SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 26
26 25. apríl 2010
B
irting skýrslu Rannsókn-
arnefndar Alþingis hefur
margvísleg áhrif og breytir
mörgu í íslenzku samfélagi.
Eitt af því, sem hún breytir, eru umræð-
ur á opinberum vettvangi. Nú geta þær
ekki lengur farið fram í skjóli þess, að
enginn viti neitt. Nú fara þær fram í
krafti þess, að allir vita allt eða hafa
tækifæri til að vita allt. Nú geta þær ekki
lengur byggzt á því, að völdum upplýs-
ingum sé lekið í fjölmiðla, þennan í dag
og hinn á morgun, en öðrum upplýs-
ingum haldið leyndum. Nú geta þær ekki
lengur byggt á sögusögnum, dylgjum og
illu umtali. Nú verða þær að fara fram á
grundvelli staðreynda af því að stað-
reyndir mála liggja fyrir á 2000 síðum.
Þetta er bylting en ekki breyting. Í
skjóli þess að upplýsingar hafa ekki legið
fyrir um mál, sem hafa fangað huga al-
mennings nema að takmörkuðu leyti,
hefur orðið til markaður fyrir sögusagnir
og óhróður. Hann hvarf kl. 10.30 á
mánudagsmorgni fyrir tæpum tveimur
vikum. Það er ekki lengur hægt að gera
út á þennan markað. Það er ekki lengur
hægt að hafa atvinnu af því að fóðra
þennan markað. Það er ekki lengur hægt
að byggja atvinnustarfsemi á því að
þjónusta stórfyrirtæki, sem hafa viljað
búa til „rétta“ ímynd af sér og koma
höggi á keppinauta. Þau fyrirtæki eru
horfin, fjármagnið, sem hélt þeim gang-
andi, er horfið og forsendan fyrir þessari
starfsemi er horfin. Þetta er ofboðsleg
hreinsun. Kannski er þetta mesta fram-
lag Rannsóknarnefndar Alþingis til þess
að nýtt samfélag geti orðið til á Íslandi.
Sú hugarfarsbreyting, sem þessari
hreinsun fylgir, mun leiða í ljós, að bezta
leiðin fyrir þetta litla samfélag fiski-
manna og bænda á norðurslóðum er að
hafa allt opið, engin leyndarmál, allt
gegnsætt, sem almannahag varðar. Öll
stjórnsýsla fari fram fyrir opnum tjöld-
um. Öll meðferð opinberra mála fari
fram fyrir opnum tjöldum.
Fyrir rúmum áratug las ég merkilega
bók eftir konu, sem heitir Kay Redfield
Jamison, prófessor við John Hopkins-
háskóla í Bandaríkjunum, sem hafði átt í
innri átökum um það, hvort hún ætti að
segja frá eigin geðveiki. Hún komst að
þeirri niðurstöðu að segja frá veikindum
sínum og segir í bókinni: „Ég get ekki að
því gert en ég finn til dálítillar huggunar
í þessari spurningu Roberts Lowells
(heimsþekkt bandarískt ljóðskáld): „En
hvers vegna ekki að segja allt af létta?““
Nú hefur Rannsóknarnefnd Al-
þingis tekið að sér fyrir íslenzku
þjóðina að segja allt af létta og vegna
þess, að það hefur verið gert, leyfi ég
mér að halda því fram, að þjóðinni allri
sé létt og kæmi ekki á óvart að hið sama
eigi við um helztu sögupersónur. Að
sumu leyti hefur íslenzka þjóðin verið í
sporum fjölskyldu alkóhólista, þar sem
fjölskyldumeðlimir verða sérfræðingar í
að fela.
Það eru mörg verkefni framundan en
eitt það mikilvægasta er að fylgja eftir
þeirri byltingu upplýsingar og umræðu,
sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefur
lagt grundvöll að með skýrslu sinni. Að
því er hægt að vinna á tvennan hátt.
