru leyti veit ég ekki hvort hann á sér
einhver sérstök áhugamál umfram það sem gerist og
gengur varðandi fjölskyldu, menningu og þjóðfélags-
mál. Í öllu falli er hann enginn ástríðuhobbíisti á neinu
sviði.“
Bræðurnir
„cash“ og „ash“
Már Guðmundsson
seðlabankastjóri
og Magnús Tumi
Guðmundsson
eldfjallafræðingur
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Tengsl
Már og Magnús Tumi spiluðu báðir í
Lúðrasveit verkalýðsins á sínum
yngri árum en eru um margt ólíkir.
Magnús Tumi: „Þegar ég horfi til bernskuáranna eru
minningar mínar um Má svolítið eins og röð af ljós-
myndum. Samskipti okkar urðu hins vegar meiri eftir að
ég varð unglingur og fullorðinn heldur en þegar ég var
barn, enda er hann það mikið eldri en ég að við lékum
okkur aldrei saman sem krakkar. Hann hefur hins vegar
alltaf verið stóri bróðir minn og við yngri systkinin litum
töluvert upp til hans. Verandi elstur tók hann gjarnan af
skarið þegar þurfti að skakka einhverja leiki en var aldrei
með nein merkilegheit við okkur sem yngri vorum.
Már lá iðulega í sófa í litlu herbergi á neðri hæðinni þar
sem við bjuggum á Kleppsveginum og las þar í einrúmi.
Þess á milli var hann hress og kátur og síður en svo fá-
máll, þótt hann skipti sér ekki mikið af því sem aðrir
voru að gera.
Ég man að það var til segulband heima með upptökum
af því þegar Már var lítill að syngja Ef væri ég söngvari,
ásamt frændum sínum. Tónlistin er kannski sá þáttur
sem við áttum sameiginlegan, því við spiluðum báðir í
Lúðrasveit verkalýðsins, þótt það væri ekki á sama tíma.
Ég lærði á klarínett og Már á trompet og hann byrjaði að
spila í hljómsveitinni sem pínulítill pjakkur, með Jóni
Múla Árnasyni. Þegar ég var svona tíu ára og hann var
hættur í Lúðrasveitinni dró hann mig með sér á tónleika
með henni, og ég var alveg hissa hvað var gaman. Seinna,
þegar ég var 14 ára, var ég beðinn um að fara í hljóm-
sveitina og ég spilaði þar í um áratug.
Róttækur trotskisti
Strax á unglingsaldri hætti Már að ganga í úlpum og fór
vera í jökkum. Þetta voru engir sparijakkar heldur úr
flaueli og öðrum hversdagslegri efnum. Ég vil þó meina
að þetta hafi verið fyrsta vísbendingin um hvert stefndi
því menn sem vinna í bönkum – hvort heldur það eru nú
seðlabankar eða aðrir bankar – eru jakkafatadýr. Við er-
um líka vön því í fjölskyldunni að segja hlutina beint út
en á fullorðinsárum lærði Már mjög snemma að vera
hæfilega diplómatískur og orðvar og hann kunni fljótt að
semja um hluti.
Már var síðhærður og róttækur eins og margir vinir
hans og um tvítugt voru hann og Pétur Tyrfingsson
mágur okkar í hópi trotskista. Þeir létu mig fá eitthvert
lesefni til að setja mig inn í þau fræði en ég hafði ekki
nægilega mikinn áhuga á þeim til að nenna að lesa þau,
enda hef ég aldrei tekið þátt í pólítísku starfi. Már var
hins vegar virkur í pólítík, fyrst í Alþýðubandalaginu og
svo Samfylkingunni og mér finnst langlíklegast að hann
hafi farið út í hagfræði vegna áhuga síns á pólítík. Þar var
það þjóðhagfræðin sem heillaði, en ekki rekstr-
arhagfræði eða viðskiptahagfræði, enda held ég að það sé
alveg klárt að Már hefur aldrei haft nokkurn áhuga á
peningum.
Í dag eru ansi mörg ár síðan hann var virkur í pólítík
og ég held að hann hafi alveg staðið utan við slíkt síðustu
20 árin, eða frá því að hann var efnahagsráðgjafi Ólafs
Ragnars Grímssonar á sínum tíma. Eftir það held ég að
hann hafi ákveðið að einbeita sér að faginu. Ef ég þekki
Má bróður minn rétt tekur hann það mjög alvarlega að
vera seðlabankastjóri á Íslandi og hann vill ekki láta pólí-
tík þvælast fyrir því starfi.
