SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 34
34 23. maí 2010 undarlegt hljóðið í steypuvélinni: duff, duff, duff, duff, bang, bang, duff, duff, duff, duff, bang, bang, en bankið kom alltaf hinum megin úr vélinni. Steini skríður upp á steypuvélarbelginn sem snerist jafnt og þétt með duffinu og bankinu, en í þann mund sem hann áttar sig á því að banghljóðið kom vegna grjóthnullungs sem var látinn veltast inni í belgnum til að steypukleprar fest- ust ekki, þá dettur hann ofan í belginn og horfði nú ekki vel, kallarnir í kaffi. En nú breyttist hljóð frá vélinni og það var duff, duff, duff, duff, bang, bang, hjálp, hjálp, duff, duff, duff, duff, bang, bang, hjálp, hjálp. Til allrar Guðs lukku fer fólk hjá vélinni og heyrir að það er barn inni í steypuvélinni. Það er rokið upp til handa og fóta og barnið tosað út í heiminn á ný og því komið í skyndi til Arngríms læknis: „Umhumm, um- humm, umhumm, kemur hann enn,“ sagði Arngrímur að vanda og „hugðu að drengnum, Gulla mín, haltu honum inni í nokkra daga.“ Áður en nokkrir dagar voru liðnir kom olíubíll í bæinn og Steini Gun slapp út til þess að hanga aftan í olíubílnum, það var toppurinn. Allt gekk að óskum til að byrja með, en allt í einu, þar sem olíu- bíllinn er að aka yfir brúna í bæjargilinu, missir Steini takið og steypist í gegnum brúarhandriðið niður í ána. Þaðan var honum dröslað upp skömmu síðar og farið með hann til Arngríms læknis. „Umhumm, umhumm, kemur hann eina ferðina enn,“ sagði Arngrímur. Besti veiðitúrinn En það er alltaf von á einni frá Hrólfi vél- smið Hraundal, sagnalistin sem þeir hafa svo gaman af Grundfirðingar. Hrólfur var í vinahóp að segja frá skemmtileg- ustu ferðinni sinni, en hann er mikill ferðagarpur: „Það leið að hausti og Helga mín var hætt að jagast í mér að fara með sig í ferðalag. Og allt í einu áttaði ég mig á því að hún var hætt að sýna mér alls konar ódýra möguleika og haustlitirnir voru að koma fram hér á norðurhjara. Mér fannst þeir fallegir og þá kemur gæsaveiðitím- inn og rjúpnaveiðitíminn, sem ég reynd- ar hef svo lítinn tíma til að sinna. En besti veiðtúrinn minn var 1961 þegar ég ásamt félögum mínum Erni og Braga fór frá Vopnafirði í Atlavík. Við fengum gamlan bónda til að aka okkur á herjeppa frá því úr stríðinu, 1942-módel. Þetta var ágætur kall og bíllinn góður, enda Ford. Upphaflega hafði þetta verið herjeppi með tuskuhúsi, en nú var á honum trékamar eins og var notaður í Öræfunum til að kúka í þegar ég kom þar fyrst. Við héldum sem leið lá inn fyrir Vopnafjörð og upp með Bustarfelli og í humátt norður og vestur Vopnafjarðarheiði og svo var stefnan tekin á Möðrudal og þaðan á fjallgarðinn niður á Jök- uldal. Eftir Jökuldalnum hossuðumst við og klofuðum ár. En það var okkur á þeim tíma eðlilegt svo við tókum ekkert sérstaklega eftir því. En þegar við skyndilega lentum á pallsléttri timburklæddri Lagarfljótsbrúnni sungu helvítis ormarnir í aftursætinu: Brúin er úr spýtu, brúin er úr spýtu, lallalala, lallalala, brennivínið er búið og Hrólfur fær ekki neitt, lallalala.“ Þeir þorparar stálu sem sagt af mér mínum þriðjung og ég varð súr. Þegar við komum í Atlavík þá stóðu þeir hvorki á höndum né fótum, voru eiginlega bestir á nefinu eða herðunum. Ég var súr og axlaði allar byrðar nema það sem þeir töldu sig ráða við. Þar kom sögu þessa leiðangurs að framundan var tjald og heyrðist þaðan stúlknasöngur og kvennahjal. Þar fyrir framan leist mér vel að tjalda. En félagar mínir lögðu koll- húfur og sögðu fussumsvei og vildu tjalda inni í skógi. Ég tók því stóran hring í erfiðustu skógarflækjunni og þreytti þá svo sem ég hafði vit til, en kom svo með þá aftur þangað sem fallega kvennahjalið var og þar tjölduðum við á þeim sama stað og ég hafði lagt til áður. Þeir sofnuðu ekkert en létu mig í friði fram undir morgun, en þá heyrði ég hlátrasköll stúlku og rann á hljóðið. Þar stóðu félagar mínir heldur aumk- unarverðir og hressileg stúlka í grárri kápu stóð þar á þúfu og hló að þeim. Það skipti engum togum að þessa stúlku ætl- aði ég að eiga. Ég sagði því: „Stúlka mín, ef þú hefur ónæði af þessum peyjum eða ert í vandræðum, þá komdu bara til mín.