SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 24
24 25. apríl 2010 Jónssyni í Hagaskóla. Ég tók eftir því að bækurnar sem ég kenndi í íslensku voru miðaðar við gamla þjóðfélagsgerð. Ung- lingarnir voru að lesa sögur um börn í sveitum þegar meginpartur þjóðarinnar var fluttur í bæinn. Það er ekkert skrýtið að nútímaunglingar séu slitnir úr tengslum við þann orðaforða sem birtist í orðtökum og málsháttum vegna þess að hann sprettur úr raunveruleika sem er liðin tíð og atvinnuháttum þar sem menn notuðu orf og ljá. Ég var oft að útskýra ýmis orðtök og málshætti fyrir krökk- unum og þeim fannst það skemmtilegt. Það er forsagan að þessum bókum. Fjórða bókin í þessum flokki kemur út á næsta ári. Vinnuheiti hennar er Táknin í málinu. Þar útskýri ég til dæmis af hverjir litir hafa tákngildi, hvaða dýr eru notuð sem tákn og í hvaða merkingu. Ég tek dæmi úr Biblíunni, Kóraninum og nor- rænni trú. Við notum tákn mjög mikið, oft án þess að taka eftir því. Myndlist er hlaðin táknum og þau segja það sem ekki er hægt að koma orðum að, og skáld hafa auðvitað líka alltaf notað tákn í bókum sínum.“ Ertu mikill bókamaður? „Ég las mikið sem krakki. Nú má börn- um aldrei leiðast. Þá stekkur einhver upp, kveikir á sjónvarpi, treður spólu í tækið og drepur niður allt frumkvæði. Þegar mér leiddist í æsku vorkenndi mér eng- inn. Maður fann sér eitthvað til dundurs, og oftast bók. Ég er ansi mikil alæta á bækur en á auðvitað mín uppáhaldsrit. Fornsögur las ég náttúrlega snemma og kenndi þær fullorðinn maður. Það er ekkert jafn skemmtilegt, og ekkert jafn auðvelt að kenna, og fornsögur. Þær renna ofan í krakkana. Persónurnar eru svo skýrar, þarna eru mikil örlög og dramatík, setningar eru meitlaðar og það sem stendur á milli línanna og er aldrei sagt vekur alltaf spennandi vangaveltur. Það er óendanlega gaman að kenna bækur eins og Gísla sögu, Egils sögu, Njálu, Hrafnkels sögu Freysgoða og Laxdælu. Þetta eru bækur sem hafa alltaf fylgt mér. Síðan les ég mikið ljóð. Valið þar fer eftir því í hvaða skapi ég er. Hannes Pét- ursson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Kannski er hann síðasta þjóðskáldið okk- ar. Hann er svo djúpvitur en samt svo skiljanlegur. Það sem hefur fælt ýmsa frá ljóðalestri eru hinir myrku höfundar, eins og ég kalla þá, sem yrkja um svo eink- verða að geta talað við það með eðlilegum hætti. Það segir frá því í Egils sögu að þegar Þórólfur Kveldúlfsson átti sam- skipti við Finna, þá fór þar allt fram með hræðslugæðum. Ef nám fer fram með hræðslugæðum þá verður það ekki djúp- stætt. Ég man frá minni skólatíð að ég lærði heima hjá tilteknum kennurum af því ég var hræddur við þá. Þegar ég reyni að rifja upp hvað ég lærði hjá þessum mönnum þá reynist það vera harla fátt. Mér finnst líka bráðnauðsynlegt að stjórnendur séu sýnilegir. Ég hafði það fyrir reglu síðustu tíu árin sem ég stjórn- aði skóla að ganga um tvisvar á dag og spjalla við krakkana. Ef skólastjóri situr bara inni í skrifstofu sinni og talar ein- ungis við þá sem til hans leita þá kynnist hann ekki hinum venjulega nemanda. Ég man eftir því að eitt sinn í útskrift við Fjölbrautaskólann í Ármúla var ég að af- henda dúxinum verðlaun og þekkti hann ekki. Þessi kona hafði algjörlega flotið framhjá mér í hinu daglega lífi vegna þess að hún sinnti námi sínu, þar bar ekkert út af og hún þurfti aldrei að leita til mín.