SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 13
25. apríl 2010 13 „Auðvitað finnst mér þetta mikil áskorun, en ég kannski gerði mér ekki alveg grein fyrir því fyrst hversu stórt þetta var. Svo las ég bókina en maður vissi ekki fyrr en maður fékk leikgerðina hvað þetta væri mikil ögrun. En Benedikt (Erl- ingsson) er svo öruggur og klár og hafði svo mikla trú á mér, og það hjálpar mikið að vita að manni er treyst fyrir verkefninu.“ Umdeild „Það er dálítið skemmtilegt að fólk er alls ekki sam- mála um Snæfríði Ég er búin að heyra mjög mis- jafnar skoðanir á henni, hvernig hún er og hver hún er og hvað fólki finnst um hana. Sumum finnst hún bara yfirstéttarpíka og frekja, en mér finnst svo vænt um hana af því að hún er svo flókin og hún er svo mikil manneskja, eins og hún hamrar nú á sjálf, og hún er svo nálægt okkur í dag í raun, nútíma- konunni. Brennur dálítið fyrir hjartað bara. Ég held að það geti allir séð sjálfan sig í henni að einhverju leyti. Og ég held að það fari í raun bara eftir því á hvaða stað maður sjálfur er staddur hvernig maður les bókina.“ Snæfríður og Arnas „Ég er svo veik fyrir þessari fallegu ástarsögu í bók- inni. Þau eru dálítið vond hvort við annað en þú hefur ekki svona mikið fyrir einhverju nema það séu einhverjar alvöru, stórar tilfinningar á bak við það. Sem koma alltaf fram þegar þau hittast í rauninni, þá kviknar á þessu aftur og þau ráða ekki við sig. En hann er hugsjónamaður og sér heiminn frá dálítið öðrum stað. Hún á miklu meira sameiginlegt með konum í dag og konum sem komu langt á undan henni. Hún finnur sig ekki sem þessi kristilega kona sem hún á að vera. Snæfríður er ekki góð stelpa miðað við þessa tíma, hún fylgir ekki reglum og boðum, heldur finnur sig meira í til dæmis Hallgerði langbrók og Guðrúnu Ósvífursdóttur; konum sem gera það sem þeim sýnist. Og í ljósi þeirrar stöðu sem hún er í, úr yfirstéttinni og algjör ungfrú Ísland síns tíma, og pabbi hennar ræður lögum og lofum, þá hefur hún í raun alltaf getað gert það sem henni sýnist. Hún leyfir sér að fara inn í tilfiningar sínar, lætur hjartað ráða frekar en umhverfið.“ Sorglegur endir „Undir lokin á hún ekkert eftir. Það er neisti í henni; eldur sem maður sér svo sterkt í henni þegar hún er ung, og blossar svo aftur upp fimmtán árum seinna þegar hún hittir Árna og svo þegar hún berst fyrir hann í lokin. Þetta bál er slökkt þarna í endann þegar hann fórnar henni í rauninni í þriðja skiptið fyrir eitthvað sem er stærra en þau tvö. Þá á hún á ekkert eftir nema að ganga inn í það hlutverk sem samfélagið ætlast til af henni að leika. Hún gengst við þessum reglum sem talað er um í upphafi þegar pabbi hennar til dæmis segir að dómkirkjuprest- urinn sé best ættaði maðurinn á landinu og að hún ætti að giftast honum.“ „Heldur þann versta en þann næstbesta“ „Þessi setning kemur bara eðlilega út frá því sem er að gerast og mér fannst ekkert erfitt að segja þetta. Þetta er líka svo satt. Það hvíldi meira á hinni; „vin- ur hví dregur þú mig inn í þetta skelfilega hús?“ Mér fannst erfiðara að koma henni frá mér án þess að hún yrði of dramatísk og bókmenntaleg. Það var meiri vinna í henni en hinni. Það hafa allir skoðanir á Snæfríði og bókinni og það eiga svo margir sínar uppáhaldssetningar. Það eru svo margir búnir að koma til mín og segja: „Þú verður að passa upp á þetta, þetta er uppáhaldssetningin mín.