SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 31
23. maí 2010 31 Framan af voru fylgismenn Moons kall- aðir Moonies í Bandaríkjunum. Þeir not- uðu þetta nafn sjálfir og þótti lýsa á já- kvæðan hátt aðdáun sinni og undirgefni við trúarleiðtogann. Hvort nafnið hafi virkað á sama hátt á utan- félagsmenn er ósennilegt, og varð „Moonie“ hálfgert samheiti yfir „loony“. Breyting virðist síðan hafa orðið þar á eftir að Moon var dæmdur fyrir skatt- svik árið 1982, en honum á að hafa gengið eitthvað illa að skilja á milli eigin fjárhags og skattfrjáls trúfélagsrekstr- arins og fékk 18 mánuði í steininum. Safnaðarmeðlimir fóru þá að kalla sig „Unificationists“ og litu á það sem fjandsamlegt og niðrandi orðaval að vera kallaðir Moonies. Þar með er ekki öll sagan sögð. Fjöl- miðlasamsteypa Moons, New World Communications, sem meðal annars á Washington Times sem Moon stofnaði árið 1982, keypti nefnilega árið 1999 fréttaveituna UPI – United Press Int- ernational, eina af virtustu og eitt sinn stærstu fréttaveitum heims, en rekst- urinn hafði þó dalað árin fram að því að kaupin fóru fram. UPI gefur út handbók um stíl sem óhætt er að kalla eina af biblíum blaða- mannageirans, með meitluðum og margreyndum ráðleggingum um hvernig á að skrifa lipran texta og stunda góða blaðamennsku. Í 2004-útgáfunni kom sú viðbót við stílhandbókina að ekki ætti að kalla meðlimi safnaðarins „Moonies“, enda niðrandi. Því má svo við bæta að með kaup- unum á UPI fylgdi sæti undir fréttaritara um borð í forsetaflugvélinni, Air Force One. Ekki kalla þá „Moonies“ Veldi Moon á m.a. fréttaritarasæti í þotu Bandaríkjaforseta. Reuters Einn angi af viðskiptaveldinu sem vaxið hefur í kringum Sun Myung Mo- on er skotvopnaframleiðandinn Kahr Arms. Fyrirtækið stofn- aði Kook Jin Moon, eða Justin Moon eins og hann vill láta kalla sig, ár- ið 1993 fyrir lánsfé frá föður sínum, sjálfum Messíasi. Justin hafði haft brennandi áhuga á byssum frá unga aldri en fannst þær skammbyssur sem fyrir voru á mark- aðinum ekki henta nógu vel til dag- legs brúks. Með gráðu frá Harvard í farteskinu tók hann til við að hanna hina fullkomnu skammbyssu og ekki um það deilt að honum tókst vel upp: Kahr-skammbyssurnar eru nett- ar en traustar og þykja slá öllum öðr- um við. Verðlagningin er í samræmi og leitun að dýrari skamm- byssum. Kahr- byssurnar kosta hæg- lega tvöfalt, ef ekki þrefalt meira en byssur keppinautanna. Kahr Arms keypti síðan árið 1999 verk- smiðju sem framleiðir gömlu góðu „Tommy Gun“-hríðskotabyssurnar, eins og gangsterarnir notuðu á bann- árunum. Samkvæmt heimildum á hann Moon gamli að eiga verksmiðju í Suður-Kóreu sem framleiðir M-16- riffla og stærri vopn til hernaðar. Rolls skambyssanna Kahr skamm- byssa Sun Myung Moon hefur alla tíð verið lunkinn við að eignast vini í valda- stöðum, meðal annars með því að veita veg- lega styrki í kosn- ingasjóði, greiða fúlgur fyrir rétta fyrirlestr- argesti á samkomum, og svo auðvitað nýta hvern nýjan vin til að ganga í augun á þeim næsta. En Moon- hreyfingin beitti enn vafasamari aðerðum á sínum tíma. Rannsókn lögregluyfirvalda í Banaríkjunum árið 1975 leiddi í ljós að söfnuðurinn hafði sent um 300 „huggulegar ungar stúlk- ur“ af stað til að gerast sjálfboðaliðar í bandarísku stjórnsýslunni og hafði sumum þeirra tekist að komast inn í starfsmannahóp Bandaríkjaþings. Með augastað á SÞ Aftur fóru óróaraddir af stað árið 2006 þegar grunsemdir vöknuðu um hvort Ban Ki-moon, sem þá var orðinn nokkuð öruggur um stöðu aðalritara