SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 32
32 23. maí 2010 G rundarfjörður og Kolgrafa- fjörður spegla ekki aðeins kvöldsólina á ægifögrum kvöldum Snæfellsness, þeir spegla líka söguna, mannlífið, sorg og gleði, athafnir og æðruleysi. Þessi lands- hluti hefur löngum státað af sögumönn- um; Þórði Sturlusyni á Öndverðareyri, sem sumir telja líklegastan höfund Njálu, og Hrólfi Hraundal í Grundarfirði, sem er einn af afbragðs sögumönnum nútímans, auk Inga Hans alfræðings, svo einhverjir séu nefndir. Einhverju sinni flutti Hrólfur hátíð- arræðu á aðalfundi Slysavarnafélags Ís- lands í Stykkishólmi og vék máli sínu að Grundarfirði: „Stórkostlegast af öllu í Grundarfirði er bakkelsið. Þar eru snúðar svo stórir að þeir eru eins og vörubíls- dekk, vínarbrauðin eins stór og Morg- unblaðið og kleinurnar væri hentugast að nota fyrir göngustaf þegar maður steðjar á móti sunnanáttinni og svo væri til þæginda að fá sér smáköku til að hafa eitthvað að sitja á meðan maður maular nestið.“ Í Grundarfirði er mikið af merkilegu fólki. Merkilegastur af öllum er þó Ingi Hans. Hann gengur um götur með húfu- pottlok, sem er eins og skaftpottur á hvolfi, skreyttur með uppsuðu í öllum litum. Hann er kostulegur, alveg eins og veðrið í Grundarfirði með öllum sínum tilþrifum. Vinur minn Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri frá Fellabæ á Héraði hafði snotur orð um bálviðri í Grund- arfirði. Hann hafði verið þar við einhvers konar jarðboranir og sagði mér að hvergi í heiminum gæti orðið eins hvasst og þar, þeir hefðu jafnvel þurft að binda niður borstangirnar svo þær fykju ekki út í veður og vind. Um Baldur vin minn vil ég segja það að sú borstöng sem vald- ið hefur honum mestum erfiðleikum verður ekki hamin nema renna upp buxnaklaufinni. Nágrannar Grundfirðinga, Grænlend- ingar, spyrja aldrei um veður, einfald- lega vegna þess að það kemur hvort eð er. Í Grundarfirði eru mikil veðrabrigði og í fljótu bragði gæti það virst neikvætt, en það er svo miklu fleira jákvætt við það, því þótt veðurguðirnir eigi til kol- brjálaða takta vegur á móti að það er að öllu jöfnu veðursælt og birtuflæðið ótrú- legt í nálægð fjalla sem kalla á skýjafar og snarpar hviður. Það eru fá byggðarlög á Íslandi sem búa við eins ríka birtuflóru og Grund- arfjörður, síbreytileik birtunnar við fjallabrúnir og flæðandi haf. Austanáttin er blíðust í Grundarfirði og þá getur ekki bara verið logn í firðinum, heldur dúna- logn, og sama á við um norðaustanáttina ef hún stendur nákvæmt, en í suðlægum áttum, suðaustan og suðvestan, geta orðið óskapleg rok og oft vætusamt. En þessar harðskeyttu áttir eru ekki ríkjandi. Þegar sá gállinn er á magna fjöllin vindana svo um munar. Þá heyrast stundum brak og brestir frá Kaldnasa og Hreggnasa í nær 1.000 metra hæð og Helgrindum og skömmu síðar skellur vindurinn eins og hnefi á byggð og búa- lið, oft á mjög þröngu svæði. Í aftakaveðri af sunnan 16. nóvember 1953 feykti vindurinn stóru fiskiskipi, Eddunni, á hliðina á lægi um 300 metr- um frá landi og það sökk. Hluti skipverja komst í nótabát sem hrakti út Grund- arfjörð uns hann strandaði á skerjum við býlið Norður-Bár í Grundarfirði. Átta menn björguðust úr þessum skipskaða en níu fórust og þá nótt urðu 18 börn föðurlaus. Þannig geta veðrin verið verst og fórnirnar dýrkeyptar í veiðimanna- samfélaginu á Íslandi. Árið 1662 byggði hollenskur maður, Jonas Trelund, upp þorp austan núver- andi byggðar í Grundarfirði. Þar eru þekktar rústir um 20 húsa frá 1662-1900, en Trelund lét byggja húsin í kringum torg og er það eina slíka byggðin á Ís- landi sem vitað er um. Þar var lögfestur einn af fyrstu sex kaupstöðum landsins árið 1786 ásamt Reykjavík, Ísafirði, Ak- ureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Þeir