SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 54
54 25. apríl 2010 LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ævispor Síðasta sýningarhelgi! Sunnudaginn 25. apríl kl. 13: Guðrún Guðmundsdóttir veitir leiðsögn um sýninguna Ævispor Sunnudaginn 25. apríl kl. 14: Barnaleiðsögn á ensku Aðgangur ókeypis fyrir börn Opið alla daga nema mánudaga 11-17 www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200 Söfnin í landinu 13. mars - 2. maí 2010 Í barnastærðum Sunnudag 25. apríl kl. 14 - Örnámskeið fyrir börn og foreldra í tengslum við sýninguna Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis í samstarfi við Listasafn Íslands ÍSLENSK MYNDLIST hundrað ár í hnotskurn Sunnud. 25. apríl kl. 15 Hetjur, skrýmsl og skatt- borgarar: lesið í myndir Erindi - Úlfhildur Dagsdóttir OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ANGURVÆRÐ Í MINNI 11.3.-2.5. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! DYNDILYNDI - verði gjafa gagnstreymi 17.4. - 2.5. 2010 Sýningin er framlag Myndlistaskólans í Reykjavík til Barnamenningarhátíðar 2010. Listsmiðjur, endurmenntunarnámskeið og uppákomur af ýmsu tagi. Dagskrá á www.dyndilyndi.is -LEIÐSÖGN - sunnudaginn 25. apríl kl. 14 - Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri SAFNBÚÐ Fermingar- og útskriftartilboð á listaverkabókum. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Listahátíð barna í 5. sinn Samstarfsverkefni listasafnsins og 10 leikskóla. Þemað: Hafið. Sýningin stendur til 3. maí Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com Ég sé fram á ákaflega skemmtilega helgi því það er mikið um að vera í Listaháskóla Íslands; tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun, útskriftartónleikar eru í gangi, einnig lokaverkefni Nemendaleik- hússins Stræti og svo verður útskriftarsýning Listaháskólans opnuð. Föstudagskvöldið var tileinkað tískusýningu fatahönnunarnema Listaháskólans. Í dag, laugardaginn 24. apríl, kl. 14.00 er svo opnun á útskriftarsýningu Listaháskólans í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. Þar sýna 79 nemendur úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild verk sín. Útskriftarsýningar skólans eru alltaf ákaflega fjölbreyttar og spennandi og ég hlakka mikið til. Kl. 18.00, um leið og opnun sýningarinnar lýkur, er stefn- an tekin á útskriftartónleika Sóleyjar Stefánsdóttur í Crymo galleríi en hún flytur þar nýtt hljóðverk í nokkrum herbergjum gallerísins. Sunnudeginum ætla ég svo að eyða með fjölskyldunni – væntanlega í afslöppun og/eða útvist. Það fer svolítið eftir því hvort veðurspáin rætist. Helgin mín Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands Sé fram á ákaflega skemmtilega helgi Lesbók Sögur og leikir úr Latabæ Sena bbbnn Hér er komin bók byggð á sjónvarps- þáttunum um Latabæ og íbúa hans; Sollu stirðu, Glanna glæp, Íþróttaálfinn og vini þeirra og óvini. Þetta er um sjötíu síðna bók með miklu efni. Mikið er af sögum um persónur Latabæjar, yfirleitt er það Glanni glæpur sem er að reyna að skemma fyrir hinum með öllum tiltækum ráðum. Með samstilltu átaki bæjarbúa tekst þeim að koma í veg fyrir áætlun hans og hann fær makleg mála- gjöld, lætur sér samt aldrei neitt að kenningu verða. Eins og oft vill verða með bækur byggðar á sjónvarpsþáttum eða teikni- myndum verða sögurnar svolít- ið innihaldslausar og allar eins, einhæfni er eini galli þessarar annars ágætu bókar. Það er fleira en sögur í bók- inni því leikir skipa líka stóran sess; hjálpa þarf Glanna í gegn- um völundarhús, finna villur í myndum, teningaspil og spurn- ingakeppni. Bókin er litrík og mikið um að vera á hverri blaðsíðu, í anda sjónvarpsþáttanna, hún mun ekki valda Latabæjaraðdáend- um vonbrigðum. Breki og Dreki í leikskóla Aino Havukainen og Sami Toivo- nen. Þýðing: Þórdís Gísladóttir Bjartur bbbbm Í bókinni segir frá Breka og Dreka sem eru furðu- verur frá Furðufirði. Þeir hafa unnið dek- urdag í baðhúsinu Kroppi og hlakka mikið til að njóta þæg- indanna þar. En þeir villast af leið og fara í staðinn í leikskól- ann Kopp þar sem þeir skemmta sér vel með börn- unum. Breki og Dreki eru stór- skemmtilegar persónur sem lífga aldeilis upp á lífið í leik- skólanum Koppi. Sagan er mjög skemmtileg og teikningarnar eru frábærar; litríkar og það er mikið um að vera á hverri opnu. Hverja mynd er hægt að skoða endalaust því mikið er af skemmtilegum smáatriðum sem fengu mig til að skella upp úr. Hér er mjög skemmtileg barnabók á ferð fyrir breiðan aldurshóp. Hrollur Viskíauga Geisladiskur Eftir Ásgeir Hvítaskáld Bókaútgáfan Frjálst orð bbbmn Fyrir jól sendi Ásgeir Hvíta- skáld frá sér barnaleikritið Sjó- ræningjakötturinn Hrollur Viskíauga á geisladiski. Um er að ræða sjálfstætt framhald af barnaleikritinu um Froskinn sem vildi fljúga. Hrollur Viskíauga er svangur og slæptur sjóræningjaköttur sem rekur á land á Para- dísareyju þar sem dýr lifa í sátt og samlyndi. Hann elskar fugla- bringur og ungfuglakjöt og ógnar því lífinu á eyjunni, en dýrin finna ráð gegn því. Á geisladiskahulstrinu segir að um bráðfyndið útvarpsleikrit sé að ræða og verð ég að taka undir það. Sagan um Hroll Viskíauga er ágætis vitleysa, vel skrifuð, og persónurnar í verk- inu skemmtilegar, sérstaklega Hrollur Viskíauga sem er rámur harðjaxl sem hefur lifað tímana tvenna. Verkið er vel leikið og tón- listin í því er vel við hæfi og ættu börnin að geta sungið með mörgum lögunum. Hrollur Viskíauga yrði góður í bílnum í löngu bíltúrunum í sumar, hann ætti að halda börnunum við efnið og foreldrunum líka. Barnabækur Ingveldur Geirsdóttir | ingveldur@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar barnabækur, íslenskar og þýddar Hverja mynd í sögunni af Breka og Dreka er hægt að skoða endalaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.