SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 42
42 25. apríl 2010
Þær keppa um
Gullpálmann á Cannes
Það styttist óðum
í setningu kvik-
myndahátíðar-
innar í Cannes
og dómnefndin
er þegar búin að
ákveða myndirnar
16 sem takast á
í aðalflokknum.
Sæbjörn Valdimarsson
sæbjorn@heimsnet.is
Þ
ær verða óvenjufáar myndirnar
sem keppa í ár um feitustu bitana
á 63. kvikmyndahátíðinni í borg-
inni við Miðjarðarhafið. 16 verk
frá 13 löndum hafa náð inn í innsta hring,
að sögn Thierry Fremaux, stjórnanda há-
tíðarinnar. Þetta er fækkun frá fyrri árum
en Fremaux, sem hefur kvartað undan
slöku framboði, telur ekki útilokað að ör-
fáum verði bætt við á síðustu metrunum.
Á meðal mest áberandi verkanna í vor er
pólitíski spennutryllirinn Fair Game, eftir
Doug Liman, sem fjallar um hneykslismál
varðandi Íraksstríðið í tíð George W. Bush
forseta. Það var kvenspæjarinn Valerie
Blame (Naomi Watts), sem lak upplýsing-
unum um málið en, annar gæðaleikari,
Sean Penn, fer einnig með stórt hlutverk.
Fair Game er eina, bandaríska myndin í
aðalkeppninni.
Mikil spenna er í loftinu varðandi frum-
sýningu nýjustu myndarinnar um Hróa
hött og hans hressu sveina í Skírisskógi, en
hún opnar hátíðina. Það er sjálfur meistari
búninga/bardagamyndanna, Ridley Scott,
sem annast leikstjórnina en gamalgróinn
samverkamaður hans, Russell Crowe, fer
með titilhlutverkið. Wall Street: Money
Never Sleeps, nýja myndin hans Olivers
Stone, verður einnig frumsýnd á hátíðinni
en utan keppni líkt og Hrói.
Af öðrum, forvitnilegum myndum sem
verða frumsýndar utan keppninnar má
nefna Tamara Drewe, eftir Stephen Frears
og You Will Meet a Tall Dark Stranger, eft-
ir hinn sífrjóa afkastamann, Woody Allen.
Þar kemur ein vinsælasta kvenstjarna
samtímans, Naomi Watts, aftur við sögu
og karlpeningurinn er ekki heldur nein
smápeð, m.a. Josh Brolin, Sir Anthony
Hopkins og Antonio Banderas. Fremaux
bauð Allen að sýna myndina í aðalkeppn-
inni, en leikstjórinn er kunnur fyrir að
forðast slíkar uppákomur og afþakkaði
pent.
Svo við snúum okkur aftur að að-
alkeppninni verður Biutiful, nýjasta mynd
Alejandro González Iñárritu, þar í hópi og
fer Javier Bardem með aðalhlutverkip í
mynd Mexíkóans. Íranir koma gjarnan við
sögu á Cannes, en eins og við höfum séð á
RIFF, m.a., eiga þeir fjölda, snjallra leik-
stjóra. Í ár verður það kunn kempa, Abbas
Kiarostami, sem mætir nú á hátíðina í
fjórða skipti, að þessu sinni með Copie
conforme, en meðal leikara er Juliette Bi-
noche.
Japanski leikstjórinn Takeshi kemur með
Outrage, sem er fyrsta myndin sem hann á
í aðalkeppninni frá 1999. Alls verð fjórar
myndir frá Asíu í keppninni, auk Outrage
verða tvær myndir frá S-Kóreu; Housema-
id, eftir Im Sang-soo og Poetry eftir Lee
Chang-Dong. Þá mun Taílendingurinn
Apichatpong Weerasethakul, koma á há-
tíðina með A Letter to Uncle Boonmee.
Gamall og góður kunningi kvikmynda-
áhugamanna, Bretinn Mike Leigh, mætir
til leiks í fjórða skiptið, nú með Another
Year, með gæðaleikurunum Jim Broadbent
og Imeldu Daunton. Verkið lítur út fyrir að
vera sigurstranglegt. Rússinn Nikita Mik-
halkov, sem vann dómnefndarverðlaunin
árið 1994 með Burnt by the Sun, leggur nú
til framhaldið: Burnt by the Sun 2.
Nokkrar myndir sem spekingar reikn-
uðu örugglega með að yrðu á Cannes vant-
ar í þennan fríða flokk. Verk á borð við
Miral, eftir Julien Schnabel og The Tree of
Life, nýjasta stórvirki Terrence Malick,
með Brad Pitt og Sean Penn.
Tim Burton er formaður dómnefndar í
ár, auk hans er hún skipuð leikurunum
Kate Beckinsale, Giovanna Mezzogiorno,
Benicio Del Toro; Leikstjórunum Shekhar
Kapur, Victor Erice og Emmanuel Carrere.
Hátíðin stendur frá 15.-23. maí.
