SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 34
34 25. apríl 2010 Már: „Magnús Tumi er fæddur í maí 1961 og er fjórði í röðinni af okkur fimm systkinunum. Ég er elstur og sjö árum eldri en Maggi og man því eitthvað eftir því þegar hann fæddist, þótt að vísu renni það svolítið saman við fæðingu Snorra bróður okkar, sem er ári eldri en hann. Ég man ekki eftir öðru en að koma þeirra tveggja hafi lagst ágætlega í mig, enda var töluvert á milli þeirra og okkar Svövu Sigríðar systur okkar, sem var ári yngri en ég, en er núna látin. Yngst er svo Elísabet Vala sem er fædd 1964. Ég man nú ekki eftir miklum pöss- unarstörfum en ég held þó að við Svava höfum passað þau yngri stöku sinnum þegar foreldrar okkar brugðu sér út. Þegar Magnús fæddist bjuggum við í Hlíðunum en foreldrar mínir byggðu svo hús í Kleppsholtinu, þar sem yngstu systkinin muna kannski mest eftir sér. Maggi fór í Langholtsskóla og Laugalækjarskóla og síðan í Menntaskólann við Sund sem var þá kominn í hverfið. Magnús var svolítið merkilegur krakki því hann varð fljótt frekar gamall í anda, en hefur síðan lítið elst með árunum. Hann fór snemma að tala við sér eldra fólk, s.s. móðurbræður mína sem voru jarðfræðingar, Jens Tómasson og Hauk Tómasson, og ræddi töluvert við þá um jarðfræði. Sömuleiðis spjölluðu þeir pabbi mikið saman á spekingslegum nótum. Faðir okkar, Guð- mundur Magnússon, var verkfræðingur og hafði mik- inn áhuga á öllu mögulegu, s.s. stærðfræði, jarðfræði, sögu og fleiru og þeir ræddu til dæmis mikið um landa- fræði. Mamma okkar er Margrét Tómasdóttir sem vann lengst af á skrifstofu Alþýðubandalagsins. Hún er enn á lífi og verður 83 ára á þessu ári, en faðir okkar lést 59 ára að aldri. Hélt að tunglið væri brotið Ég held að Maggi hafi alltaf verið aðeins alvörugefnari þegar hann var ungur en við hin systkinin, þótt hann gæti líka verið mjög kátur. Hann var alltaf að spá og spekúlera. Ég hef það eftir móður minni að Maggi hafi einhverju sinni pínulítill verið að horfa upp í himininn og hafi svo sagt mjög áhyggjufullur við foreldra sína að tunglið væri brotið – en þá var hálft tungl. Hann átti líka til að vera svolítið sérvitur. Þegar farið var í útilegur man ég eftir því að það þurfti alltaf að smyrja sérstaklega fyrir hann vegna þess að hann vildi ekki nema ákveðna hluti á brauðið hjá sér. Það var yf- irleitt mjög fábreytt álegg, ostur eða eitthvað slíkt, og þetta var kallað sérvitringabrauð á heimilinu. Að sumu leyti fetaði hann í mín fótspor – að minnsta kosti þegar kom að tónlistinni. Ég byrjaði tíu ára að spila á trompet og fór mjög fljótlega að spila í Lúðra- sveit verkalýðsins, en hætti svo þegar unglingsárin helltust yfir. Maggi lærði hins vegar á klarínett og byrj- aði líka í Lúðrasveit verkalýðsins en spilaði þar miklu lengur en ég, jafnvel langt fram yfir tvítugt ef ég man þetta rétt. Það markaðist held ég af því að hann var ekki eins erfiður unglingur og ég, meira stilltur og ró- legur. Stríðinn laumuhúmoristi Hann fékk fljótlega mikinn áhuga á útivist og ferða- mennsku sem ég held að hafi markast af öllum samtöl- unum sem hann átti við föður minn og frændur. Á tímabili var hann m.a.s. í björgunarsveit og fór ungur mikið á fjöll. Almennur fræðiáhugi leiddi hann svo á þær brautir sem hann fór á og ég held að val hans á námi og starfi hafi ekki komið neinum á óvart. Eftir að ég fór til útlanda í nám fylgdist ég ekki eins mikið með systkinum mínum og þegar ég bjó inni á heimilinu, en leiðir okkar Magga lágu aftur saman síðar þegar ég fór í seinna skiptið utan til að vinna í dokt- orsnáminu mínu í Cambridge. Þá var hann í sínu dokt- orsnámi í jarðeðlisfræði í London og var tekinn saman við konuna sína, Önnu Líndal. Það var oft gaman að koma heim til þeirra í London, því þótt Maggi sé svona rólegur og mikill pælari þá er hann líka mjög glaður á góðri stund. Hann er laumuhúmoristi og getur verið stríðinn, ef því er að skipta. Alltaf að spá og spekúlera ’ Ég held að hann sé vel hann- aður fyrir starf sitt því þegar fer að gjósa og allt er á helj- arþröm í kring um okkur þarf einhver að vera til staðar sem heldur ró sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.