SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 37

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 37
23. maí 2010 37 Ljósmyndar ferfætlingana Hún játar að vissulega fari mikill tími í dýrin, en telur það ekki eftir sér. „Ég er ekki í neinum frístundum nema bara hestamennskunni svo ég hef alltaf tíma fyrir dýrin. Ég hef reyndar mikinn áhuga á ljósmyndun og tek mikið af myndum af dýrunum.“ Myndirnar setur hún svo gjarnan á vefinn, en hún heldur úti vef- síðu um Smáholtsræktunina auk þess sem hún er virk á spjallþráðum um gælu- dýr. Það er því óhætt að segja að Dórót- hea sé heltekin af dýrunum og ýmsu sem þeim fylgir. Það er kannski ósanngjarnt að spyrja hvaða dýr séu skemmtilegust en Dórót- hea tekur vel í að svara slíkri fyrirspurn. „Ég verð að segja hestarnir því ég fæ miklu meira út úr þeim en kanínunum og hömstrunum.“ Svarið kemur hins vegar á óvart þegar Dóróthea er spurð hvort það sé einhver dýrategund sem hana langi að eignast. „Mig langar í sebra- hest,“ segir hún án þess að hika. „Ég veit ekki af hverju – ég hef bara alltaf heillast af þeim því þeir eru svo fallegir.“ Hún viðurkennir að vita ekki alveg hvað hún myndi gera við sebrahest ef svo ólíklega vildi til að draumurinn rættist. „Senni- lega bara hafa hann með hinum hest- unum,“ segir hún svo. Og það fer ekkert á milli mála hver framtíðarplönin eru hjá hinum unga dýrahirði Dórótheu. „Ég ætla að reyna að halda áfram með ræktunina og vera áfram með kanínur þegar ég verð stærri. Síðan þegar ég er orðin fullorðin ætla ég að verða tamningamaður eða dýralækn- ir.“ Það þarf ekki mikið að sinna þeim Korku og Kolgrímu enda eru þær miklar útikisur. Dóróthea viðurkennir að fá mest út úr hestunum og hér er hún með vinkonu sinni Aríu. Hamsturinn Embla er vön fyrirsæta. ’ Um tíma var ég með 30 hamstra og 18 kanínur en núna er ég bara með einn hamstur og tvær kanínur. Nagdýr hafa áunnið sér sinn sess hjá mannskepnunni Þegar í lok 19. aldar voru nag- dýr orðin þekktur hluti af dýra- haldi mannskepnunnar, ekki síst sem tilraunadýr á rann- sóknarstofum, bæði í tengslum við hegðunarrannsóknir og lyfja- próf. Þannig fengu rottur, mýs, marsvín og hamstrar nýtt og kannski lítt öfundsvert hlutverk í samskiptum við manninn, sem uppgötvaði að þau þrjú síðasttöldu voru róleg, vinaleg og auðveld í umönnun. Rottan hins vegar fékk fljótlega þann stimpil á sig að búa yfir mestu hæfileikunum til að læra alls- konar „trix“. Á tuttugustu öldinni varð svo sprenging í vinsældum nagdýra sem lítilla gæludýra sem höfð voru í búrum inni á heimilum fólks. Víða voru stofnaðir áhugamannaklúbbar sem lögðu stund á ræktun, héldu sýningar og veittu upplýsingar um nagdýr. Æ fleiri fjöl- skyldur áttuðu sig á því hversu hentug þessi dýr voru sem búrdýr í íbúðum í bæjum og borgum, og mörg börn kynntust umönnun dýra í fyrsta sinn með því að verða stoltir eig- endur að mús eða gullhamstri. Óljósara er hvað leiddi til þess að maðurinn fór að halda kanínur. Sumir hafa giskað á að veiðimenn sem hafi veitt héra hafi tekið unga þeirra með sér heim til fjölskyld- unnar, en hérar lifa villtir víða um heim. Kanínur eru þannig heimilisútgáfa héranna en talið er að villihérinn hafi fyrir mörg hundruð árum verið taminn þannig að hann varð að húsdýri. Í framhaldinu voru kanínur hafðar í búrum og fóðraðar í þeim tilgangi að gefa af sér kjöt og skinn. Slíkt kanínuhald var mjög algengt í síðari heimsstyrjöldinni bæði í Evr- ópu og á Norðurlöndum. Í dag eru kanínur hins vegar fyrst og fremst hafðar sem gæludýr og hafa ólíkar kan- ínutegundir verið fluttar á milli landa. Þannig hefur undirtegundum þeirra fjölgað í hverju landi fyrir sig, en muninn á þeim má t.a.m. merkja á eyrnalagi þeirra, stærð og gerð feldarins. Víða hafa verið stofnaðir áhugamannaklúbbar sem stunda ræktun og halda úti sýningum og nokkrir þeirra standa m.a.s. fyrir hoppikeppnum fyrir kanínur. Heimild: www.dyrenett.no Úr tilraunabúrum og gildr- um í faðm fjölskyldunnar Stökkmýs eru mjúkir, sætir og hlýir smávinir. Kettir og hundar hafa ekki haft orð á sér fyrir að vera hrifnir af hvorum öðrum en engu að síð- ur eru fjölmörg dæmi um góð- an vinskap milli slíkra dýra sem lifa í sátt og samlyndi inni á heimilum fólks. Í grunninn eru þetta vissu- lega ólík dýr sem úti í nátt- úrunni væru bitrir féndur og lifðu í ólíkum samfélögum. Rannsókn sem gerð var við Há- skólann í Tel Aviv í Ísrael árið 2007 sýnir hins vegar að hundar og kettir þurfa ekki allt- af að elda grátt silfur saman heldur geta þvert á móti átt vinsamlegt samband. Í rannsókninni var spurningalisti lagð- ur fyrir fólk sem var bæði með hund og kött á heimilum sínum auk þess sem fylgst var með atferli og samskiptum dýranna inni á heimilunum. Niðurstöð- urnar sýndu að hundar og kettir höfðu svipaða hæfileika til að eiga vinsamlegt samband við hvorn annan en kyn dýrs- ins hafði lítil áhrif á þessa hæfileika. Nokkur atriði virtust ýta undir að kett- ir og hundar gætu orðið góðir vinir. Þannig var líklegra að gott samband myndaðist ef kötturinn flutti inn á heim- ilið á undan hundinum og ef dýrin kynntust strax á unga aldri, þ.e. áður en hundurinn varð sex mánaða og fyrir eins árs afmæli kattarins. Þá benti rannsóknin til þess að meirihluti kattanna og hundanna sem fylgst var með skildi líkamstjáningu hvors annars, jafnvel í þeim tilfellum þar sem hún var mjög ólík. Dæmi um slíkt er t.d. þegar dýrin dilla rófunni eða skottinu. Í tilfelli kattarins er það merki um reiði en hundurinn sýnir gleði með áköfu dilli. Þá er eðlilegt hjá köttum að stara sem í hundaheimum er túlkað sem hótun. Þar gilti einnig það lögmál að því yngri sem dýrin voru þegar þau fluttu saman, því betur lærðu þau á líkams- mál hvors annars. Eru hundar og kettir alltaf eins og hundur og köttur? Því yngri sem dýrin eru, því líklegri eru þau til vináttu. Þegar náttúrulegir fjandvinir læra að lifa í góðri sátt

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.