SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 52
52 25. apríl 2010 E itt af því sem best er við góðar bókabúðir er að geta leitað ráð- gjafar hjá starfsmanni, fengið hann til að stinga upp á bók, þegar maður finnur ekki það sem maður er að leita að, eða næstu bók sem maður á að lesa eftir tiltekinn höfund, eða ein- hverju alveg sérstöku og óvenjulegu. Þetta er einmitt eitt af því sem menn sögðu verða bóksölu á netinu Þrándur í Götu; fólk myndi sakna svo fjölfróðu af- greiðslukonunnar/afgreiðslumannsins að það myndi síður kaupa bækur á netinu. Annað kom á daginn, sumpart vegna þess að bókabúðir þar sem starfsmennirnir hafa tíma og nennu til að lesa eru varla til lengur og svo líka vegna þess að það er fullt af allskyns ráðgjöf til á netinu. Nú og svo getur hver sem er skrifað gagnrýni á Amazon. Fyrir ekki svo löngu lét Jeff Be- zos, stofnandi og eigandi Amazon, þau orð falla í viðtali að af öllu því sem Amazon hefði tekið sér fyrir hendur iðr- aðist hann þess helst að hafa leyft nafnleysingjum að skrifa bókadóma. Málið er nefnilega það að svo mikið er skrifað af rugli um bækur á Amazon að ekki er mark á takandi og svo líka það að maður veit aldrei hvað býr að baki of- urjákvæðri umsögn eða ofurneikvæðri. Ótal mál hafa nefnilega komið upp þar sem menn eru að bregða fæti fyrir þá á Amazon sem þeim er í nöp við, hefna þess í héraði sem hallaðist á þingi, refsa fólki fyrir bjánalegar skoðanir eða refsa útgef- endum fyrir að draga lappirnar í staf- rænni útgáfu. Skondið mál kom upp á dögunum á Amazon sem varðaði breska sagnfræð- inginn Orlando Figes (höfundur bók- arinnar frábæru The Whisperer sem segir frá lífi almennings í Sovétríkjunum). Í allnokkurn tíma hafði tiltekinn gagn- rýnandi, sem kallaði sig „Historian“ eða „Sagnfræðing“, slátrað bókum eftir nokkra af helstu keppinautum hans og beitt orðbragði sem hefði varla þótt sæma í messa á togara. Einn af þeim höfundum sem fengu slíka útreið sætti sig ekki við leiðindin og hóf leit að sökudólginum. Böndin bárust snemma að Figes sem varðist af hörku þar til hann hætti að verjast og gaf út yfirlýs- ingu um að eiginkona hans, Stephanie Palmer, prófessor í lögfræði við Cam- bridge-háskóla og þekktur mannrétt- indafrömuður, stæði á bak við níðskrifin, án vitundar Figes. Daginn eftir kom svo önnur játning: Figes sjálfur var höfundur óhróðursins. Hann er nú í veikindaleyfi. Vegið úr laun- sátri Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Maður veit aldrei hvað býr að baki ofurjá- kvæðri um- sögn eða of- urneikvæðri. C hinua Achebe fæddist árið 1930 í Nígeríu. Hann hlaut góða menntun, lauk meðal annars háskólaprófi frá háskólanum í Ibadan árið 1954 og er í dag heið- ursprófessor við Brown Háskóla í Banda- ríkjunum. Hann hefur gefið út fjölda skáldverka og ritað marga fræðitexta um kynþáttahatur og afrískt samfélag. Ac- hebe er einna þekktastur fyrir fyrstu bók sína Things Fall Apart en hún var gefin út árið 1958 og olli miklu fjaðrafoki víðs- vegar um heim því þetta var í fyrsta skipti sem hálfævisögulegt skáldverk eft- ir afrískan blökkumann birtist hinum vestræna heimi. Sagan var upphaflega gefin út á ensku og miðuð að enskumæl- andi lesandahópi en hefur verið þýdd á fjölda tungumála og er lesin jafnt sem af- þreying með innsæi inn í afrískt samfélag og sem eitt af meginritum eftir- nýlenduhyggjubókmenntanna innan al- þjóðafræðasamfélagsins. Hvítir rithöfundar skrifa sögur um Afríku Þar til Things Fall Apart kom út höfðu aðeins hvítir rithöfundar skrifað sögur um Afríku og vestræna nýlendustefnu, því þótti þessi bók marka tímamót, Af- ríka hafði fengið „rödd“. Þrátt fyrir lofið hefur Achebelíka þurft að sæta gagnrýni fyrir að skrifa bækur á ensku og að þær séu miðaðar að hvítum lesendum, en sjálfur segist hann vera hlynntur enska „nýlendumálinu“ þrátt fyrir gagnrýni sína á nýlenduhyggjuna. Þó að uppi séu einhverjar gagnrýnisraddir er ekki hægt að líta fram hjá því að Achebe fæddist og ólst upp innan gamaldags ættbálka- fjölskyldu í þorpinu Ogidi og því eru lýs- ingar hans af slíku samfélagi afar