SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 55
23. maí 2010 55
Ó
löf Nordal sýnir sex stórar ljósmyndir í
Listasafni ASÍ en henni tekst að segja
ótrúlega mikið í þessum fáu myndum.
Eins og list Ólafar er sýningin full af sög-
um, vangaveltum, trega og svörtum húmor, lókal
og alþjóðlegum í senn. Því allar þjóðir eiga í basli
með menningararfinn, ekki bara við, þó að hér gæti
vandamálið verið snúnara en hjá sumum öðrum.
Ólöf sýnir máttvana tilburði okkar við að varð-
veita hið óáþreifanlega og ósnertanlega í kald-
hæðnu en líka innilegu ljósi. Ein eftirminnilegasta
myndin er af Einari Benediktssyni. Ekki beint af
honum samt, heldur af heila sem sagður er vera
hans, geymdur í formalíni í Líffærasafni HÍ. Þetta er
falleg og innihaldsrík mynd, áminning um að
raunveruleg verðmæti eins og sköpunargáfa verða
ekki mæld með mælistiku. Hún er einnig vitn-
isburður um hugsunarhátt liðins tíma. Ekki síst er
myndin sjálf falleg, birtan, litirnir, samspil for-
grunns og bakgrunns, form krukkunnar. Mynd-
irnar af geirfuglinum og eftirlíkingu hans eru annað
dæmi um vonlausa tilburði til þess að varðveita það
horfna og liðna, grátbroslegt dæmi úr sögunni og
um leið svo skýr áskorun til okkar að gæta nú þess
sem enn verður bjargað í samtímanum.
Á efri hæð eru þrjár myndir af fólki og vaxmynd-
um. Vaxmyndirnar eru hluti af gamla íslenska vax-
myndasafninu. Á skjön við línulegt og óstöðvandi
flæði tímans standa saman mynd föður og sonur,
dóttir og mynd föður. Þær eru kómískar þessar
gömlu, klunnalegu vaxmyndir og langt frá því að
líkjast lifandi fólki. Hér er Ólöf Nordal í essinu sínu.
Kjarni lífsins, hin eilífa hringrás, spurningar um
eðli listarinnar, eiginleikar frummynda og eft-
irmynda – öllu er slegið saman og snúið upp á það í
þessari fyndnu, áleitnu og eftirminnilegu mynd-
röð.
Ólöf fangar af hugvitssemi og hnyttni mikilvæga
þætti í samtímanum. Það lætur henni vel að vinna,
þó að óbeint sé, með brýn málefni líðandi stundar.
Um leið skapar hún listaverk sem standast tímans
tönn. Flott sýning.
Listilegur leikur
MYNDLIST
Fyrirmyndir, Ólöf Nordal
bbbbn
Listasafn ASÍ
Listahátíð í Reykjavík. Til 6. júní. Opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-17.
Eitt af verkum Ólafar Nordal í Listasafni ASÍ.
Ragna Sigurðardóttir
N
ekt eins og hún er
skrifuð inn í sögu list-
arinnar er jafnan í
fagurfræðilegu sam-
hengi og oftar en ekki notuð til
að leggja áherslu á formræn
hlutföll. Nekt er að einhverju
leyti afhjúpun á manneskjunni.
Þ.e. að manneskja án klæða birt-
ist okkur eins og hún er sem
hefur vissulega fegurðargildi.
Á laugardaginn var opnuð
sýning á ljósmyndum eftir suð-
urafríska listamanninn Gary
Schneider í Hafnarhúsinu –
Listasafni Reykjavíkur. Sýningin
ber yfirheitið Nekt og sam-
anstendur af 30 myndum í raun-
stærð sem hver og ein sýnir
manneskju án klæða í „frosinni“
stellingu, starandi út í rýmið.
