SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 24
F yrirsögnin gæti hljómað: Lífrænt leysiefni veldur tugmilljarða tjóni. Lesandinn ræki upp stór augu og dytti í hug umhverfisslys á borð við olíulekann í Mexíkóflóa. Lífræna leysi- efninu, sem hér um ræðir var hins vegar ekki hellt niður, menn helltu því í sig. Árleg byrði Íslendinga af neyslu áfengis og vímu- efna er á bilinu 53,1 til 85,3 milljarðar króna samkvæmt útreikningum, sem Ari Matt- híasson gerði í meistararitgerð sinni í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands, Þjóð- félagsleg byrði af áfengis- og vímu- efnaneyslu. Þessi munur á kostnaðartölum veltur á því hvaða verðmiði er settur á mannslífið. Tjónið samsvarar á milli 3,1% og 5% af landsframleiðslu. „Ég var í þrjú ár tæp framkvæmdastjóri hjá SÁÁ og kynntist þar þessum hluta af heilbrigðisgeiranum,“ segir Ari þegar hann er spurður hvað hafi rekið hann til að taka þetta efni fyrir í ritgerðinni. „SÁÁ rekur meðferð fyrir ríkið og ég kynntist því hversu gífurlegur fjöldi Íslendinga hefur farið í meðferð á þessum þrjátíu árum frá því að SÁÁ var stofnað. Þórarinn Tyrfings- son hefur haldið mjög vel utan um þessar tölur hjá SÁÁ og ég fór að grafa ofan í þær. Við vitum talsvert mikið um þennan hóp og það vakti áhuga minn að fjalla um þessi mál þegar ég fór í meistaranám í heilsu- hagfræði. Ég þekkti þennan geira og hafði séð hvernig þessi sjúkdómur leggst með mikilli áþján á fjölskyldur og samfélagið allt. Og ég taldi að svona athugun myndi gagnast.“ Ari segir að umfangið hafi hins vegar ekki komið sér á óvart. Erlendar rann- sóknir bentu til þess að kostnaðurinn vegna áfengis- og vímuefnaneyslu væri á milli tveggja og átta prósenta af þjóðarfram- leiðslu á ári. Upplýsingarnar, sem koma fram í ritgerð Ara um það tjón, sem neysla ólöglegra vímuefna og áfengis veldur samfélaginu, eru sláandi. Nokkur dæmi: 48% af öllum banaslysum í umferðinni á árunum 2004 til 2008 má rekja til ölvunar og vímu- efnaneyslu og 28% af öllum umferð- arslysum. Karlar eru 16 sinnum líklegri til að fá fangelsisdóm og konur 52 sinnum ef viðkomandi er með áfengis- og vímuefna- vanda. 51% þeirra, sem komu á bráða- móttöku LSH árið 2008 um helgar voru Kostnaðurinn af völdum áfengis og vímuefna er gríðarlegur fyrir þjóðfélagið. Vímugjafar kosta tugi mannslífa á hverju ári og skilja eftir sig slóð brotinna fjölskyldna og einstaklinga. Ari Matt- híasson reiknaði út byrðina, sem þjóðfélagið ber vegna áfengis og vímuefna. Karl Blöndal kbl@mbl.is undir áhrifum áfengis og vímuefna. 11,6% karla og 3,3% kvenna á Íslandi drekka hættulega mikið og um 1% notar vímuefni í óhófi. Þetta eru um 8,5% af öllum Íslend- ingum eldri en 15 ára. Hvers virði er mannslíf? „Við útreikningana á kostnaði vegna bana- slysa og dauðsfalla þarf að reikna út hvers virði líf er. Ein leiðin er að horfa á hag þjóðfélagsins og reikna út framleiðslutapið. Hvenær er maður að framleiða? Segjum til sjötugs. Er hann þá einskis virði þegar hann deyr eftir sjötugt? Er þjóðfélagið jafnvel að græða á því? Það má skipta ævinni í þrjú skeið, fyrstu 20 til 25 árin er verið að koma einstaklingnum til manns, síðan er maður að framleiða til 65-70 ára aldurs og eftir það tekur maður út aftur. Niðurstaðan verður dálítið hrollvekjandi. Meðalaldur þeirra, sem deyja úr krabbameini, er til dæmis um 68 ára, rétt fyrir eftirlaunaaldur. Með- alaldur þeirra, sem deyja af völdum áfengis- og vímuefnaneyslu er lágur, 53 ár, þannig að við missum stóran hluta aftan af framleiðslu ævinnar. Hjá Hagstofunni fást upplýsingar um það hvað hver ein- staklingur leggur að meðaltali til þjóð- arbúsins með framleiðslu sinni að frá- dregnu meðalatvinnuleysi, meðalörorku og svo framvegis. Samkvæmt þessu kostar hvert dauðsfall um 80 milljónir og það er varfærnislegt mat. Í öðrum rannsóknum hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að virði lífs liggi á bilinu tvær til sex milljónir dollara og þá er- um við farin að tala um mörg hundruð milljónir króna út af einu dauðsfalli. Ég miðaði hins vegar við áttatíu milljónir og gekk úr frá því að einstaklingarnir deyja að meðaltali 53 ára úr slysum og sjálfsvígum og síðan má rekja um helming morða til neyslu. Svona reiknar maður sig áfram, tekur andlát, kostnað í umferð- inni, og allt í einu er maður kominn í tíu milljarða á ári. Þá er eftir að taka dómskerfið og lög- gæsluna. Þá þarf að taka brotaflokka, sem eru bara út af neyslu vímuefna og áfengis. Smygl er augljóst, einnig ölvunarakstur, ofbeldi, kynferðisofbeldi, barnaofbeldi. Það er sláandi hvað fórnarlömb kynferðisof- beldis eru oft ofurölvi. Það er hræðilegt.“ Ari kveðst hafa reynt að setja tölu á alla þá þætti, sem honum hugkvæmdust. „Ég held að áfengisneysla þjóðarinnar í gegnum aldirnar hafi dregið úr Íslend- ingum allt þrek. Bestu strákarnir okkar fóru í nám til Danmerkur, urðu fyllibyttur og komu ekkert aftur, eða urðu ónýtir prestar, sauðdrukknir einhvers staðar. Svona hefur þetta því miður verið alla tíð.“ Ari kveðst hafa reynt að áætla hversu margir drykkju í óhófi. „Í spurningakönnun lýðheilsustöðvar á líðan og heilsu Íslendinga kom sláandi staðreynd í ljós. Sjö og hálft prósent ís- lensku þjóðarinnar fer á fyllirí einu sinni til tvisvar í viku. Mér finnst það óskaplega mikið og sömuleiðis hvað stór hluti þjóð- arinnar drekkur sig í minnisleysi á hverju Víman kostar tugi milljarða Ari Matthías- son: „Ég held að áfeng- isneysla þjóð- arinnar í gegn- um aldirnar hafi dregið úr Íslendingum allt þrek.“ M orgunblaðið/Ernir ’ Bestu strákarnir okkar fóru í nám til Danmerkur, urðu fyllibyttur og komu ekkert aftur, eða urðu ónýtir prestar, sauð- drukknir einhvers stað- ar. Svona hefur þetta því miður verið alla tíð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.