SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 36
36 25. apríl 2010
A
f hverju gengur þetta svona
hægt?“ var yfirskrift mál-
þings, sem haldið var 21. apríl
á vegum Stofnunar stjórn-
sýslufræða, námsbrautar í kynjafræði og
blaða- og fréttamennsku um konur,
kosningar og fjölmiðla.
Á málþinginu kynnti greinarhöfundur
rannsókn sína til meistaraprófs í blaða-
og fréttamennsku frá Háskóla Íslands,
þar sem skoðuð var fjölmiðlaumfjöllun
um alþingiskosningarnar 2009 í Frétta-
blaðinu og Morgunblaðinu.
Spurt var hvort fjölmiðlaumfjöllun um
stjórnmálakarla og -konur hefði verið í
samræmi við kynjahlutföll frambjóðenda
og staðsetningu þeirra á framboðs-
listum. Svo var ekki. Stjórnmálakonur
fengu of litla umfjöllun miðað við fjölda
þeirra sem voru í framboði og stjórn-
málakarlar fengu þar af leiðandi of
mikla umfjöllun, ef þannig er hægt að
komast að orði.
30/70 reglan
„Það er eiginlega alveg sama hvers kon-
ar fjölmiðill er skoðaður og á hvaða
tíma; karlar eru alltaf í meirihluta,“ seg-
ir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
Vinstri grænna, sem hefur tjáð sig í
ræðu og riti um konur og karla í fjöl-
miðlum.
Í sama streng tekur Hilmar Thor
Bjarnason fjölmiðlafræðingur. Hann
segir að sama hlutfallið birtist ítrekað,
svokölluð 30/70 regla, sem felur í sér að
hlutur kvenna fer sjaldan yfir 30% í
fjölmiðlum og hlutur karla fer þannig
sjaldan undir 70%.
„Evrópskar rannsóknir hafa leitt í ljós
svokallað glerþak. Með því er átt við að
fjölmiðlaumfjöllun um konur fer sjaldan
yfir 30% og í því sambandi skiptir engu
máli hvort um er að ræða fréttir, aug-
lýsingar eða afþreyingarefni.“ Hilmar
Thor hefur unnið að rannsóknum þar
sem fram hefur komið að Ísland er í
engu frábrugðið öðrum Evrópulöndum;
„Glerþakið“ fyrirfinnst einnig hér á
landi.
Leitað á toppinn
Sigrún Stefánsdóttir, doktor í fjölmiðla-
fræði og dagskrárstjóri Rásar eitt og tvö,
segir að það sé rík vinnuhefð á íslensk-
um fjölmiðlum að leita á toppinn.
„Það er alltof oft talað við forstjórann
eða ráðherrann í staðinn fyrir að ræða
við þann sem hefur raunverulega með
málið að gera. Þessi tilhneiging fjöl-
miðlafólks að fara beint á toppinn er eitt
af því sem stuðlar að þessari mismunun
kynjanna, því karlar eru oftar í efstu
stöðum,“ segir Sigrún.
Að sögn Sigrúnar átta karlar sig að
öllu jöfnu á því hversu miklu máli það
getur skipt að koma reglulega fram í
fjölmiðlum. En öðru máli gegni um
konur. „Mér finnst oft eins og konur
skilji ekki hvað fjölmiðlar eru þýðing-
armikið verkfæri til þess að ná völdum.
Það getur verið erfitt að fá konur til við-
tals og oft þarf að dekstra þær. Frétta-
menn búa við mikla tímapressu og hafa
einfaldlega ekki tíma til að dekstra
fólk.“
Sýnileiki, vald og ávinningur
En gæti ástæða þessa verið sú að meiri
kröfur séu gerðar til kvenna varðandi
frammistöðu í fjölmiðlum? „Fullkomn-
unarárátta háir mörgum konum. Þær
halda að þær þurfi að líta út eins og feg-
urðardrottningar og vita alla skapaða
hluti. Það er mesti misskilningur, það
sem skiptir máli er sannfæringarkraftur,
málefni og útgeislun. Konur breyta því
ekki að hraði er mikilvægur þáttur í
fréttavinnslu og þær verða einfaldlega
að aðlagast því. Fréttamenn eru ekki í
aðstöðu til að breyta vinnubrögðum sín-
um. Konur sem ætla sér að komast
áfram verða að læra á þennan miðil og
skilja að sýnileiki í fjölmiðlum er vald og
ávinningur,“ segir Sigrún.
