SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Page 43

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Page 43
23. maí 2010 43 E nginn trúi ég að vilji vera án tungu og mikil er and- styggð þeirra sem tungu- skáru fólk hér forðum í refsingarskyni. Þessi næmi og blóðríki vöðvi í munninum hefur ekki aðeins það hlutverk að hjálpa okkur að tyggja og kyngja matnum sem við látum upp í okkur. Tungan veitir okkur líka með bragðlaukum sínum þá sælu sem fylgir því að velta í munni og njóta bragðgóðrar máltíðar. Svo ekki sé minnst á öll þau skilaboð sem hún sendir til heilans þegar eð- alvín er drukkið, til dæmis makalausa blöndu af fjósi, jörð, timbri, berjum eða hverju öðru sem vínsérfræðingar nefna þá skynjun. En dýrmæti tungunnar er ekki síst fólgið í því að hún gefur okkur málið, þetta sem skilur okkur frá málleysingjunum. Án hennar gætum við ekki tjáð tilfinningar okkar og hugs- anir. Hún er dýrmætt samskiptatól. En hún er líka fjölnota fýsnatól. Lítið fútt væri í blautum kossum án tungu. Og svo er engu líkara en hún sé sérhönnuð fyrir munngælur. Ekkert kynlífsleikfang kemst með tærnar þar sem heit og lif- andi tunga hefur hælana. En það er ekki nóg að hafa tungu til að tala eða gæla með, það þarf líka hæfileika til að beita henni. Tungulipurð vegur þungt þegar kemur að samskiptum kynjanna. Hún er sterkt vopn. Tunga getur bæði brotið niður og byggt upp. Röng orð á röngu augnabliki geta steindrepið alla stemningu milli tveggja einstaklinga sem langar að leika. Réttu orðin geta aftur á móti vakið ríkan losta og hitað veru- lega upp fyrir líkamlega snertingu. Orðin sem falla í miðjum ástarleik eru blýþung, þegar allt logar og galopnast fyrir alla skynjun. Þegar tungur mætast ríður ekki síður á að vera tungulipur í þeirri leikfimi. Tunga sem kann ekki að lesa tunguna sem hún hittir í munni einhvers annars, hún þarf að bregða sér í lestrarkennslu. Tungu sem er troðið af offorsi ofan í kok mótleikarans rétt eins og nákvæm hálskirtlaskoðun fari fram, hún kveikir enga unaðselda. Tunga sem hrærir vélrænt í kynfærum í stað þess að gæla af næmi, hún getur bara drullað sér heim. Og tunga sem heldur að hún eigi ekki að gæla við neitt annað en munn og klof, hún er illa að sér í næmum svæðum lík- amans. Tunga sem nennir ekki að vinna, hún fær engin laun. Að lokum má geta þess til gamans að tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd. Tunga steypireyðarinnar vegur allt að 4 tonn … eins gott að mótleikarinn sé af réttri stærð! Töfratólið tungan Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín H úsin við Heiðarbrún í Hveragerði eru nærri hundrað enda skiptist gatan upp í marga botnlanga sem liggja hver í sína áttina. Um 35 ár eru síðan þetta hverfi, sem er austast í bænum, reis en fyrstu hús- in þar voru byggð á vegum Viðlagasjóðs fyrir Eyja- menn sem voru landflótta í kjölfar gossins árið 1973. Svo fór í fyllingu tímans að varanlegri hús voru reist við þessa götu í hruninu og meðal land- nema eru Sigríður Kristjánsdóttir og Gústaf Jón- asson sem búa að Heiðarbrún 1. „Þetta var ósköp frumstætt þegar við fluttum hingað inn. Húsið var nánast hálfbyggt og aðeins svefnherbergin höfðu verið glerjuð. Húsið var að mestu óinnréttað og eldhúsið ekki tilbúið. En þetta kom þetta í áföngum og hafðist með þolinmæð- inni. Fyrsta sumarið okkar vorum við meira að segja með aukafólk og vorum hér sex í húsi þegar best lét,“ segir Sigríður. „Raunar er merkilegt að rifja upp hve margir voru í hverju húsi þegar þetta hverfi var að byggjast upp. Að það væri þrír til fimm krakkar á hverju heimili var mjög algengt þó þessu sé öfugt farið í dag.