“ Það hafa allir skoðun og fólk liggur ekkert á þeim. Og þetta er mjög fallegt og gefur manni mikið, að fólki sé ekki sama. En svo verður maður náttúrlega líka að átta sig á að það er aldrei hægt að geðjast öllum þegar maður er með svona verk í höndunum.“ Fallegt að fólki sé ekki sama Lilja Nótt Þórarinsdóttir „Þessi sýning var búin til fyrir Þjóðleikhúsið. Þegar leikhúsið opnaði 1950 þá vantaði eitthvert íslenskt nútíma- verk til að sýna. Og það var leitað, en þeir fundu ekki neitt. Ég held það hafi verið Guðlaugur Rós- inkranz sem fékk þessa hugmynd að fá Laxness til að skrifa leikgerð úr Íslandsklukk- unni, með aðstoð Lárusar Pálssonar sem átti að leikstýra verkinu. Enn þann dag í dag finnst mér þetta vera algjör perla og mér finnst að Þjóðleik- húsið ætti að hafa þetta sem svona puntsýningu til að setja á svið á stórafmælum og því um líkt, en alltaf með vissu millibili því það er sjálfsagt að hver kynslóð fái að sjá hana.“ Að leika Snæfríði fyrst kvenna „Ég og Róbert (Arnfinnsson) vorum þau yngstu sem voru ráðin við Þjóðleikhúsið, ég var þá 26 ára gömul. Þetta var stórkostleg upplifun að fá þetta hlutverk. Það var eins og að fá stærsta happdrætt- isvinninginn. Ég var ung og upprennandi, eins og maður segir, og fékk þarna ótrúlegt tækifæri. Og þessi texti er svo stórkostlegur. Ég hef fylgst með leikurunum sem leika þetta núna og þeir hafa allir stækkað við að leika þessar persónur og fara með þennan texta. Mér fannst ég læra afskaplega mikið af því að leika Snæfríði. Ég hef alltaf verið þannig að ég er voða lítið „nervus,“ mér finnst alltof gaman, frumsýning- ardagar eru hátíðisdagar. Og svo var þetta svo góður hópur sem við vorum að vinna með, og Lárus svo góður leikstjóri að þetta gekk bara vel. Og líka að æfa, við æfðum þetta í svo langan tíma af því að við vorum alltaf að bíða eftir því að húsið yrði tilbúið.“ Álfahöllin „Þetta var flest áhugafólk sem var að leika þarna, stóð í fyrsta sinn á stóru sviði í alvöru leikhúsi og varð við það atvinnumenn. Þetta fólk lagði grunn- inn að Þjóðleikhúsinu eins og það er í dag. Guðjón Samúelsson, byggingameistari ríkisins, kallaði húsið Álfahöllina, og þetta er ævintýrahöll. Ég vona svo sannarlega að þar fái rauður loginn að brenna, en líka að þar verði áfram tekist á við samtímann.“ Herdís Þorvaldsdóttir Íslandsklukkan algjör perla Herdís Þorvaldsdóttir lék Snæfríði fyrst kvenna árið 1950. Úr safni Þjóðleikhússins Úr safni Þjóðleikhússins Tinna Gunnlaugsdóttir árið 1985. Úr safni Leikfélags Akureyrar Brynhildur Steingrímsdóttir árið 1959. Úr safni Þjóðleikhússins Sigríður Þorvaldsdóttir árið 1968. 1949-1950 Herdís Þorvaldsdóttir (Þjóðleikhúsið) 1955-1956 Herdís Þorvaldsdóttir (Þjóðleikhúsið) 1959-1960 Brynhildur Steingrímsdóttir (Leikfélag Akureyrar) 1967-1968 Sigríður Þorvaldsdóttir (Þjóðleikhúsið) 1984-1986 Tinna Gunnlaugsdóttir (Þjóðleikhúsið) 1991-1992 Elva Ósk Ólafsdóttir (Leikfélag Akureyrar) 1995-1996 Sigrún Edda Björnsdóttir og Pálína Jónsdóttir (Borgarleikhúsið) 2010-2011 Lilja Nótt Þórarinsdóttir (Þjóðleikhúsið)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.