SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 29
23. maí 2010 29 Þ að er enginn hörgull á neikvæðum fréttum til að fylla síður dagblaðanna á þessum síðustu og verstu tímum. En það gefur ekki endilega rétta mynd af þjóðlífinu. Og það vekur óneitanlega athygli að samkvæmt nýrri rannsókn eru íslensk ungmenni upp til hópa ánægð með lífið, þrátt fyrir barlóm og kreppu, og að hamingjan hefur farið vaxandi frá áramótum. Í viðtali Orra Páls Ormarssonar í Sunnudagsmogganum segir Bryndís Björk Ásgeirs- dóttir, lektor við HR, að skilaboðin sem felast í niðurstöðum rannsóknarinnar séu skýr: „Íslenskar fjölskyldur eru að taka hlutverk sitt alvarlega og upp til hópa að standa sig mjög vel. Það er gömul saga og ný að íslenska þjóðin þjappi sér saman við áföll.“ Það er eftirtektarvert að samverustundum og samræðum barna og foreldra hefur farið jafnt og þétt fjölgandi undanfarinn áratug. Árið 2000 sögðust 36% stúlkna vera oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar og 37% drengja. Í vor svöruðu 57% stúlkna og 55% drengja þessari spurningu á sama veg. Sama gildir um samverustundir unglinga og foreldra utan skólatíma á virkum dögum. Þetta eru góðar fréttir. Það er mikilvægt að börn og unglingar fari ekki á mis við lærdóm kynslóðanna. Þess vegna eru samverustundirnar svo mikilvægar, ekki aðeins við foreldr- ana heldur líka afa og ömmu, sem muna tímana tvenna og þrenna. „Þú varst að spyrja um lífið,“ sagði séra Árni Pálsson þegar leitað var í smiðju til hans í úttekt á hamingjunni í Sunnudagsmogganum í ársbyrjun 2008. „Þetta undur að fá að vera til og vera til. Tilfinningin að lifa er náttúrlega óskaplega mikið undur ef maður hugsar um það einn eða með sjálfum sér. Og þá hugsar maður: Hver er ég? Til hvers er ég fæddur? Og til hvers er ætlast af mér? Auðvitað að ég standi mig í lífinu, þjóni lífinu. Það er það sem brennur á manni – að maður þjóni lífinu. Komi þannig fram við alla að engin skömm sé að því. Og maður hefur skyldur við lífið. Maður finnur það með sjálfum sér, þegar maður veltir því fyrir sér, að maður hefur skyldur við lífið – að nýta hæfileika sína og þroska þá. Og takast á við það sem maður hefur ætlað sér.“ Bryndísi Björk verður ekki orða vant þegar hún veltir andlegri heilsu þjóðarinnar fyrir sér og það má sækja hvatningu í orð hennar. „Það þarf þrautseigju til að líða og anga vel þrátt fyrir áföll eða erfiðleika. Þrautseigja er mjög verðugt markmið fyrir einstaklinga jafnt sem samfélög. Rannsóknir hafa sýnt að þrautseigja byggir á hversdagslegum en mik- ilvægum þáttum, svo sem úrlausnarmiðuðu hugarfari, góðu sjálfsmati, sterkum tengslum við samfélagið og síðast en ekki síst stuðningi fjölskyldu og vina. Íslendingar eru greini- lega þrautseig þjóð.“ Þrautseig þjóð „Þegar aska er hreinsuð upp einn daginn og svo er allt svart yfir að líta næsta morgun styttist í vonleysið.“ Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands og sérfræðingur í áfallahjálp, um ástandið undir Eyjafjöllum. „Guðjohnsen.“ Nafnið sem José Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, gaf Eyjafjallajökli í vikunni, þar sem nafn eldfjallsins fór illa í munni. „Allir bentu á Gumma, en ég gat ekki horft upp á það ef hann myndi klúðra þessu. Þannig að ég tók ráðin í mínar hendur, tók stóra bróður á þetta.