“ Sigríður er fædd á Skeiðunum. Hún ólst fyrstu árin upp í Kópavogi en fluttist níu ára í Hveragerði. „Mamma er ekkja en lét það ekkert aftra sér. Við bjuggum á Selfossi um tíma en komum svo hingað í Hveragerði árið 1965. Þá dreif mamma, Þorbjörg Guðmundsdóttir, í að byggja hús við Þelamörkina fyrir sig og okkur systkinin. Það fyrirtæki hennar þótti í frásögur færandi enda var hún meðal fólks hér í bænum nefnd „konan sem byggði húsið“ eins og komast var að orði. Sú nafngift fylgdi henni lengi og gerir kannski enn,“ segir Sigríður sem barnsaldri var farin að fylgja móður sinni til starfa við ræstingar á Heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands, sem þá hét svo. Það var upphafið að því sem verða fylgdi, því Sigríður sem er hjúkr- unarfræðingur hefur í áratugi verið starfsmaður þar. Og það er ekki langt að fara, því vinnustað- urinn nánast í næsta húsi við Heiðarbrúnina. Sú var tíðina að önnur akstursleiðin inn í Hvera- gerði lá um Þelamörk og þá var þrætt fyrir hús- hornið hjá þeim Sigríði og Gústaf. „Þessu fylgdi oft mikið ónæði, því hér var umferð allan sólarhring- inn. Gatan var ómalbikuð og í rigningartíð var húsið forugt og eins bílarnir sem stóðu hér fyrir utan,“ segir Sigríður sem bætir því við að afar margt hafi breyst í Hveragerði á undanförnum ár- um. Staðurinn hafi í raun öðlast nýjan svip. Sú var tíðin að velflestar gróðrastöðvanna voru í miðbænum en hafa nú vikið fyrir íbúðarhúsabygg- ingum. „Gróðrastöðvarnar settu svip á bæinn. Heita vatnið var auðvitað grundvöllur þessarar starfsemi og vatnspípurnar lágu á jörðinni þvers og kruss um bæinn. Ég man að þegar við krakkarnir vorum úti að leika okkur á veturna settumst við stundum á þær. Í kuldatíð var oft gott að fá yl á rassinn. Í mörgum stöðvanna var mikið umleikis og fyrir okkur krakkanna var kærkomið að geta fengið þar vinnu á vorin sem gaf ágætan vasapening. Í raun hafa gróðrastöðvarnar og starfsemi þeirra allt- af skipt Hveragerði mjög miklu – sem og starfsemi HNLFÍ, Dvalarheimilisins Áss og Kjöríss. Mér er næst að halda að velfestir bæjarbúa hafi á ein- hverjum tímapunkt tengst þessum fyrirtækjum sem enn eru með umsvifamikila starfsemi.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gatan í hrauninu Hveragerði 2 1 Heiðarbrún Þjóðvegur 1 Br eið am ör k Heiðmörk Breiðam örk La ufs kó ga r Reykjam örk Ölfusborgir Varm á Garðyrkju- skóli NLFÍ 1. Á góðum degi er gaman að fara í fjallgöngu, til dæm- is hér í Reykjafellinu sem blasir við út um eldhúsglugg- ann hjá mér. Fjallið, sem tilheyrir Ölfusinu, er auðvelt uppgöngu enda hafa þar myndast slóðir eftir göngu- ferðir þeirra þeirra mörgu sem þarna príla um. Náttúran á sér allskonar svipbrigði, grastota í fjallinu miðju er lík- ust stígvéli og þetta kennileiti kalla ég Ítalíu. Að ná þangað í góðum göngutúr er ágætt viðmið. 2. Hveragerði er heill heimur út af fyrir sig. Göngustíga liggja um bæinn þveran og endilegan, mér finnst alltaf gaman að rölta hér um og hitta fólk. Flóknara er það ekki. Svo eru líka margar skemmtilegar perlur hér inn- anbæjar, til að mynda skrúðgarðurinn sem er stendur á bökkum Varmár. Og allt á sér sögu; garðurinn er nefndur eftir Gunnari Björnssyni garðyrkjubónda á Álfa- felli er upphafsmaður að ræktun hans þessa græna reit í bænum miðjum. Uppáhaldsstaðir Söngkonan Katy Perry berar á sér tunguna á góðri stundu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.