SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 38
38 23. maí 2010
H
efði einhver spurt mig fyrir
fáeinum vikum hvort ég teldi
líklegra að ég ætti fyrr eftir að
standa á tindi Esjunnar eða
Zugspitze, hæsta fjalls Þýskalands, hefði
ég væntanlega veðjað á Esjuna enda bú-
settur við rætur hennar. Það fór á annan
veg. Örlögin höguðu því nefnilega þannig
að ég virti fyrir mér útsýnið í nepjunni á
tindi Zugspitze fyrr í þessum mánuði.
Vissulega svolítið vandræðalegt fyrir Kjal-
nesinginn en á móti kemur að það eru
hvorki áætlunarferðir með lest né kláfi
upp á Esjutinda. Kannski Jón Gnarr og
hans fólk ættu að taka það mál upp.
Þess má geta að um þessar mundir eru
áttatíu ár frá því fyrsti kláfurinn sem ferj-
aði fólk upp á Zugspitze var tek-
inn í notkun en hann þótti
mikið undur á sinni tíð.
Hæsti tindur
Zugspitze er í
2.962
metra hæð yfir sjávarmáli. Hvorki meira
né minna. Og útsýnið eftir því. Óvíða ku
fegurra í fjallasal. Zugspitze er syðst í Bæj-
aralandi við landamæri Austurríkis og á
góðum degi sést til hinna ýmsu landa,
Austurríkis, Ítalíu og Sviss. Því miður er
lágskýjað meðan ég stend á tindinum og
fátt annað að sjá en fjöll og skýhnoðra.
Gestgjafinn, Tanja að nafni, fullvissar mig
og ferðafélaga mína um að útsýni yfir
München, höfuðborg Bæjaralands, sé alla
jafna mikilfenglegt og auðveldlega hægt að
fylgjast með gangi mála í kappleikjum á
Allianz-leikvanginum. Bara ekki í dag.
Það er ekki um annað að ræða en taka
hana trúanlega, einkum eftir að hún sýnir
okkur myndir máli sínu til stuðnings.
Fjallstjórinn á fundi
Tanja er að hlaupa í skarðið fyrir fjallstjór-
ann sem átti að vera með okkur en festist á
fundi. Tilkomumikið starfsheiti „fjall-
stjóri“ og lofa ég því hér með að sækja um
það starf losni það einhvern tíma hér
heima – nema þá helst á Eyjafjallajökli.
Fjallstjórinn þar væri eflaust búinn að
segja starfi sínu lausu núna.
Ég hef aldrei komið til Aust-
urríkis – alltént ekki í þessu lífi – og nem
staðar við kirfilega merkta hurð á landa-
mærunum. Tek duglega í hana og hristi.
Allt kemur fyrir ekki, Austurríki er lokað í
dag, enda þótt landamæravarsla hafi lagst
af með Schengen-samkomulaginu. Gott
og vel, Tírol bíður þá bara betri tíma.
Eftir að hafa stjáklað um stund á útsýn-
ispallinum á tindi Zugspitze höldum við
sem leið liggur inn í München-húsið sem
Þýski alpaklúbburinn reisti um þarsíðustu
aldamót. Heldur rólegt er þar þennan
morgun en alla jafna verður ekki þverfót-
að fyrir ferðamönnum. Og stórmenni.
Rolling Stones stungu þarna við stafni í
fyrra og fyrir Evrópumeist-
aramótið 2008 var
Zugspitze
undir iljum
Það er engu líkt útsýnið af tindi hæsta fjalls
Þýskalands, Zugspitze í Bæjaralandi. Þar er líka
draumaland skíðaiðkenda og fjallagarpa, auk
þess sem vel er gert við matgæðinga og ráð-
stefnufólk. Og hvergi í Þýskalandi ganga fleiri
upp að altarinu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Landamæri Austurríkis voru lokuð þennan dag.
Góð aðstaða til skíðaiðkunnar er á Zugspitze.
Umhverfi veitingastaðanna SonnAlpin og Glergarðsins er stórfenglegt.
þýski landsliðshópurinn í knattspyrnu
kynntur í glersal miklum sem hlotið hefur
heitið Panorama-stofan. Hún er almennt
séð vinsæll vettvangur fyrir fundi og ráð-
stefnur.
Í meira en heila öld hefur hátindurinn
líka verið veðurstöð sem safnar í seinni tíð
einnig upplýsingum fyrir Alþjóðlegu loft-
hjúpsvaktina.
Vinsæl kapella
Í stað þess að snæða hádegisverð í Pano-
rama-stofunni höldum við með kláfi nið-
ur rúma 350 metra á næsta áningarstað í
fjallinu, Zugspitzplatt. Komum þar á
hreint prýðilegan veitingastað sem kallast
SonnAlpin. Ég ræðst til atlögu við
einhverja kalkúnakássu sem
bragðast ágætlega. Það er
önnur saga.
Við hlið-
Ferðalög