“ Hún hvessti á mig græn augun og sagði: „Far þú nú bara til andskotans,“ og svo hoppaði hún af þúfunni og var skyndilega horfin í skóginn, hún Helga mín, sem síðar varð.“ Morgunblaðið/RAX ’ En nú breyttist hljóð frá vélinni og það var duff, duff, duff, duff, bang, bang, hjálp, hjálp, duff, duff, duff, duff, bang, bang, hjálp, hjálp. Á göngu í átt að bænum. Í fjarska er Mýrarhyrna og Kerlingin röltir heiðina. P lató hélt því fram að á fornöld hafi verið til þrenns konar tegundir af manneskjum. Sem sagt ekki bara karlar og konur. Samkvæmt skilgreiningum Platós voru manneskjur á fornöld samansettar af tveimur pörtum; karl og karl, karl og kona, og kona og kona. Lengi vel var fólk almennt mjög ánægt með þetta fyrirkomulag og lítið var um kvartanir. Þeir félagar Plató, Hómer, Sókrates og „vinir“ þeirra í Samtökunum ’78 fyrir Krist hefðu eflaust viljað vera uppi aðeins fyrr. En einhverra hluta vegna ákvað svo guð að breyta ríkjandi fyrirkomulagi og skar alla í tvennt. Ekkert múður. Og það tók hann auðvitað ekkert langan tíma vegna þess að hann er guð. Og guð getur gert alveg rosalega margt í einu, eins og við vitum. Sem ýtir auð- vitað enn frekari stoðum undir það að guð sé kona. Þegar guð var búinn að skera alla í tvennt, sagði hann að nú væru bara til karlar annars vegar og konur hinsvegar og ef fólk ætlaði að rugla saman reitum eða hefði áhuga á því að kom- ast í snertingu við hvort annað, þyrfti það að giftast. Kirkjan greip þetta hugtak fegins hendi og gerði sér mat úr. Kirkjan ákvað þó að setja þak á þetta fyrirkomulag því almennt bann var sett við því að konur gætu gifst konum og karlar körlum. Ég veit ekki af hverju þetta þróaðist svona en kirkjur hafa í gegnum tíðina ekki verið neitt sérstaklega hliðhollar hommum og lesbíum. Reyndar gengið svo langt að kalla homma og lesbíur kynvillinga. Sem er líka svolítið spes vegna þess að maður hefur heyrt af nokkrum kynverum innan ýmissa safnaða (eða Byrgja) svona í gegnum tíðina, sem sýnt hafa villimanns- lega framkomu, og þá á ég við mun alvarlegri hluti en að prestur sé skotin í öðrum presti, sem er þegar öllu er á botninn hvolft ekkert svo villimannslegt. En þetta var náttúrulega alveg brilliant hjá kirkjunni að gera sér mat úr giftingunni og eigna sér hana. Gifting er eitt besta marketing stönt sem fundið hefur verið upp. En ég hef aldrei áttað mig á hvers vegna kirkjunni hef- ur verið svona illa við homma og lesbíur. Ég meina ef þú lít- ur á giftingu sem bisness þá er í raun kirkjan að ýta frá sér bisness með þessum hætti. Ætti kirkjan ekki frekar að opna þetta bara uppá gátt og leyfa hverjum sem er að gifta sig? Þetta er svona svipað og ef íslenska ríkisstjórnin tæki ákvörðun um að hækka ekki skatta til að koma hagkerfinu almennilega af stað. Já, nei, slæmt dæmi. Auðvitað hækkar maður allt upp úr öllu valdi og lætur millistéttina borga brúsann. Ekki er hægt að hækka skattana á unga liðið, það er allt farið. Einhver verður jú að borga. Og kirkjan getur auð- vitað ekki gift bara alla. Það myndi enda með ósköpum. Tveir giftir hommar, það náttúrulega gengi aldrei. Þeir gætu farið sér á voða. En segjum að þetta sé rétt hjá Plató, að það hafi verið til þrjár tegundir af fólki áður en guð og síðan kirkjan skárust í leikinn (og ég meina Plató var enginn vitleysingur) – erum við þá öll meira og minna hálf? Er þessi endalausa makaleit karla og kvenna, hvort sem verið er að leita að körlum eða konum, einfaldlega vegna þess að við erum að leita að „hin- um rétta helmingi?“ Og ef guð meðvitað skar okkur öll í helminga, hvers vegna í ósköpunum kom hann þá ekki upp einhvers konar númerakerfi til að auðvelda okkur þessa leit? Ókei, segjum sem svo að þetta sé bara rétt hjá Plató, að allir eigi sinn rétta helming einhversstaðar þarna úti, er þá ekki svolítið sérstakt að þér sé í framhaldi bannað að giftast hon- um? Það meikar eiginlega bara engan sens. Eins og reyndar svolítið margt þessa dagana. Betri helming- urinn Pistill Bjarni Haukur Þórsson ’ Ég meina ef þú lítur á giftingu sem bisness þá er í raun kirkjan að ýta frá sér bisness með þessum hætti. Ætti kirkjan ekki frekar að opna þetta bara uppá gátt og leyfa hverjum sem er að gifta sig?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.