Már hefur alltaf verið ákaflega frændrækinn og iðulega
haft forystu um ýmiskonar fjölskylduboð. Hann er rækt-
arsamur við sitt fólk og hefur t.d. alltaf verið syni Svövu
systur okkar heitinnar, Guðmundi Péturssyni gítarleik-
ara, innan handar eftir að mamma hans dó. Það var líka
eftirminnilegt þegar Gummi tróð upp ásamt hljómsveit í
fimmtugsafmæli Más.
Þjónar jafn-hífaðir gestunum
Hann er mikill veislumaður og skemmtir sér vel í góðra
vina hópi, syngur og leikur á als oddi. Hann hefur gaman
af því að segja sögur og er mikill húmoristi. Þegar faðir
minn og móðir urðu 45 ára var haldin mikil veisla. Þá
voru Már og Pétur mágur okkar rúmlega tvítugir og voru
fengnir til að vera þjónar í veislunni til að uppvarta fólk.
Þeir voru ekki mjög þjálfaðir í þessu starfi, eða a.m.k.
ekki mjög agaðir því að þegar leið á veisluna kom í ljós að
þeir höfðu fengið sér að minnsta kosti jafn mikið og gest-
irnir. Það hefur alltaf verið talað um að ljósmyndirnar úr
þessu afmæli sem þeir félagar tóku sé myndasafn sem
best sé að skoða sem minnst. Pabbi tók mikið af myndum
þegar hann var á ferðalögum og var síðan með slides-
myndasýningar. Okkur krakkaskömmunum þótti þessar
myndasýningar frekar langdregnar en Már fann upp á
því í þessari afmælisveislu að spyrja hvort ekki væri til-
valið að sýna myndirnar frá Narvik í Noregi, sem þótti
alveg sérlega langdregin myndasýning.
Enginn sportidjót
Már fór utan til náms í tvígang og í seinna skiptið vorum
við á sama tíma í Bretlandi. Þá hittumst við oft og höfð-
um heilmikil samskipti því Már kom reglulega til okkar í
London. Veisluglaður eins og hann er þá voru iðulega
haldin fjörug partí þegar hann kom en ég hef alltaf verið
rólegri í tíðinni með það en hann.
Það er ekki hægt að segja að hann sé mikill tóm-
stundamaður, en hann hefur alla tíð haft gaman af tón-
list. Þar fyrir utan sinnir hann fjölskyldunni og labbar út
með hundinn, fer í sund og stundar eitthvað leikfimi. En
hann er ekki sportidjót, hann bróðir minn.
Kona Más er Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur, sem áður
var framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Þau eiga tvær dæt-
ur, Vigdísi Þóru og Katrínu Svövu og Elsa á einn son fyr-
ir, Andrés. Þau bjuggu í Basel í Sviss í fimm ár þar sem
Már gegndi háu embætti í Alþjóða greiðslubankanum, en
hann var beðinn um að sækja um það starf á sínum tíma.
Þetta var mjög gott starf en ég held að honum hafi fund-
ist að hann yrði að koma aftur eftir að allt hrundi hér
heima, þótt það lægi ekki endilega beint fyrir fjölskyld-
unni að flytja sig um set.
Þótt Már komi fyrir sjónir sem hinn virðulegi og alvar-
legi seðlabankastjóri er það hins vegar einkenni á honum
að vera kátur og iðulega er líf og fjör í kring um hann
enda lífsglaður maður. Það er með þessi alvarlegu hlut-
verk að það getur enginn gegnt þeim með jarðarfararsvip
24 tíma á sólarhring.“
Hefur aldrei haft
áhuga á peningum
’
Hann er mikill veislumað-
ur og skemmtir sér vel í
góðra vina hópi, syngur og
leikur á als oddi.
Már Guðmundsson hagfræðingur hefur verið
bankastjóri Seðlabanka Íslands frá því í ágúst í fyrra
en gegndi þar á undan starfi aðstoðarfram-
kvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Al-
þjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Þar áður starf-
aði hann í Seðlabanka Íslands í um tvo áratugi og
var þar aðalhagfræðingur í rúm tíu ár. Kona hans er
Elsa Þorkelsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarð-
eðlisfræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Undanfarið hefur hann verið í framlínu vísindamanna
vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli og á Fimm-
vörðuhálsi, enda snýr sérsvið hans í fræðunum m.a.
að samspili eldgosa og jökla. Eiginkona Magnúsar
Tuma er Anna Líndal og eiga þau tvö börn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg