SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 6
6 23. maí 2010 Það eru eðlileg viðbrögð við áföllum af öllum toga að tala um þau. Rannsóknir sýna að það er mjög hollt fyrir fólk, bæði andlega og líkamlega, að tala um þau. Að sama skapi hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu og líðan fólks að bæla niður neikvæða reynslu, að sögn Sjafnar Ágústsdóttur, sálfræðings hjá Miðstöð sálfræðinga í Hafnarfirði. En hvers vegna er það gott fyrir fólk að tala um svona lagað? Gömul máltæki halda jafnvel hinu gangstæða fram, að fólk eigi að bera harm sinn í hljóði og ekki bera tilfinningar sínar á torg. „Samkvæmt sálfræðilegum kenningum þróum við með okkur hugkerfi um okkur sjálf, aðra, lífið og til- veruna,“ segir Sjöfn. Sem dæmi um hugkerfi nefnir hún þá trú að ekkert slæmt komi fyrir gott fólk. Eða að ekkert slæmt komi fyrir mann sjálfan, heldur hendi það bara aðra. „Þessi hugkerfi eru til staðar áður en svona áfall verður. Og áfallið, hvers eðlis sem það er, getur tvístrað þessum þessum hugmyndum sem við höfð- um,“ segir Sjöfn. „Þess vegna eru það mjög eðlilegt að upp komi svona ágengar hugsanir um atburðina. Þær kalla á að við förum í gegnum það sem gerðist og vinnum úr því, til að aðlaga það þeim hug- myndum sem við höfðum fyrir eða breyta þeim. Ef okkur tekst ekki að vinna úr þessu getur það við- haldið vanlíðan okkar, af því að þessar hugsanir koma upp aftur og aftur og vekja kannski sterk til- finningaleg viðbrögð í hvert sinn.“ Minningarsíður um nýlátið fólk eru hluti af þessu. Fólk upplifir áfall og þarf nauðsynlega að tjá sig um það. Int- ernetið er handhægasti vettvangurinn til þess og án frekari umhugsunar fer fólk að segja frá reynslu sinni þar. Dauðinn er líka ennþá tabú, sem umræðuefni. Sumu fólki finnst óþægilegt að ræða hann eða kann það ekki. Finnst það ekki fá stuðning frá öðrum þeg- ar það talar um hann. Á internetinu skapast farvegur ti lað ræða um slíka hluti. „Ungt fólk er alið upp við að geta skrifað á netið. Það frelsi sem netið gefur þeim er hluti af þeirra veruleika. En það er kannski á okkar ábyrgð sem er- um eldri og reyndari, að kenna þeim að nýta þann vettvang af meiri ábyrgð,“ segir Sjöfn. Eðlilegt að vilja tjá sig um hræðilega atburði Sjöfn Ágústsdóttir N úorðið eru minning- arsíður oft settar upp á netinu, ekki síst á samskiptavefnum Fa- cebook, til að heiðra minningu nýlátins fólks. Þetta gerist helst þegar slys verða, eða fjallað er um andlát fólks í fjölmiðlum af öðr- um ástæðum. Oft berast tíðindin þá fljótt um allan bæ, en ef til vill ekki til þeirra sem standa næst. Hægt er að taka ímyndað dæmi: Þú ert í útlöndum og ákveður að setjast inn á kaffihús til að kíkja á tölvupóstinn. Sjá hvað er að gerast heima á Íslandi. Þú ferð inn á Facebook. Þú flettir í gegn- um tilboð, spjallþræði og ým- islegt fleira. Svo rekurðu augun í eitthvað undarlegt. Þér hefur verið boðið að gerast félagi í hópi, sem heiðrar minningu bróður þíns. Þú skilur fyrst um sinn ekki við hvað er átt. „Vinnuslys? Hvaða vitleysa er þetta? Hann hringdi í gær til að spjalla.“ Þú lest meira og meira. „Hvenær? Núna í morgun? Og hundrað manns búnir að votta honum virðingu sína?“ Og síminn svarar ekki heima hjá honum. Örvænt- ingin tekur öll völd... Allur gangur er á því hverjir stofna svona minningarsíður. Vinir, kunningjar eða jafnvel fólk sem þekkti hinn látna ekki neitt. Oftast er það þó ungt fólk. Kröft- ug umræða er um þetta á netinu og fólk fylkist ýmist með eða gegn minningarsíðum af þessu tagi. Þótt fólki gangi gott eitt til geta þessir minnisvarðar verið bæði ótímabærir og óviðeigandi. „Ættingjar þurfa að tryggja að enginn fái dánarfregnina með op- inberum hætti, sem á að fá hana persónulega,“ segir Bjarni Karls- son, sóknarprestur í Laugarnes- kirkju. Oft kemur það í hlut presta að hjálpa til við að koma skilaboðunum til aðstandenda. „Það verður óbætanlegt tjón í sál- arlífi fólks ef það fær vondar fréttir, sem breyta lífi þess var- anlega, með kuldalegum hætti,“ segir hann. Erla Guðmundsdóttir, prestur í Keflavíkurkirkju, tekur í sama streng. Stundum taki það nokkra daga að ná í nánustu aðstand- endur. Sumir eru úti á sjó, aðrir í útlöndum. Ástæðurnar geta verið óteljandi. „Hvernig áttu að tilkynna móður um andlát barnsins henn- ar, ef hún er utan landssteinanna og ekki umkringd ástvinum? Það getur komið upp að það verði að bíða átekta eða að einhver verið að leggja á sig ferðalag þvert yfir veröldina til að færa henni frétt- irnar,“ segir Bjarni. Erla segir líka að aðstandendur taki svona minningarsíðum yf- irleitt ekki sem neinni vanvirð- ingu af ásettu ráði. Frekar sé fólk ósátt við að fá ekki að vera með í ráðum, ósátt við hversu fljótt þetta er gert og einnig við það hvers konar myndir af hinum látna eru notaðar á síðunni, ef það er gert. „Þeir sem nota þessi samskipti til að takast á við áföll eru svolítið að fjarlægjast mannlega þáttinn. Það þarf alltaf að vera vettvangur til að vera saman og tala saman um það sem gerst hefur. Mér finnst þessi mannlegi þáttur vera svolítið að gleymast, af því að þetta gerist allt við tölvuna,“ seg- ir Erla. Fólk þurfi að læra að nota þennan nýja fjölmiðil, sem netið er. Það er svo auðvelt að misskilja Bjarni er á sama máli. „Það er ekki víst að tilfinningarnar sem við höfum, þegar við skrifum, yf- irfærist á textann svo annað fólk skilji hann eins og við sjálf.“ Hann segir að þegar fólk hittist augliti til auglitis séu samskiptin á miklu breiðari grunni en á net- inu.„Þá skiljum við miklu betur samúð og samhygð í gegnum lík- amlega nærveru. Þess vegna er svo mikill vandi að tjá sig um mikilvæg tilfinningaleg málefni á netinu. Það er hægt að túlka texta á svo misjafnan máta.“ Við lestur á minningarsíðum fann blaðamaður setningar á borð við „ég þekkti hann ekkert en vil minnast hans hér“ og „ég sam- hryggist :)“ Svona mætti lengi telja. Samúðarkveðjan með bros- kallinn fyrir aftan er til dæmis margræð. Er þetta vinalegt, hlýtt og hughreystandi bros? Eða er þetta kaldhæðni? Eftir situr óör- yggi og óvissa hjá þeim sem les. „Ég sam- hryggist þér :)“ Váleg tíðindi á ekki að bera fólki á netinu Þegar slysin verða þarf að færa aðstandendum fréttirnar með réttum hætti, persónulega og af nærgætni. Morgunblaðið/ÓmarVikuspegill Önundur Páll Ragnarssononundur@mbl.is Á einni minningarsíðunni á Facebook má sjá athugasemd frá að- standanda látins manns. Hann þakkar þar kærlega fyrir allar kveðj- urnar og segir mikla huggun hafa verið í því að lesa þær allar og sjá hvað mörgum þótti vænt um hinn látna. Anna Kristína Lobers, 18 ára nemi í Verzlunarskóla Íslands, á sæti í ungmennaráði SAFT, sem fjallar um örugga netnotkun barna og unglinga. Hún segir að margar svona síður séu í góðu lagi. Hins vegar sé alveg nauðsynlegt að bíða í nokkra daga áður en þær eru settar upp. „Svona síður eru kannski góð leið til þess að fjölskyldan fái að vera í friði. Þegar fjölskyldan hefur fengið að anda aðeins og átta sig á því sem er búið að gerast, getur hún farið inn á svona síðu og séð kveðjurnar frá fólkinu,“ segir Anna Kristína. Þannig sé hægt að senda kveðjur, án þess að allir séu að hringja í fjölskylduna. „Krökkunum hlýtur náttúrlega að líða illa, fyrst þau eru að þessu. Þetta eru kannski vinir þeirra sem hafa dáið. En þau þurfa bara að finna réttu aðferðina,“ segir hún. Það sé hræðilegt ef aðstandendur frétti um slys og dauðsföll á netinu. Sömuleiðis segir hún samskipti á netinu oft flókin. Það sé auð- velt að verða misskilinn á netinu og ungt fólk lendi oft í því. Eins er formið á samskiptum svo skrýtið á netinu. Hvað þýðir það til dæmis ef maður gerist „aðdáandi“ minningarsíðu eða ýtir á „like“ við innlegg þar? „Það getur verið að þú sért að gera grín að manneskjunni. Það er ekkert gefið. Þú getur sagt eitthvað sem verður algerlega misskilið því það sér enginn hvernig þú hagar þér á meðan þú segir það,“ segir Anna. Gott ef rétt leið er farin Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Ferðinni er heitið til Tíróls í Austurríki og Bæjaralands í Suður-Þýskalandi, með viðkomu í Sviss. Þetta er ferð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að njóta fjöllóttra byggðarlaga Alpanna, kynnast sérstæðri menningu og einstöku landslagi. Hér hafa innfæddir búið við erfiða búskaparhætti í gegnum aldirnar og er sérstök upplifun að koma í sel. Flogið er til München og haldið sem leið liggur til Austurríkis þar sem gist er í 2 nætur. Siglt verður yfir vatnið Bodensee, sem er á meðal stærstu vatna í Evrópu, og gist við vatnið í eina nótt. Seinni hluta ferðar verður gist í 4 nætur í syðstu borg Þýskalands, Kempten. Í ferðinni verða heimsfrægir ferðamannastaðir skoðaðir, en auk þess munum við njóta einstaks ævintýralandslags og notalegrar menningar og mannlífs. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Verð: 158.200 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Í fjallasölum 5. - 12. ágúst SUMAR 7 Alpanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.