raun- verulegar. Things fall Apart er vel útlistuð sál- fræðileg lýsing á baráttu eins manns og jafnframt heils þjóðfélags gegn yfirvaldi sem ekki verður haggað. Sagan er skrifuð sem einskonar ádeila eða gagnrýni á óbil- andi trú hvíta mannsins á yfirburðum sínum gagnvart öðrum kynstofnum og menningarheimum. Hvíti maðurinn ræðst inn í afrískt samfélag og gerir ráð fyrir því að honum verði tekið eins og frelsara og bjargvætti frá heiðnum siðum. Skapmikill og þrákelkinn maður Söguhetjan okkar, hinn þeldökki stríðs- maður Okonkwo er skapmikill og þrá- kelkinn maður sem lætur engan segja sér fyrir verkum. Hann stjórnar konum sín- um þremur og börnum með harðri hendi og hann á fast sæti í ættbálkaráðinu. Lífið hefur hins vegar ekki farið um hann ljúf- um höndum, faðir hans var iðjuleysingi sem Okonkwo skammast sín óskaplega mikið fyrir því iðjuleysingjar og aum- ingjar eru litnir hornauga af samfélaginu. Okonkwo þykir elsti sonur hans líkjast föðurafa sínum heldur mikið og þegar sonurinn gengur til liðs við trúboðana af- neitar Okonkwo honum. Okonkwo á eina dóttur sem honum þykir mikið til koma, en þar sem konur eru lítilsmetnar í samfélaginu óskar hans einkis heitar en að þessi dóttir hans sé drengur og þetta þykir Okonkwo hið mesta böl. Þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og Okonkwo sá fyrir sér er fjölskyldan út- skúfuð úr samfélaginu. Okonkwo þarf því að sætta sig við smánina og leita á náðir móðurfjölskyldu sinnar sem tekur honum opnum örmum. Okonkwo finnst hann vera leiksoppur guðanna og skilur ekki af hverju hlutirnir hrynja alltaf í kringum hann. Um leið og honum býðst tækifæri á að snúa aftur til ættbálks síns er hann ekki lengi að kveðja fólkið sem tók honum opnum örmum þegar allt hafði farið fjandans til. Hann snýr aftur vitandi það að hann þarf að vinna sig aft- ur upp frá grunni og hann byrjar í þriðja sinn með tvær hendur tómar. Hann hafði það gott hjá móðurfjölskyldu sinni en hann yfirgefur hana því Okonkwo er hreint út sagt algjör þverhaus. Allar skyndilegar ákvarðanir sem Okonkwo tekur virðast leiða á endanum til eins- hvers ills því hann hlustar ekki á rök og lætur engan segja sér að hann hafi hrein- lega ekki rétt fyrir sér. Honum svipar nefnilega örlítið til hins hvíta manns sem kom óboðinn inn í afrískt samfélag og ætlaðist til þess að allir myndu taka upp siði hans, menningu og trú án nokkurra mótmæla og þegar það virkar ekki er því þrýst á með valdi. Það má ef til vill segja að Okonkwo sé hvíti maðurinn í sögunni því með þrjósku sinni og yfirgangssemi stefnir hann öllum ættbálknum í voða líkt og koma hvíta mannsins hefur í för með sér, því er Okonkwo mein síns eigin þjóðfélags og innri vá á meðan hvíti mað- urinn er hin ytri. Achebe hefur sjálfur sagt að hann hafi skrifað þessa sögu sem einskonar ádeilu á heimsvaldastefnu og nýlenduhyggju hins hvíta manns. Jafnframt viðurkennir hann að hafa viljað rita andsvar við sögu Josephs Conrads Heart of Darkness frá 1899, sem fjallar um ferð hvíta mannsins inn í myrkviði Afríku til þess eins að finna myrkið í eigin sál eftir hrottaleg morð á þeldökkum íbúum. Okonkwo vill vernda ættbálk sinn og anar blint inn í myrkur sem engin leið er út úr líkt og hvíti maðurinn í sögu Conrads. Hinir raunverulegu hvítu menn í sögu Achebe eru ómanneskjulegir og illir og Okonkwo sér myrkið í þeim. Hann reynir allt til þess að bola þeim burt en endar á að bola sjálfum sér og ættbálki sínum burt. Things Fall Apart hefur þegar sannað gildi sitt sem eitt af höfuðverkum afr- ískra bókmennta enda endurspeglar hún á margan hátt hrikalega sögu hrjáðs fólks. Þetta er falleg og einlæg frásögn af hræðilegum atburðum sem leiða ekki einungis til falls eins manns heldur heillar þjóðar. Nígeríski rithöfundurinn Chinua Achebe, höfundur „Things Fall Apart“. Myrk eru hjörtu mann- anna „Things Fall Apart“ eftir Chinua Achebe olli miklu fjaðrafoki víða um heim því þetta var í fyrsta skipti sem hálf- ævisögulegt skáldverk eftir afrískan blökku- mann birtist hinum vestræna heimi. Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.