Russell Crowe Woody AllenNaomi Watts
Danny Trejo er einn þeirra leikara sem flestir kannast
við í sjón án þess að vita hvað hann heitir – enda mað-
urinn með mikilúðlegan andlitssvip sem gleymist ekki
svo glatt. Eins og nafnið bendir til er Trejo af mexíkósk-
um ættum, það leynir sér heldur ekki á svipnum sem er
að auki markaður af manndrepandi líferni fram eftir
aldri. Trejo var „vandræðaunglingur“, til að byrja með,
síðan ánetjaðist hann öllum helstu eiturlyfjunum á
markaðnum og hafði mikið dálæti á heróíninu og
sprautunni. Næsti kapítuli á þessu ömurlega tímabili var
langvinnar setur í illræmdustu fangelsum þess tíma.
Trejo, sem er sagður bráðskarpur og besti drengur bak
við hryssingslegt útlitið, sá að þetta líferni stefndi hon-
um beint í gröfina. Svipurinn, ásamt nokkrum fermetr-
um af húðflúri og tígulegu tagli sem fellur um herðar
niður, vakti athygli kvikmyndaleikstjóra á þessum smá-
vaxna náunga sem var jafnan að sniglast á tökustöðum
þar sem glæpamyndir voru í gangi.
Tveir menn, öðrum fremur, sáu möguleikana sem
hinn svipsterki Trejo hafði til að bera. Þetta voru þeir fé-
lagar Quentin Tarantino og Roberto Rodriguez, ekki sem
verst að eiga slíka bakhjarla í kvikmyndaborginni.
Trejo hefur verið með eindæmum vinsæll karakter-
leikari í þann rösklega aldarfjórðung sem hann hefur
starfað við kvikmyndaleik. Illþýðið sem hann hefur
leikið er litríkur söfnuður í hvorki meira né minna en
183 myndum, sem gerir upp undir 8 myndir á ári! Hagur
hans tók að vænkast á 10. áratugnum, þegar hann fékk
lítið en eftirminnilegt hlutverk í myndinni Heat (’95),
eftir Michael Mann. Það vakti athygli Tarantinos sem
bauð honum mun magnaðra hlutverk í From Dusk til
Down, ári síðar. Trejo var sem klæðskerasniðinn í
myndir leikstjórans og enn vænkaðist hagur Strympu
þegar Roberto Rosriguez tók hann upp á arma sína.
Fyrst í Desperado (́95), ásamt Banderas, Hayek og fleir-
um í þessari rómuðu költmynd. Síðan komu á annað
hundrað hlutverk af öllum stærðum og gerðum. Á meðal
þekktustu mynda hans á tímabilinu eru Con Air, Point
Blank, xXx, Spy Kids og Sherrybaby, þar sem hann fékk
veigamikið hlutverk á móti Maggie Gyllenhaal.
Það er lyginni líkast, en síðan hefur hinn hálfsjötugi,
hárprúði og örótti Trejo leikið í rösklega 70 myndum.
Geri aðrir netur. Og það sem meira er; Trejo er orðinn
virt, rísandi stjarna, aðdáendum hans til ómældrar
gleði. Einhverjir muna hann úr sýnishorninu úr Mac-
hete, sem var sýnt á undan Grindhouse. Myndin var
hugarburður Rodriguez, en viti menn, nú er hann búinn
að gera samnefnda mynd þar sem heillakallinn Trejo fer
með sitt fyrsta aðalhlutverk í stórmynd, því mótleikarar
hans eru stjörnur á borð við Robert De Niro, Lindsey
Lohan, Jessicu Alba, Cheech Marin og Steven Seagal. Og
okkar maður trónir efstur á kreditlistanum.
saebjorn@heimsnet.is
Áhugaverð andlit
Danny Trejo hefur farið mikinn á síðustu árum.
Danny Trejo færir sig upp metorðastigann
Sunnudagur 25. apríl 2010 kl.
22.05. Af og til eru sunnudags-
myndir RÚV sannkallaður hvalreki,
svo er í dag. Síðustu dagar Sophie
Scholl er þýsk frá 2005 og hlaut
einróma lof, óskarstilnefningu
sem besta erlenda mynd ársins og
fjölda verðlauna. Sjá má vissan
skyldleika við Hvíta borðann, sem
sýnd er á Bíódögum – sú mynd ger-
ist í fyrra stríði. Hér segir af síð-
ustu dögum Sophie Scholl, fræg-
asta félagans í Hvítu rósinni,
andspyrnuhreyfingu stúdenta gegn
nasistum. Scholl hvikaði hvergi frá
sannfæringu sinni og hélt tryggð
við félaga sína þótt Gestapo-menn
þjörmuðu að henni. Leikstjóri:
Marc Rothemund. Aðalleikarar:
Julia Jentsch, Alexander Held,
Fabian Hinrichs. ****
Síðustu dagar
Sophie Scholl
Laugardagur 24.04. kl. 21.05.
(Stöð 2) Mikilfengleg og hávaða-
söm aðsóknarmynd, að nafninu til
um ævaforna baráttu milli tveggja
ólíkra hópa. Barmafull af of-
urbrellum, djöfulóðum tækjabún-
aði og þarf engum hasarmynda-
unnanda að leiðast. Camaroinn og
Fox eru flottust. Leikstjóri: Michael
Bay. Aðalleikarar: Shia LaBeouf;
Megan Fox; Josh Duhamel. ***
Myndir vikunnar
í sjónvarpi
Transformers
Kvikmyndir