SÞ, tilheyrði söfnuði Moons. Bætti ekki úr skák að aðalritarinn þótti háll sem áll þegar hann var spurður um trúarskoðanir sínar, en fylgismenn Moons voru einmitt alræmdir fyrir að fela trú sína fyrir fólki utan safnaðar- ins. Aðalritarinn skilgreindi sig einhverju sinni „krist- inn, utan safnaðar“, sem einnig á að vera siður mo- onista. Bendir þó flest til að aðalritarinn sé ekki tengdur hinum heilaga nafna sínum á nokkurn hátt, heldur iðki hófsama kóreska trúarstefnu sem byggist á boðskap Biblíunn- ar. Öðru máli gegnir þó um Josette Sheeran sem um svipað leyti var skipuð í stöðu framkvæmdastjóra Matvælastofnunar SÞ (e. World Food Programme). Sheeran komst í starfið, þökk sé ríkisstjórn Bush yngri, en hún var á sínum tíma ritstjóri Washington Times og sannarlega meðlimur í söfn- uðinum frá 1975 til 1996. Hún hætti hjá blaðinu árið 1997, og gerðist meðlimur biskupakirkjunnar. Spurð um málið kveðst Sheeran ekki hafa haft nein tengsl við Moon-söfnuðinn síðan hún sagði skilið við Washington Times. Því má bæta við að Moon hefur ver- ið einn af ötulustu talsmönnum þess að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verði stofnað nokkurs konar þing trúarleiðtoga, þar sem þeir geta kom- ið saman og skipt sér af gangi heims- málanna. Laumast fylgismenn Moons til valda? Þeim Richard Nixon og Moon var vel til vina. um Moon-költið, og fylgismenn leiðtog- ans kallaðir moonistar eða „Moonies“. Kommúnismi og kynlíf Erfitt er að lýsa inntaki moonismans á einfaldan hátt því spekin er jafn torskilin og margbrotin og Moon sjálfur. Í grófum dráttum hefur Moon lýst sjálfum sér sem guði, og ætlast til að vera tilbeðinn. Mark- mið hans er að sameina allan heiminn á grundvelli trúarbragða sem eru eins konar bræðingur þar sem kristni er splæst saman við andatrúarsprota úr konfúsíusisma. Þeir sem standa í vegi fyrir þessum nýja Messíasi eru í besta falli eins og farísear Biblíunnar, og í versta falli útsendarar sjálfs Satans. Kommúnisminn, og það trúleysi sem hann boðaði, var í augum Moons versti óvinur mannkyns, og hann stofnaði all- kröftug samtök og dældi fé til félaga og stjórnmálahreyfinga, margra mjög vafa- samra, sem börðust gegn þeim rauðu með öllum tiltækum ráðum. Raunar líta moonistar svo á að það hafi fyrst og fremst verið að þakka framtaki leiðtoga þeirra að Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin með. Eitthvað virðist Moon þó hafa mildast í seinni tíð, því hann vingaðist síðar við Kim Il Sung og fékk að byggja upp iðnað í ríki hans. Eins og vill gerast með trúarleiðtoga er Moon mjög upptekinn af kynlífi, sem fylgismenn hans eiga helst ekki að stunda nema innan ramma hjónabandsins. Sjálfsfróun endar með ósköpum og vei þeim sem reynir að ræða við Moon um samlífi, og yfirhöfuð tilverurétt samkyn- hneigðra. Það má skilja af trúboðinu að kenna megi Evu um illsku mannkynsins og eymd en samkvæmt skýringum Moons átti hún mök við sjálfan kölska í ald- ingarðinum Eden og kom okkur í þennan líka bobba. Sjálfur kallaði Moon sig „hinn þriðja Adam“. Óvenjulegt tilhugalíf Fólk sem yfirgefið hefur söfnuðinn lýsir því hvernig Moon parar safnaðarmeðlimi saman sjálfur, og tekur þá við undarleg athöfn þar sem karlinn þarf að berja kon- una með kendó-priki. Ef áhorfendur eru ekki sannfærðir um að hann hafi lamið kerlu af öllu afli þarf hann að halda áfram að berja þar til þeir sannfærast. Konan þarf síðan að gera slíkt hið sama. Áður en kemur þó að hjónavígslunni þurfa safnaðarmeðlimirnir að hafa náð í tvo nýja eldheita