“ Ingólfur Þórarinsson Veðurguð sem tók fram fyrir hendurnar á Guðmundi bróður sínum í sigurleik Selfyssinga á KR. „Ef þú ert ekki nógu stór stelpa til að sofa hjá mér, þá ertu ekki nógu stór fyrir þessa leikprufu.“ Orð sem leikkonan Charlotte Lewis hefur eftir kvikmyndaleikstjóranum Roman Polanski. „Nei, ég var aldrei skáti. Ég reykti ábyggilega allt- of mikið til þess.“ Leifur Hákonarson, sem er víðförull og afkastamikill göngugarpur. „Við höfum skorað alveg helling af mörkum á æfingum.“ Grétar Ólafur Hjartarson, framherji Grindvíkinga, sem ekki eru komnir á blað eftir þrjár umferðir á Ís- landsmótinu. „Ég elda ekki sjálf, frekar myndi ég svelta.“ Bandaríska kvikmyndaleikkonan Megan Fox. „Við vitum að þetta er siðlaust en það eru líka áhöld um að þetta sé löglegt.“ Ögmundur Jónasson alþingismaður um kaup Magma Energy á HS Orku. „Það er engin ástæða til að draga hann hingað ef hann er ekki í formi.“ Ólafur Jóhannesson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, sem valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í hópinn fyrir vináttu- leikinn gegn Andorra. „Segja má að svörtustu spár hafi ræst.“ Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra um stöðuna í ferðaþjón- ustunni. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal nokkurs góðs, er til staðar en ekki við völd. For- sætisráðherrann er augljóslega úti á þekju í stærstu málum og þaðan er enga leiðsögn að fá, enda búið að breyta forsætisráðuneytinu úr efna- hagsráðuneyti yfir í jafnréttisráðuneyti, án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það. Rann- sóknarskýrsla Alþingis sýndi fram á að eina ástæðan til þess að ekki var hægt að bjarga ís- lensku bankakerfi, þótt vilji hefði staðið til þess, var sú að þeir voru ónýtir. Höfðu verið étnir upp innan frá. Stóðu eins og nýmáluð glæsibygging með alla innviði fúna. Þeir voru með öðrum orð- um gegnumspilltir. Bankar, sem voru reistir á rústum þeirra, eins og Landsbanki Íslands og Ar- ion banki, hafa gert hina gömlu spillingu að virk- ustu verklagsreglunum hjá sér. Þeir njóta því einskis trausts. Þetta hefur gerst í skjóli ríkis- stjórnar sem segist horfa sorgbitin hjá þegar nýj- ustu ósköpin eru hverju sinni borin undir hana. Hún hafi því ákveðið að skipa starfshóp til að undirbúa störf nefndar, sem ræði við sérfræðinga og fagfólk um að gera drög að reglum sem síðan verði borin undir siðfræðinga og stjórnmálafræð- inga sem séu handgengnir ríkisstjórninni, sem muni óðara taka málið fyrir í málstofu sem verði með færustu fyrirlesara og verði ræður þeirra gefnar út á prenti og þær verði síðan afhentar þeim starfshópi sem getið var í upphafi setning- arinnar. Flokkarnir muni svo í framhaldinu setja á laggirnar umbótahópa innan sinna vébanda sem muni skila áliti eigi síðar en í nóvember næst- komandi og verði þá niðurstöður þeirra afhentar formlega framtíðarhópi Dags B. Eggertssonar sem muni eigi síðar en 2020 útskýra innihald þeirra í eins löngu máli og frekast er unnt. Það er auðvitað merkilegt að allir skuli ekki sjá í hendi sér að landinu verður ekki stjórnað betur en þetta. Af þessum augljósu ástæðum verðum við betur búin en allir aðrir undir þá kröppu bylgju kreppunnar, sem talið er líklegt að skelli á fyrr en varir. Ætli Guð sé til viðræðu um að blessa Ísland aftur? Lára Katrín í bæjar- ferð í rigningunni. Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.