“ Hvernig hefurðu tekið á erfiðum nem- endum? „Þegar ég tók fyrst við skólastjórn, al- gjörlega óundirbúinn, spurði ég meistara minn, Hafstein Stefánsson, hvort hann gæti gefið mér einhver ráð. Engin sérstök, sagði hann, mundu bara að þú hefur tvö eyru en einn munn. Sum sé, maður þarf að hlusta vel áður en maður tekur af skarið. Menn verða að vera sæmilega skilningsríkir þegar þeir eru að tala við krakka. Ég er búinn að reka mig á að oft er það svo að óknyttir eða afbrigðileg hegðun hjá börnum er kall á athygli vegna einhvers sem dunið hefur á þeim heima fyrir. Síðan verða menn alltaf að muna að skólar eru uppeldis- og kennslustofnanir og markmið þeirra er að þoka mönnum áleiðis til nokkurs þroska. Það má ansi margt leggja á sig til þess.“ Bók um táknin í málinu Þú hefur skrifað nokkrar bækur sem tengjast íslensku máli, þar á meðal eru Íslensk orðtök, Íslenskir málshættir og Saga orðanna. Hvaðan kemur þessi áhugi á málsháttum og orðtökum? „Ég lærði íslensku og sagnfræði í Há- skólanum og var ákveðinn í því að verða blaðamaður. Ég hef aldrei komið nálægt blaðamennsku en fór í kennslu hjá Birni É g ætlaði að hætta öllu skólastarfi og snúa mér að öðru en mér fannst þetta skemmtileg áskor- un og þess vegna stökk ég en ekki hrökk,“ segir Sölvi Sveinsson, sem mun senn taka við starfi skólastjóra í Landakotsskóla. Sölvi er reyndur skóla- maður, fyrrverandi skólameistari í Verslunarskóla Íslands og Fjölbrautaskól- anum í Ármúla, auk þess sem hann hefur skrifað bækur og má þar nefna Íslensk orðtök, Íslenska málshætti og Sögu orðanna. Ætlarðu að breyta miklu í Landakots- skóla? „Það á ekki að breyta skólastarfi með brambolti heldur eiga breytingarnar að koma hægt og hljótt, þannig að menn finni fyrir þeim en þurfi ekki að snögg- skipta um gír. Mig langar til að auka heimspekikennslu í skólanum. Ég tel að það hjálpi börnum til þroska að læra heimspeki. Börn eru svo frjó og það er hægt að ræða við þau um öll heimsins vandamál. Þau hafa ríkar skoðanir og hafa gott af því að tjá þær. Annars finnst mér skemmtilega tekið á málum í Landakotsskóla. Þarna eru fimm ára krakkar að læra að lesa, en auk þess að læra sitt eigið móðurmál eru þau að læra ensku og frönsku og eru í dansi og mynd- mennt. Þessi áhersla sem lögð er á tungu- mál finnst mér ánægjuleg og vildi sjá hana víðar í skólakerfinu. Ég tel að það sé æski- legt að nemendur séu alltaf, samhliða bóknámi, í listnámi. Allar athuganir sýna að listnám skerpir á afköstum í öðru námi og nemendur sem hafa stundað listnám eiga alla ævi einhvers konar athvarf í því, sér til sálubótar.“ Sýnilegur stjórnandi Hvernig skólastjórnandi ertu? „Stjórnandi á helst að vera leiðtogi. Hann á að hafa skýra framtíðarsýn, sem er niðurstaða af umræðum með því fólki sem á að framfylgja stefnunni. Stjórnandi þarf að laða fólk til fylgilags við stefnu sína, þannig að menn vinni í sátt. Ég hef þá sýn á skóla að þar verði að ríkja agi og regla. Börn vilja hafa reglu því reglan skapar hjá þeim ákveðna öryggiskennd. En það verður líka að vera svigrúm til að gefa undanþágu frá reglum ef þarf. Börn vilja einnig hafa aga, en sá agi á ekki að byggjast á ótta heldur á virðingu. Nem- endur eiga ekki að óttast starfsfólk og Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Stjórnandi á að vera leiðtogi Í haust tekur hinn reyndi skólamaður Sölvi Sveinsson við skóla- stjórastöðu í Landakotsskóla. Sölvi er að vinna að bók um táknin í málinu og hyggst einnig skrifa bók um íslenska skólakerfið. Hann segir námsleiða barna stórt vandamál í skólakerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.