Annars vegar í daglegum störfum þeirra,
sem koma við sögu á opinberum vett-
vangi. Hins vegar með því að hefja upp-
byggingu hins opna og upplýsta sam-
félags bæði með nýrri löggjöf og
framkvæmd þeirrar, sem fyrir er.
Þessi þróun er þegar hafin. Á flokks-
ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku
fluttu bæði Bjarni Benediktsson og Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir annars
konar ræður en þar hafa áður verið flutt-
ar. Hið sama gerði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir á sambærilegum fundi Sam-
fylkingar sama dag. Öll þrjú fjölluðu af
hreinskilni um eigin gerðir og afstöðu til
þeirra í ljósi nýrra upplýsinga. Nú þarf
hin svonefnda stjórnmálastétt á Íslandi
að sýna í verki að hún sé fær um að hefja
sig upp á það hærra plan, sem Halldór
Laxness kallaði einu sinni eftir.
Seinni hluta marzmánaðar var frá því
skýrt í Bretlandi, að Gordon Brown
hygðist leggja til að innan skamms tíma,
nokkurra missera, hefði hver einasti
þegn Bretaríkis aðgang að sinni eigin
heimasíðu. Þar gæti hinn sami þegn átt
öll þau samskipti, sem hann þyrfti á að
halda við yfirvöld, hvort sem væri að
sækja um skólavist fyrir barn, panta tíma
hjá lækni, sækja um vegabréf, borga
skatta o.s.frv. Markmiðið væri að auð-
velda almennum borgurum þessi sam-
skipti og spara stórfé í opinberum
rekstri.
Þetta er snjöll hugmynd, sem taka ætti
upp hér á Íslandi en jafnframt víkka hana
út og framkvæma á breiðari grundvelli.
Að jafnframt því, að hver Íslendingur
gæti átt samskipti við opinber yfirvöld á
eigin heimasíðu, hefði sá hinn sami á
þeim vettvangi aðgang að öllum upplýs-
ingum um allt, sem er að gerast á vegum
hins opinbera á landsvísu og í sveit-
arstjórnum. Nú er þetta hægt að hluta til
og með ýmsum hætti en hugmynd Breta
er greinilega sú að einfalda þennan að-
gang mjög fyrir hinn almenna borgara.
Hinn hugmyndaríki íslenzki hugbún-
aðariðnaður mundi fá mikla vinnu við
þetta verkefni næstu árin en sá kostn-
aður mundi skila sér þegar fram í sækti í
einfaldari og kostnaðarminni stjórn-
sýslu. Aðgangur hvers einasta borgara að
öllum sömu upplýsingum og kjörnir
fulltrúar og embættismenn hafa aðgang
að um málefni lands og þjóðar mundi
skapa jákvæðara og heilbrigðara and-
rúmsloft í samfélagi, sem hefur verið
eins og suðuketill að springa á undan-
förnum árumog er nú sprunginn.
Er eftir nokkru að bíða?
Er eftir nokkru að bíða?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
K
æra Samantha,
[…]
Ég býð þér, með leyfi foreldra þinna, til
lands okkar, helst í sumar. Þá geturðu kynnt
þér landið, hitt jafnaldra þína, heimsótt alþjóðlegar
sumarbúðir – „Artek“ – á hafi úti. Þá muntu komast að
því af eigin raun að í Sovétríkjunum þrá allir frið og vin-
áttu manna í millum.
Þakka þér fyrir bréfið. Ég óska þér alls hins besta í
framtíðinni. – Y. Andropov.“
Svohljóðandi er niðurlag bréfs sem Samantha Smith,
tíu ára gömul stúlka í bænum Manchester í Maine í
Bandaríkjunum, fékk frá Júríj Andropov, leiðtoga Sov-
étríkjanna, á þessum degi fyrir 27 árum. Bréf Andropovs
var svar við bréfi sem Samantha litla hafði skrifað hon-
um nokkrum mánuðum fyrr. Það hljóðaði svo:
„Kæri herra Andropov.
Ég heiti Samantha Smith og er tíu ára gömul. Til ham-
ingju með nýja starfið þitt. Ég hef haft áhyggjur af því að
Rússland og Bandaríkin séu á leið í kjarnorkustríð. Munt
þú kjósa með eða á móti stríði? Ef þú ert á móti stríði
vertu þá svo vinsamlegur að segja mér hvernig þú ætlar
að leggja þig fram um að koma í veg fyrir það. Þú þarft
ekki að svara þessari spurningu, en mig langar að vita
hvers vegna þú ætlar að leggja heiminn undir þig, að
minnsta kosti mitt land. Guð skapaði heiminn svo við
gætum lifað í sátt og samlyndi en ekki til að berjast.
Virðingarfyllst,
Samantha Smith.“
Þegar Andropov tók við af Leóníd Breshnev sem leið-
togi Sovétríkjanna í nóvember 1982 drógu bandarískir
fjölmiðlar upp mjög neikvæða mynd af honum en víg-
búnaðarkapphlaupið var í algleymingi á þessum tíma.
„Fyrst allir eru svona hræddir við hann, hvers vegna
skifar ekki einhver honum bréf og spyr hvort hann ætli í
stríð?“ spurði Samantha Smith móður sína. „Hvers
vegna gerir þú það ekki?“ svaraði móðirin. Sú stutta tók
hana á orðinu.
Málið vakti heimsathygli og menn á borð við Ted
Koppel og Johnny Carson tóku viðtöl við Samönthu.
Hún flaug í júlí 1983 til Moskvu og dvaldist þar í góðu yf-
irlæti ásamt foreldrum sínum í tvær vikur í boði Andro-
povs. Sjálfur hafði leiðtoginn ekki tök á að hitta hinn
unga gest sinn en ræddi við hann í síma. Síðar kom í ljós
að Andropov var orðinn alvarlega veikur og hvarf hann
fljótlega af sjónarsviðinu. Hann andaðist í febrúar 1984.
Sovéskir fjölmiðlar fylgdu Samönthu hvert fótmál og
umfjöllun um hana var yfirleitt vinsamleg.
Viðbrögðin voru blendin heima fyrir, flestir Banda-
ríkjamenn litu heimsókn hennar í austurveg jákvæðum
augum en sumir voru sannfærðir um að hún væri bara
tannhjól í áróðursmaskínu Sovétmanna. Eigi að síður
jukust vinsældir Samönthu hratt og var hún kölluð
„yngsti sendiherra Bandaríkjanna“. Í desember 1983 var
henni boðið til Japans, þar sem hún hitti Yasuhiro Naka-
sone forsætisráðherra að máli. Á ráðstefnu í þeirri ferð
lagði Samantha til að leiðtogar Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna skiptust á barnabörnum í tvær vikur á hverju
ári með þeim rökum að menn myndu ekki sprengja
land, þar sem barnabarn þeirra væri niðurkomið.
Auk þess að skrifa bók um ferð sína til Sovétríkjanna
stjórnaði Samantha barnaþætti í sjónvarpi og lék með
Robert Wagner í sjónvarpsþáttunum Lime Street.
Lífi Samönthu Smith lauk með sviplegum hætti 25.
ágúst 1985 þegar hún fórst í flugslysi ásamt föður sínum
og sex öðrum. Flugvélinni hlekktist á í aðflugi að Aub-
urn-flugvelli í Maine. Ásakanir þess efnis að um samsæri
væri að ræða komu fram í kjölfarið, einkum í Sovétríkj-
unum, en opinber rannsókn á slysinu leiddi ekkert
óeðlilegt í ljós. Samantha Smith var þrettán ára þegar
hún lést.
orri@mbl.is
Barnungur
friðarsinni
Samantha Smith var aðeins 13 ára þegar hún féll frá.
Viðbrögðin voru blendin heima fyrir,
flestir Bandaríkjamenn litu heimsókn
hennar í austurveg jákvæðum augum
en sumir voru sannfærðir um að hún
væri bara tannhjól í áróðursmaskínu
Sovétmanna.
Sovéskt frímerki.
Á þessum degi
25. apríl 1983
Júríj Andropov Sovétleiðtogi.