SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 2
2 23. maí 2010 Florent Malouda, leikmaður Chelsea, fer fyrir knattspyrnulandsliðs- mönnum Frakka í í skíðagöngu í Frönsku Ölpunum. Leikmennirnir eru saman komnir í skíðabænum Tignes þar sem fyrsti hluti af undirbúningi fer fram fyrir heimsmeistaramótið í Suður-Afríku sem hefst í næsta mán- uði. Tilgangurinn er að venja þá við þunna loftið þar sem flestir leikvang- anna í Suður-Afríku eru í talsverðri hæð yfir sjávarmáli. Hvort skíðaæf- ingin hjálpi vængmanninum Malouda að fara svigið fram hjá varnarmönnum andstæðinganna í sumar skal ósagt látið. Veröldin Frosnir Frakkar Reuters 18 Hamingjan er best af öllu Glæný rannsókn bendir til þess að áhrif efnahagshrunsins á líðan og hamingju íslenskra ungmenna séu lítil sem engin. 30 Ætlað að ljúka starfi Jesú Krists Ásgeir Ingvarsson sviptir hulunni af hinum dularfulla Sun Myung Mo- on og óvenjulegu lífshlaupi hans. 32 Vegleg vínarbrauð Í Grundarfirði er ekki bara gott bakkelsi, heldur líka mikið af merkilegu fólki. Árni Johnsen hitti fjóra sagnamenn af guðs náð. 38 Á tindi Zugspitze Hæsta fjall Þýskalands er tæpir 3.000 metr- ar á hæð. Þar er makalaust útsýni yfir fjöll og héruð – á björtum degi. 42 Kvikmyndasíðan Frönsk heimildarmynd um brjóstmylkinga og svipmynd af hinum heillandi leikara Terry O’Quinn úr Stepfather og Lost. Lesbók 48 Stórvirki Knausgårds Karl Ove Knausgård segir frá nýjustu bók sinni, Barátta mín, í Nor- ræna húsinu á miðvikudaginn, 52 Örlagaríkur rassskellur Rithöfundurinn Christos Tsiolkas gægist í brestina í áströlsku fjöl- menningarsamfélagi. 54 Geðflækjulaus hetja Karlar vilja vera hann, konur vilja vera með honum. Hann spratt al- skapaður út úr höfði rithöfundarins Lees Childs. Vor í París Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Árni Sæberg af leikurunum í Af ástum manns og hræri- vélar í Þjóðleikhúsinu, Kristjáni Ingimarssyni og Ólafiu Hrönn Jónsdóttur. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kjartan Kjartansson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 20 35 Augnablikið Þ að er ekki seinna vænna. Leikhópur úr Borgarleikhúsinu hefur komið sér mak- indalega fyrir og fræðist um siðblindu. Æfingar hófust fyrir tveimur vikum á breska leikritinu Enron, eftir unga konu að nafni Lucy Pebble, og þessa dagana er kafað ofan í heim- inn sem Enron varð til í, hvernig veldi þess reis og hneig – og til hliðsjónar er bankahrunið hérlendis. „Við byrjum á því að kynna okkur bakgrunn verksins, samhliða því að æfa senurnar,“ segir Stef- án Jónsson, leikstjóri. „Til þess þurfum við að skilja þennan heim og greina hann. Það eru tvær vikur eftir af æfingum í vor, síðan hittumst við aftur í haust og æfum í mánuð fram að frumsýningu í september.“ Hann segir verkið lipurlega skrifað. „Það er dreg- in upp skýr mynd og skiljanleg af flóknum heimi – heimi sem byggði í raun á því að vera flókinn, þannig að gerendurnir gætu falið sig og komist framhjá lögum og reglum og öllu því sem heitir samfélagssáttmáli.“ Nanna Briem geðlæknir ræðir þennan dag við leikhópinn og byrjar á að flytja erindi um helstu einkenni siðblindra. Hún segir það einstaklinga sem hafi ekki mikið af djúpstæðum tilfinningum, eins og ást, sorg eða tryggð. Tilfinningarnar séu frekar grunnar og það þvælist fyrir þeim að setja sig í spor annarra. „Þeir eiga erfitt með að skilja hvernig fólki líður, það er engin sektarkennd eða eftirsjá, og þeir taka ekki ábyrgð á eigin gjörðum heldur kenna öðr- um um,“ segir hún. „Sumir eru flinkir að ráðskast með fólk, svik og prettir þvælast ekki fyrir þeim; þeir eiga auðvelt með að ljúga, eru oft spennufíklar sem lifa fyrir nú- ið og hafa engin langtímamarkmið – leiðist fljótt ef ekkert um að vera. Þeir eru hvatvísir og spá lítið í afleiðingar af athöfnum sínum og ákvörðunum. Margir þeirra eiga afbrotaferil að baki og hegðunar- vandamál eru mikil, en það á alls ekki við um alla, meirihlutinn er utan fangelsismúranna og tekur þátt í samfélaginu.“ Það er ekkert endilega meira um siðblindu í fjár- málageiranum en á öðrum vettvangi, að því er fram kemur í máli Nönnu. „En það kemur á óvart, miðað við einkennin sem þeir hafa, að þeir skuli þrífast innan fyrirtækja,“ segir hún. „Í Snakes in Suits, bók sem leikararnir lesa í æf- ingaferlinu, kom höfundunum á óvart að finna sið- blinda í stjórnendastöðum. Paul Babiak, annar höf- undanna, rannsakaði 200 efnilega stjórnendur í bandarískum fyrirtækum og komst að því að 3,5% þeirra væru með siðblindu, en almennt er með- altalið 0,5-1%. Það sem meira var, stjórnendurnir héldu áfram að vinna sig upp innan fyrirtækjanna, þrátt fyrir að uppfylla greiningarviðmiðin fyrir sið- blindu. Fyrirtækin vildu hafa þá áfram í vinnu. Það varð til þess að hann réðst í að skrifa þessa bók.“ pebl@mbl.is Leikhópurinn í Enron hlustar á erindi um siðblindu. Morgunblaðið/Eggert Rýnt í siðblindu 24. maí Annan í hvítasunnu verða haldnir stórtónleikar í Háskólabíói sem eru þáttur í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Tónleikarnir bera yfir- skriftina Aðför að lögum og eru tímamótatónleikar, en þar mun Megas koma fram ásamt fjölda gestasöngvara, hljómsveit, strengjakvintett og kór. Megas mun meðal annars flytja nýjar útsetningar Þórðar Magn- ússonar, en þetta verður í fyrsta sinn sem þeir feðgar vinna saman. Megas gerir aðför að lögum Við mælum með … 23. maí Á hvítasunnudag mun Stúlknakór Reykjavíkur og Stúlknakór Hamborg- ar syngja saman í hátíð- armessu í Hallgrímskirkju kl. 11. 27. og 28. maí Næstkomandi fimmtudag og föstu- dag verður dansverkið Bræður flutt í Þjóðleikhúsinu. Í verkinu er fjallað um hugarheim karlmanna útfrá sjón- arhorni þeirra sjálfra og kvenfólksins. 28. maí Hljómsveitin Pestil- ence, ein áhrifa- mesta sveit dauða- rokkssenunnar, spil- ar á tónleikum á Só- dómu Reykjavík. Með þeim spila ís- lensku sveitirnar Wistaria, In Me- moriam, Atrum og Gruesome Glory. Tónleikarnir hefjast kl. 23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.