SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 36
36 23. maí 2010 É g dýrka dýr og mig hefur alltaf langað til að eiga dýr og langar alltaf í fleiri og fleiri dýr,“ segir Dóróthea Unnsteinsdóttir, fjór- tán ára Hveragerðismær, sem óhætt er að segja að sé nokkuð einbeitt í áhuga sínum á alls kyns skepnum. Sjálf á hún vel yfir tuttugu ferfætta vini þegar allt er talið með. „Ég á tíu hesta með fjölskyldunni, svo á ég tvær kanínur og einn hamstur, eina eða tvær kindur en fjölskyldan á fleiri, tvær kisur og einn hund hér heima og svo er annar hundur og tvær kisur í viðbót fyrir vestan í sveitinni minni,“ segir hún og viðurkennir að þó að vinkonur hennar deili dýraáhuga hennar sé þó sennilega engin sem komist í hálfkvisti við hana í skepnuhaldi. Dýraáhuginn er síður en svo nýr af nálinni. „Ég er ekki alveg viss hvenær ég eignaðist fyrsta dýrið mitt. Ætli ég hafi ekki verið sex, sjö ára þegar ég eignaðist fyrsta köttinn. Nei annars, ég átti fyrst kind sem ég fékk þegar ég var pínulítil og svo hefur hitt komið smám saman. Hest- arnir hafa alltaf verið frá því ég fæddist og eins hefur fjölskyldan alltaf verið með kindur.“ Eins og gefur að skilja búa ekki öll dýr- in hennar Dórótheu inni á heimili fjöl- skyldunnar. „Við eigum ekki sjálf fjárhús þannig að við erum með kindurnar okkar hjá frænda okkar sem er vestur í Dala- sýslu. Hluti hestanna er svo hér í Hvera- gerði en afgangurinn í sveitinni hjá syst- ur minni.“ Á fullu í ljósmóðurstörfunum Smærri skepnurnar eru ekki síður spennandi í augum Dórótheu, sem held- ur úti eigin nagdýrarækt undir nafninu Smáholtsræktun. „Um tíma var ég með 30 hamstra og 18 kanínur en núna er ég bara með einn hamstur og tvær kanínur. Önnur þeirra er hins vegar ungafull svo þeim fjölgar væntanlega fljótlega.“ Það verður því mikið að gera í ljósmóður- störfunum hjá Dórótheu á næstunni því önnur kisan á líka von á sér. „Í raun þarf ekkert að fylgjast með eða aðstoða þegar kanínurnar gjóta en ég held að það þurfi stundum hjá kisum. Þetta er í fyrsta sinn sem kisa hjá okkur gýtur.“ Hún segir ganga vel að koma af- kvæmum gæludýranna á heimili þegar tími er kominn til að þau fari út í heim. „Alla vega með kanínurnar því allir ung- arnir eru fráteknir áður en þeir fæðast. Þeir eru hreinræktaðir svo það eru marg- ir sem vilja fá þá og flestir þeirra fara inn á heimili hér í bænum.“ Kanínurnar sem Dóróthea ræktar eru af svokölluðu Lionhead-kyni og hafa fengið nöfnin Atlas og Hope. Kisurnar, Korka og Kolgríma eru „venjulegir hús- kettir“ að hennar sögn en hundurinn á heimilinu, Valía, er blanda af Dalmatian- og Labrador-kyni. Þrátt fyrir að dýrin séu ólík að stærð og eðli lyndir þeim ágætlega saman að hennar sögn. „Kettirnir ólust upp með hundinum svo þeir eru bara bestu vinir. Það hafa ekki orðið neinir árekstrar.“ Ánægjan sem fylgir dýrunum er þeim mun meiri, ekki síst hjá félögum í hverf- inu, svo oft er líf og fjör á heimilinu. „Það er svolítið vinsælt að koma í heimsókn til að klappa og knúsa dýrin, alla vega hjá yngstu krökkunum.“ Sennilega er ágætt að Dóróthea sé með „sæmilega stórt herbergi“ til að koma hjörðinni fyrir en mamma hennar hefur þó séð sig knúna til að setja dýrahaldinu ákveðnar skorður. „Kanínurnar eru úti í litlum kofa því það kemur alveg rosaleg lykt af þeim, en þegar ungarnir koma fær kerlan að koma inn og vera með þá hér inni. Annars eru dýrin inni í herberginu mínu.“ Og þrif og fóðrun sem fylgir fer- fætlingunum er á könnu Dórótheu. „Ég sé um að þrífa undan dýrunum enda þarf ég að sjá um það í staðinn fyrir að hafa þau hérna inni. Og það hefur bara gengið vel. Það þarf að þrífa þrisvar í viku, alla vega hjá kanínunum og hömstrunum. En kisurnar eru bara útikisur svo við erum ekki með kattasand og því er ekki eins mikið um þrif vegna þeirra.“ Morgunblaðið/Ernir Langar mest í sebrahest Það er sennilega ágætt að dýrahirðirinn Dóróthea Unnsteinsdóttir sé í sæmi- lega rúmgóðu herbergi því þar búa, auk hennar sjálfr- ar, hundur, tveir kettir, tvær kanínur og hamstur, auk þess sem hestarnir og kind- urnar í sveitinni eiga sér sinn stað í hjarta hennar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Kanínuparið Atlas og Hope eru und- irstaða ræktunar- innar enda hrein- ræktaðar en hundurinn Valía er blanda af Labrador og Dalmatian. Gæludýr „Hún hefur alltaf verið brjáluð í dýr,“ segir Dagný Karlsdóttir, mamma Dórót- heu, um þann mikla áhuga sem dóttirin hefur á dýrum. „Hún hefur líka verið í tengslum við skepnur frá upphafi því við áttum heima úti í sveit þegar hún fæddist, þótt við værum ekki bændur. Það var alltaf hundur og kettir á heim- ilinu og við höfum alltaf haldið hesta. Svo eru kindur á næsta bæ þar sem bróðir minn býr svo Dóróthea tekur full- an þátt í sauðburðinum og tekur á móti lömbum.“ Dóróthea var ekkert á því að láta deigan síga eftir að fjölskyldan flutti úr sveitinni í Hveragerði. „Hún byrjaði strax að suða um kanínur og hamstra og naggrísi eftir að við fluttum hingað í bæinn,“ segir Dagný. „Svo er hún enda- laust að stilla dýrunum upp og taka myndir af þeim.“ Dagný segir þokkalega þolinmæði ríkja af hennar hálfu í garð þessa mikla dýrahalds. „Svona inni á milli að minnsta kosti. Hún á nú að sjá um þetta að mestu sjálf og gerir það, svona a.m.k. þegar mamma er aðeins búin að nöldra.“ Á kafi í dýrahaldi frá fæðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.