Nektin sem birtist í verkum
Schneiders opinberar formræna
afbökun á mannslíkama fremur
en manneskjuna eins og hún er,
en Schneider notar tækni sem
byggist á að afmarka líkams-
hluta en fanga líkamann í einni
samfelldri myndatöku sem getur
tekið allt að fjórar klukkustundir
í framkvæmd. Aðferðin er í
sjálfu sér einföld. Manneskjan
liggur nakin á svörtu klæði og
fyrir ofan hana er myndavélin
kyrrsett með opið ljósopið.
Schneider lýsir með vasaljósi á
ólíka hluta af líkamanum og
þegar myndin er svo framkölluð
er líkaminn heill á myndinni en
formin komin úr samhengi. Út-
limir eru rangir, húðlitur óeðli-
legur og sérkenni ýkt þannig að
ásýnd manneskjunnar verður
grótesk.
Ég legg hér áherslu á hugtakið
„gróteska“ en því hefur verið
gefinn furðu lítill gaumur í fag-
urfræðilegri greiningu miðað við
mikilvægi þess í listum. Franski
rithöfundurinn Victor Hugo á
sennilega heiðurinn af að gefa
hugtakinu merkingu í samræmi
við skilning okkar á öðrum hug-
tökum fagurfræðinnar. En í
frægri grein frá árinu 1827
(tveimur árum áður en hann gaf
út Hringjarann frá Notre Dame)
tefldi Hugo grótesku gegn fegurð
og ægifegurð. Hugo sagði gró-
tesku vera sambland af hryllingi,
ógn og kómík og áminnti að ekki
væri öllu í sköpunarverkinu ætl-
að að þóknast fegurðarskyni
mannsins og að ljótleikinn væri í
sambúð með fegurðinni rétt eins
og skugginn er í sambúð með
ljósinu. Í raun gaf Hugo grótesku
vægi innan fagurfræði þar sem
fegurð er að finna í viðurkenndu
hlutfallslegu eða formrænu jafn-
vægi, ægifegurð er í formleysi
eða takmarkaleysi en gróteskan
er það sem er í stöðugum átök-
um við formræna takmörkun og
viðurkennd hlutföll.
Það eru akkúrat þessi sömu
átök í ljósmyndum Schneiders
sem hrista upp í manni. Þær
leiða mann inn á svið skynjunar
sem við þekkjum t.d. úr mál-
verkum Francis Bacons og í
sumum kvikmyndum Davids
Lynch, þar sem afbökunin beinir
okkur í átt að fegurðargildinu
rétt eins og skugginn sem bendir
okkur á ljósið.
Skugginn sem
bendir á ljósið
MYNDLIST
Gary Schneider
bbbbn
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið
Opið 10-17 alla daga nema fimmtu-
daga til 22. Sýningu lýkur 29. ágúst.
Aðgangur ókeypis.
Ein af ljósmyndum Schneiders.
Jón B.K. Ransu
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Klippt og skorið
Um skegg og rakstur
Söguslóðir
Í fótspor W.G. Collingwoods
Mánudaginn 24. maí:
Tveir fyrir einn af aðgangseyri!
Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200
Söfnin í landinu
16. maí - 20. júní 2010
Staðir - Friederike von Rauch
20. maí - 20. júní
Það er erfitt að vera listamaður
í líkama rokkstjörnu -
Erling T.V. Klingenberg
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
AÐ ÞEKKJAST ÞEKKINGUNA
15 samtímalistamenn
Kaffistofa – leskró
Barnahorn
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 16.5. - 5.9. 2010
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, 2010
Sunnudagsleiðsögn kl. 14
í fylgd Guðmundar Arnar Ingólfssonar ljósmyndara.
ÁFANGAR, verk úr safneign
16.5. 2010 - 31.12. 2012
EDVARD MUNCH 16.5. - 5.9. 2010
SAFNBÚÐ
FERMINGAR- OG ÚTSKRIFTARTILBOÐ á listaverkabókum.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og
Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Efnaskipti/Metabolism:
Anna Líndal, Guðrún
Gunnarsdóttir, Hildur Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Arnardóttir,
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com