SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Síða 13

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Síða 13
23. maí 2010 13 hjónin bæði frumraun sína á þeim vettvangi. Hún hefur tekið þátt í styttri þrautum en Járnkarlinn (Iron Man) er „alvöru“: Byrjað er á því að synda 3,8 kílómetra í sjó, því- næst hjólaðir 180 km og loks hlaupið heilt maraþon; 42,2 km. Þetta er ekki verkefni fyrir meðalmenn og því eins gott að koma vel undirbúinn. „Við náum yfirleitt að synda tvisvar í viku en okkar helsta vandamál er hve langt er í næstu laug; það eru 40 kílómetrar til Húsavíkur og sund- laugin þar er bara 16 metra löng. Við förum líka stundum á Laugar en þangað er klukkutíma akstur. Það má segja að ef við eigum leið framhjá sundlaug þá nýtum við okkur hana.“ Helga segir þau hjónin æfa 14-16 klukkustundir á viku nú og þau hjóli að lágmarki 150 km. „Hjólastatífið var mikið notað á heimilinu í vetur,“ segir hún; reiðhjólinu er þá komið fyrir á þar til gerðri græju þannig að afturdekkið er á lofti en snertir nema svo hægt er að mæla vegalengdina sem lögð er að baki, ef svo má segja. Stefán Viðar hefur oft tekið þátt í maraþonhlaupi, varð m.a. Íslandsmeistari 2008, hann hefur verið með í fjöl- þrautakeppni á Grænlandi og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum en Helga hóf að æfa reglulega 2006. „Keppnin í Kaupmannahöfn verður fyrsta stóra ævintýrið mitt,“ segir hún og kveðst aðspurð finna fyrir bæði mikilli tilhlökkun en stundum efast hún um að verða nægilega vel undirbúin. „Það er gott að hugleiða þetta í einingum. Nú hugsa ég bara um æfingu hvers dags fyrir sig og þannig verð ég líka að hugsa í keppninni; skipta hverri grein niður í ákveðna leggi í huganum; horfa á litlu áfangana því það er ekki heppilegt að hugsa um það frá byrjun að ég eigi eftir 12-14 klukku- tíma til að ljúka keppninni.“ Féll … fyrir fegurðinni Að lokum að Jökulsárhlaupinu aftur. Árið 2006 fór það fram í himinblíðu, eins og segir á nýrri heimasíðu hlaupsins – jokulsarhlaup.is – og háði hitinn hlaupurunum nokkuð. Allir komust þó óskaddaðir frá þrátt fyrir einstaka byltur, eins og fram kemur en síðan segir: Eða eins og ein konan sagði þegar hún kom í mark: „Ég féll fyrir landslaginu – fegurðinni.“ Víst er að margir gera það í sumar. Jökulsárhlaupið hefur verið haldið árlega síðan 2004 og fjölgar þátttakendum í hvert skipti. Þeir voru um 230 í fyrra en þau Helga vonast til þess að um 300 manns mæti í sum- ar. Fleirum treysta þau sér reyndar ekki til að taka á móti. Gera má ráð fyrir því að 60-70 manns hlaupi lengstu leið- ina. Upphaf hlaupsins má rekja til þess að Aðalsteinn Örn Snæþórsson, kennari í Lundi og hreppsnefndarmaður í gamla Kelduneshreppi, viðraði á sínum tíma hugmyndina; víðavangshlaup frá Dettifossi niður í Ásbyrgi, sem yrði kallað Jökulsárhlaup. Hreppsnefnd Kelduneshrepps sam- þykkti hugmyndina og síðan var látið á það reyna hvort einhverjir mættu og þá varð ekki aftur snúið. Hjónin Stefán Viðar og Helga búa á bænum Garði 1 í Kelduhverfi, um 14 kílómetrum vestan við Ásbyrgi, þar sem þau eru bæði með starfsaðstöðu. Stefán er landvörður á svæðinu. Hann er reyndur maraþonhlaupari. Hlaupa eða hjóla í vinnuna Hjónin hlaupa oft í vinnuna eða hjóla. „Það er alveg ein- stakt að fá að hlaupa hér úti í náttúrunni. Við hlaupum að minnsta kosti einu sinni í viku í Ásbyrgi sjálfu; yfir veturinn kemst maður ekki á stígana en nú er bleytan að fara úr þeim og við Stefán farin að hlaupa á fullu.“ Hún segist oft hlaupa í hádeginu að vetrinum, þegar birtu nýtur. Þríþrautin sem áður var nefnd er í ágúst og þar þreyta ’ Malbikið er víðsfjarri en þess í stað hlaupið um stígakerfi þjóð- garðsins; fyrst um mela og grófar klappir, síðan eftir moldargötum í grónu landi og eftir göngustígum, sem margir eru gamlar fjárgötur, í fallegum birkiskógi. Ljósmynd/Þór Gíslason Mætum öll - Ekkert um okkur án okkar Fundur um velferð fatlaðra Nú í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna óma loforð stjórnmálaflokka um stræti og torg: „Eitt samfélag fyrir alla“, enginn „svangur og án húsaskjóls“, allir eiga að hafa „sómasamlegt lífsviðurværi“ og staðinn verður vörður um „góða grunnþjónustu“. Hvað felst í þessum loforðum? Öryrkjabandalag Íslands heldur opinn fund um velferð fatlaðra þriðjudaginn 25. maí kl. 16-19 á Hilton Reykjavík. Fulltrúar í framboðum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu svara spurningum um áherslur þeirra og forgangsröðun í málefnum fatlaðra. Táknmálstúlkar verða á staðnum og tónmöskvakerfi. Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is HVERJU LOFA FLOKKARNIR? KREPPU LOFORÐIN

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.