„Það kom einstaka sinnum fyrir hér
áður fyrr að það var erfitt að fá konur í
viðtöl,“ segir Karl Blöndal, aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins.
„Mín tilfinning er sú að það hafi að-
allega verið vegna fullkomnunaráráttu.
Karlarnir voru miklu fremur tilbúnir að
láta vaða og tjá sig um hvað sem var. En
það hefur verið hamrað svo mikið á
konum í gegnum tíðina með þessu að ég
held að það hafi hreinlega haft hvetjandi
áhrif.“
Síkvartandi femínistar
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræð-
ingur telur að sýnileiki stjórnmála-
kvenna í fjölmiðlum hafi áhrif á fram-
gang kvenna í stjórnmálum. Að hennar
mati eru fullyrðingar um að konur vilji
ekki koma í viðtöl þjóðsaga.
„Ég hef neitað að koma í viðtöl og það
var fyrst og fremst vegna þess að ég
taldi mig ekki hæfa til að fjalla um við-
komandi málefni. Svarið sem ég fékk frá
blaðamanninum var: „Þið kellingarnar
eruð allar eins og svo eruð þið femínist-
arnir alltaf að kvarta.“ En eruð þið fem-
ínistarnir alltaf að kvarta? „Við höfum
bent á að margt megi betur fara í þess-
um efnum.“
„Það skiptir miklu máli að fjölmiðlar
gefi rétta mynd af stjórnmálaþátttöku
kvenna,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins. „Það er
mikilvægt fyrir þá sem fylgjast með fjöl-
miðlum til þess að fá upplýsingar um
það sem er að gerast í samfélaginu. En
það skiptir líka miklu máli fyrir börn og
unglinga að sjá konur gegna ábyrgð-
arstöðum í stjórnmálum til jafns við
karla. Mér hefur stundum fundist fjallað
um mig og aðrar stjórnmálakonur á
fremur undarlegan hátt,“ segir Siv sem
af fjölmiðlum hefur meðal annars verið
kölluð „sykursæt“, „hin glæsilega“ og
Konur,
kosningar
og fjölmiðlar
Fjölmiðlar gegna mik-
ilvægu hlutverki við að
skapa ímyndir af körl-
um og konum. Margir
hafa orðið til þess að
benda á að konur fá
minni og annarskonar
umfjöllun en karlar.
Það á einnig við í
stjórnmálum. Skiptir
máli að fjölmiðlar end-
urspegli stjórnmála-
þátttöku beggja kynja
og er raunhæft að gera
þá kröfu að þeir end-
urspegli samfélagið?
Anna Lilja Þórisdóttir
Kynjahlutföll stjórnmálafólks í fréttum
og umfjöllunumMorgunblaðsins*
*Sýndur er fjöldi frétta, ekki fjöldi viðmælenda.
15%
Stjórnmálakonur
40%
Stjórnmálakarlar
45%
Stjórnmálakonur
og -karlar
Kynjahlutföll stjórnmálafólks í fréttum
og umfjöllunum Fréttablaðsins*
*Sýndur er fjöldi frétta, ekki fjöldi viðmælenda.
8%
Stjórnmálakonur
54%
Stjórnmálakarlar
38%
Stjórnmálakonur
og -karlar
Í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu
Kynjahlutföll sérfræðinga og álitsgjafa
varðandi kosningarnar og kosninga-
baráttuna
3%
Konur
97%
Karlar
35
30
25
20
15
10
5
0
Fjöldi frétta í báðumblöðumsem fjölluðu
umkosningarnar og kosningabaráttuna
og kynjahlutföll viðmælenda
Karlar Konur Bæði
Ljósir litir tákna stjórnmálafólk, dökkir litir tákna
viðmælendur sem eru ekki stjórnmálafólk
15
19 4
2
14
7