SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 4
4 25. apríl 2010 „Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hlynntur breytingum á kosningalöggjöfinni sem þýða myndu mestu breyt- ingar á kosningafyrirkomulaginu frá því konur fengu kosningarétt í Bretlandi árið 1918.“ Svo hljóðaði upphaf fréttar á fréttavef Morgunblaðsins fimmtu- daginn 9. október 1997 eða skömmu eftir valdatöku jafn- aðarmanna um sumarið. Verkamannaflokkurinn lét kné fylgja kviði og setti á fót nefnd sem Jenkins lávarður, liðsmaður Frjálslyndra demókrata, fór fyrir en henni var ætlað að kanna leiðir til umbóta á kosningakerfinu. Nefndin skilaði af sér skýrslu en meðal helstu niðurstaðna hennar var að Verkamannaflokk- urinn hefði fengið 360 sæti en ekki 419 ef forgangskosningu hefði verið fylgt líkt og í Ástralíu. Líkt og í Bretlandi styðjast Ástralar við einmenningskjör- dæmi en sá er munurinn að syðra er það fyrirkomulag við lýði að fella út atkvæði þess frambjóð- anda sem fæst atkvæði hlýtur, hljóti enginn hreinan meirihluta. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan Blair þótti bera með sér ferskan andblæ breytinga og fer nú heldur lítið fyrir lýðræðiskröf- unni hjá flokksbræðrum hans. Dvínandi lýðræðiskrafa jafnaðarmanna Í ástralskri forgangskosningu raða kjósendur frambjóðendum upp eftir eigin höfði, valkostur sem breskum kjósendum stendur ekki til boða. Reuters M ikil aukning í fylgi Frjálslyndra demókrata í skoðanakönnunum í Bretlandi að undanförnu gæti dugað skammt þegar gengið verður að kjörborðinu enda getur kosningakerfið gert stjórnarandstöðunni erfitt um vik. Breski tölvunarfræðingurinn Martin Pebbs er einn margra áhugamanna um umbætur á kerfinu, sem í stuttu máli gengur út á að sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði nær kjöri jafnvel þótt meirihluti kjósenda styðji aðra. Á ensku heitir kerfið „first past the post sys- tem“, líkingamál sem sótt er í veðreiðar þar sem knapinn sem fyrstur kemur í mark tryggir allan pottinn en hinir sitja eftir með sárt ennið. Á íslensku útleggst þetta sem meirihlutakerfi en það er hér viðhaft við forsetakosningar. Vegna þessa geta atkvæði fallið niður dauð í kjördæmum þar sem einn frambjóðandi er örugg- ur um að fá flest atkvæði en á móti vegið afar þungt þar sem mjög mjótt er á mununum. Máli sínu til stuðnings bendir Pebbs á að meðal- kjósandi í Bretlandi hafi 50 sinnum meiri atkvæð- isstyrk en kjósendur í kjördæminu Coatbridge, Chryston & Bellshill, sem er skv. athugun hans í 641 sæti af 650 á listanum yfir vægi einstakra at- kvæða í einmenningskjördæmum Bretlands. Vegna áðurgreindrar reglu höfðu atkvæði 35,52% kjósenda kjördæmisins engin áhrif en til að heimfæra þann atkvæðastyrk upp á Ísland fékk enginn flokkur svo mörg atkvæði í síðustu alþing- iskosningum. Samfylkingin hlaut flest, eða 29,8%. Vægið ræðst af póstnúmerinu Og Pebbs nefnir öfgafyllri dæmi. Samkvæmt út- reikningum hans hafa kjósendur í kjördæmum þar sem úrslitin eru því sem næst ráðin fyrirfram at- kvæðisstyrk sem nemur hundraðshluta úr at- kvæði, samanborið við 1,31-faldan atkvæðisstyrk kjósenda í kjördæmum sem standa tæpt. „Með öðrum orðum: kjósendur sem eru búsettir í áhrifamestu póstnúmerunum hafa 500 sinnum meiri atkvæðisstyrk en þeir sem búa í hinum áhrifaminnstu,“ skrifar Pebbs á vef sínum. Fleira má tína til. Vegna kerfisins greiddi meiri- hluti kjósenda, eða 52%, ekki atkvæði með þing- manninum sem fer fyrir kjördæmi þeirra eftir þingkosningarnar 2005, sem jafngildir því að 14 milljónir atkvæða höfðu enga þýðingu. Til saman- burðar er íbúafjöldi Bretlands um 62 milljónir. Minnihlutinn hefur ráðið lengst af Slíkar vangaveltur eru ekki nýjar af nálinni. Þann- ig kemur fram í rannsókn samtakanna Electoral Reform Society, sem beita sér fyrir breytingum á kerfinu, að frá árinu 1935 hafi engin ríkisstjórn sótt umboð sitt til meirihluta kjósenda. Og ekki nóg með það. Kosningaárin 1929, 1951 og 1974 komst flokkurinn sem fékk flest atkvæði ekki í stjórn en vart þarf að taka fram að kerfið gerir mörgum þingmönnum kleift að hljóta kosn- ingu þrátt fyrir að hljóta innan við helming at- kvæða og þar með gegn vilja meirihlutans. Önnur hlið er á teningnum, nefnilega sú stað- reynd að kerfið stuðlar óbeint að stöðugleika í stjórnkerfinu. Þetta leiðir aftur til þess að ríkis- stjórnir eiga góða möguleika á að ná endurkjöri sem aftur getur tryggt að þær framkvæmi meira. 500-faldur munur á milli atkvæða Frjálslyndir demókratar glíma við breska kosningakerfið Brown með stuðningsmönnum sínum. Ræður meirihlutinn í Bretlandi? Reuters Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata. Reuters Vikuspegill Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áhugamönnum um gagnrýni Petts er bent á vefsíðu hans, www.voterpower.org.uk, en hann segir reiði vegna áhrifa- leysis síns sem kjósanda hafa verið hvatann að gerð hennar. Petts er tortrygginn á stjórnmálastéttina, sem hafi hag af óbreyttu kosningakerfi, og leggur því til að almenn- ingur komi að breytingunum. Heilög reiði netverja girnilegt og gott! Grillaður kj úklingur og 2 l Pepsi eð a Pepsi Ma x998kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.