framsæknu í söguvernd Grund- arfjarðar vilja gera þar sögugarð með sýnilegum rústum við torgið góða og til- heyrandi göngustígum. Fjölskrúðugt mannlíf Fjölbreytnin í náttúrunni er í fullu veldi í Grundarfirði og umgjörð hans, þessum frambærilega fjallahring sem toppar allar skartgripabúðir heimsins, og þessi fjöl- breytni flýtur á milli fjöru og fjalls, allt frá fengsælum fiskislóðum steinsnar frá landi, kræklingum á skerjum, í ósum sandmaðkur sem áður var eina hráefni heimamanna til beitu. Grösugar grundir eru allt um kring, gjöful vötn með silung og ál og fuglalíf með glaðlyndi margra tegunda. Vinalegur og hlýr er bæjarbrag- urinn, indælt fólk, dugmikið, opinskátt og glaðsinna, fólk sem er gott að vera nálægt af því að vinarþel er því eiginlegt bæði til gesta og gangandi. Síðan kemur allur pakkinn frá Eyr- arfjalli, Klakkurinn, Setberg, Kolgrafa- múli, Hrafnkelsstaðabotn í Kolgrafafirði, Bjarnarhafnarfjall, Grundarmön og á milli Klakks og Eyrarfjalls sést til Stykk- ishólms og Helgafells frá brúnum Briml- árhöfða. Það fer því ekkert á milli mála að menn fá mikið fyrir stutta og þægilega göngu og ekki má gleyma því sem nær liggur í suðri, Víkurkúla, Kistufell þar sem er Einfótungshellir með gulli og ger- semum í forláta kistum, en enginn kemst að gullinu vegna þess að ef einhver reyn- ir að feta sig að Einfótungshelli skellur á slík þoka að það er sama skyggni og inni í miðjum hveitipoka. Þá kemur Kistufell, Kaldnasaborgir og Kaldnasi sem er hæsta fjallið af Kúlunum, 995 metra hátt, þá Hreggnasi, Mýrarhyrna með Mávanúp og svo Helgrindur sem er vægast sagt miður fallegt nafn. Margskonar gönguleiðir eru á svæð- inu, bæði með sjó og til fjalla. Ganga með Krossnesbjargi, yfir Sandvíkina á fjöru, með Brimlárhöfða þar sem Tröllakirkja er og að Lárósnum vestan Brimlárhöfða er ævintýraleið með kynngimögnuðum krafti milliliðalaust beint úr náttúrunni. Kvíabryggjumegin við Brimlárhöfða eru Gálutraðarvatn og Krossnesvatn þar sem er til að mynda áll, þetta sérstæða fyr- irbrigði sem fer alla leið suður í Þanghaf- ið, Saragossahafið, til þess að hrygna og seiðin berast síðan heim með hraða golf- straumsins og í sömu polla og pytti sem ættinni tilheyra. Öndvegishús handrita Þórður Sturluson eignaðist Öndverð- areyri við Kolgrafafjörð og sagnaþul- urinn Sturla Þórðarson fæddist þar, maðurinn sem svo margir kenna Njálu við, Njálu sem er líklega mesta helgirit íslenskrar þjóðar á vettvangi eigin sögu. Sturla fékk Öndverðareyri í arf. Sturla var magnaður, alinn upp á Suðurlandi. Á Öndverðareyri sér fyrir miklum 30 metra löngum skála, þriðja stærsta skála sem þekkist á Íslandi að sögn Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings sem und- irbýr nú rannsóknir á staðnum. Við frumskoðun á sínum tíma taldi Þór Magnússon, þáverandi þjóðminjavörður, að skálarústirnar væru þrjár á Öndverð- areyri. Það verður spennandi að fylgjast með. Öndverðareyri við Kolgrafafjörð er einstaklega öflugt sögusvið. Þórður Sturluson, bróðir Snorra Sturlusonar, eignaðist Öndverðareyri á eftir Steinþóri Þorlákssyni sem var tengdafaðir Þuríðar prúðu, dóttur Snorra Sturlusonar, en á milli Snorra og Steinþórs voru alltaf erj- ur. Þegar Ari fróði var að afla efnis í Ís- lendingasögu sína tók hann hús á Önd- verðareyri til þess að sækja fróðleik til Þuríðar prúðu sem átti þar heima og var allöldruð þegar Ari sækir í sagnabrunn þeirrar fróðu konu. Sagan segir að Þórð- „Vínarbrauðin í Grundarfirði eins stór og Morgunblaðið“ Það er ekki bara bakkelsið í Grundarfirði sem er stórkostlegt, heldur er þar mikið af merki- legu fólki. Þar á meðal eru fjórir sagnamenn af guðs náð. Árni Johnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.