SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 50
50 25. apríl 2010 H ver er hin eina sanna Cindy Sherman? Von- svikin leikkona, dreymin ungmeyja, gró- tesk klámstjarna eða uppstrílaður þótta- fullur listunnandi? Ásjónur listakonunnar eru svo margbreytilegar í verkum hennar; konurnar sem hún leikur eru ýmist svo dapurlegar, sjálfhverfar eða furðulegar að glaðvær og venjuleg röddin í símanum kemur eiginlega á óvart. Sherman er forvitin að fá frétt- ir frá Íslandi, af eldgosum og veðurfari. Hún er nefnilega væntanleg til landsins um miðjan maí en þá verður kunnasta myndröð hennar, Untitled Film Stills, ljós- myndir frá árunum 1977 til 1980, sýnd í Listasafni Ís- lands á Listahátíð. Allar 69 myndirnar. Einhverjar kunnustu (og verðmætustu) ljósmyndir samtímans. „Mér finnast þetta vera orðnar nokkuð gamlar mynd- ir,“ segir Cindy Sherman og hlær þegar ég bið hana að stíga aftur á bak í tímann og hugsa um þessa fyrstu myndröð sína. „Nú lít ég aftur og hugsa um það hvar ég bjó á þessum tíma, um myndirnar sem voru teknar af ættingjum og vinum sem eru ýmist ekki lengur á meðal okkar eða ég er ekki lengur í sambandi við. Frekar en að ég geti tengt mig við myndirnar sjálfar, þá hugsa ég um það sem fór fram þegar ég var að skapa þessi verk.“ Untitled Film Stills eru svarthvítar ljósmyndir, 20 x 25 cm að stærð, teknar í anda kvikmynda frá því um og upp úr miðri síðustu öld. Allar sýna þær Sherman í hlutverkum ónafngreindra leikkvenna. Hún hafði ný- lokið námi þegar fyrstu myndirnar urðu til. „Í listaskólanum hafði ég verið að taka sjálfsmyndir sem ég stækkaði upp og klippti út eins og dúkkulísur. Ég stillti þeim síðan upp í hópum þar sem persónurnar áttu samskipti og tengdust. Ég hafði gert þetta um hríð en var orðin leið á því hvað þetta var erfitt að klippa all- ar þessar myndir út. Þegar ég flutti síðan til New York vildi ég finna leið til að segja sögu í stökum myndum sem ég væri ein á. Ein, alltaf ein. Ég kýs alltaf að vinna ein.“ Á námsárunum og eftir að hún flutti til New York, var Cindy Sherman undir meiri áhrifum frá kvikmyndum en því sem var efst á baugi í myndlistarheiminum. „Ég horfði mikið á gamlar bíómyndir og alls kyns til- raunakvikmyndir. Einn vinur minn var hönnuður á tímariti sem birti einskonar ljósmyndafrásagnir í anda gömlu svarthvítu kvikmyndanna og á vinnustofu hans sá ég talsvert af slíku myndefni. Þaðan fékk ég hug- myndir um að reyna að skálda senur sem minntu á kynningarmyndir kvikmynda. Þannig byrjaði þetta.“ Þannig byrjaði þetta og Sherman tók að sanka að sér eins mörgum bókum með myndefni úr kvikmyndum og hún gat fundið. „En ég stældi ekki neitt. Það var frekar að ákveðnir karakterar í myndunum hefðu áhrif á mig, eins og Sophia Loren í Tveimur konum. Ég dróst meira að andanum í evrópskum myndum og Hitchcock- myndum. Ég vildi styðjast við raunsæislega túlkun á konum, eins og í túlkun evrópskra leikkvenna á borð við Ana Magniani eða Simone Signoret …“ Dáðist að þessum konum sem áttu að vera fallegar Myndröðin þróaðist þannig að Sherman skapaði nokkr- ar týpur að vinna með í myndunum. „Fyrstu sex myndirnar voru allar teknar á sömu film- una, áður en ég ákvað að gera þetta að stórri myndaröð. Þessar fyrstu myndir áttu að sýna sömu ljóshærðu leik- konuna á ólíkum tímum. Á einni reyndi ég að sýnast yngri en ég var en á annarri reyndi ég að vera eins og eldri kona sem væri að reyna að líta út fyrir að vera yngri en hún var í raun. Ég framkallaði þessa fyrstu filmu meðvitað í of heitum framkallara þannig að filman sprakk upp og kornin eru mun grófari en í myndunum sem á eftir komu. Ég vildi að þessar myndir litu út fyrir að vera ódýrar og unnar í flýti, eins og myndir sem mætti finna í bunka inni í einhverri verslun og kaupa nokkrar saman á fimmtíukall. Eftir að ég gerði þessar fyrstu myndir útvegaði ég mér fleiri hárkollur og gerði tilraunir með fleiri karaktera.“ Allar götur síðan Untitled Film Series-myndirnar voru fyrst sýndar hefur verið gríðarmikið um þær fjallað. Talað hefur verið um myndröðina sem eitt af Ein kunnasta mynd Cindy Sherman úr seríunni Untitled Film Stills, mynd númer 21, frá árinu 1978. 20 x 25 cm að stærð. Cindy Sherman / Birt með leyfi listamannsins og Metro Pictures Ásjónur Cindy Sherman Kunnasta ljósmyndröð bandarísku myndlistarkonunnar Cindy Sherman, Untitled Film Stills, verður sýnd í Listasafni Íslands á Listahátíð í vor, öll 69 verkin. Þetta er án efa eitt þekktasta og umtalaðasta myndlistarverk síðustu áratuga. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.