trúmenn í hópinn. Gift- ingum innan safnaðarins er því stundum lýst sem eins konar píramídasvindli. Moon er þrígiftur, og á hið minnsta 13 börn með eiginkonum sínum. Sögusagnir eru á kreiki um alls kyns kynferð- islegar vígsluathafnir og er ein sagan á þá leið að með slíkri athöfn hafi Moon vígt og hreinsað kvenkyns safnaðarmeðlimi fyrir hjónaband – sem hann ráðstafaði fyrir þær. Flókinn vefur fyrirtækja En Sameiningarkirkjan er svo sem ekki eini söfnuðurinn sem skiptir sér af kynlífi fólks (og Moon væri ekki fyrsti trúarleiðtoginn til að fylgja ekki eigin predikunum í þaula). Það sem skilur moonismann hins vegar frá öðrum sér- trúarsöfnuðum er það gríðarlega við- skiptaveldi sem orðið hefur til í kringum hinn útvalda. Keðja apóteka, þakflísagerð, títaníum- bræðsla, verksmiðjur af ýmsu tagi, hótel og jafnvel golfvöllur í Kaliforníu eru að- eins nokkur dæmi um fyrirtæki sem eru með einum eða öðrum hætti í eigu kirkj- unnar. Umfangið og flækjustigið á eign- arhaldinu er oft slíkt að fengi jafnvel kræf- ustu útrásarvíkinga til að blikna, og talið að yfir 1.000 samtök og fyrirtæki séu á einn eða annan hátt notuð til að afla fjár fyrir Moon og trúarstarf hans. Umsvifin eru svo mikil, að til dæmis er varla hægt að fá sér sushi í Bandaríkjunum án þess að styðja óbeint Moon-söfnuðinn. Moon kom auga á mikla möguleika í fisk- iðnaði Bandaríkjanna og árið 1980 varð til vísirinn að því fyrirtæki sem í dag er True World Group og á m.a. skipasmíðastöð, flota, vinnslu og dreifingarfyrirtæki. Í könnun Chicago Tribune kom í ljós að af 17 fremstu sushi-stöðum borgarinnar voru 14 í viðskiptum við True World Gro- up. Jafnvel þeir veitingastaðaeigendur sem vissu af tengslunum við Moon, og vildu síður styðja hans líka, gátu ekki neitað því að hægt er að stóla á fyrirtækið til að útvega hágæðafisk. Vald gegnum fjölmiðla Ekki skila þó öll viðsiptamódel Moons hagnaði. Daglaðið Washington Times, sem hann stofnaði snemma á 9. áratugnum, á t.d. að hafi sogið til sín þrjá milljarða bandaríkjadala af sjóðum trúarleiðtogans. Washington Times var stofnað sem eins konar mótvægi við hið frjáls- lynda og virta Wash- ington Post og varð á vissan hátt rödd fyr- ir stefnu repúblík- anaflokksins. Bush eldri hélt mikið upp á blaðið og Reagan á að hafa lesið það hvern dag sem hann sat í embætti. En þeir sem þekkja þetta blað vita að þar er ekki fagmennskunni alltaf fyrir að fara, og blaðið raunar þekkt fyrir það að hreinlega spinna upp sögur, og þá vitaskuld um demókrata. Wash- ington Times er t.d. blaðið sem fyrst á að hafa birt frægar aðdróttanir um að Barack Obama hefði verið alinn upp sem múslimi og gengið í madrössu. Ekki eru heldur öll viðskipti Moon- samsteypunnar af löglegustu sort. Angi af söfnuðinum var t.d. tilefni stærstu fjár- svikarannsóknar í sögu Japans fyrir ráða- brugg sem gekk út á að telja syrgjandi ekkjum trú um að eiginmenn þeirra sætu fastir og þjáðir í helvíti. Aðeins fyrir tilstilli Moons væri hægt að bjarga þeim þaðan og söfnuðust með þessu undarlega aflátsbréfasvindli í kringum 500 milljónir dollara. Fjöldabrúðkaup Moon-söfnuðarins þykja mikið sjón- arspil og eru vinsælt efni í fréttatímum um allan heim. Fréttunum fylgja þó sjaldan nánari umfjallanir um að- ferðir söfnuðarins. ’ Þar birtist sjálfur Jesús honum, steig úr gylltu skýi og færði honum þær fréttir að hann væri hinn nýi Messías og skyldi klára það starf sem tré- smiðnum frá Galíleu hefði ekki tekist að ljúka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.