SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 47
23. maí 2010 47 LÁRÉTT 1. Finni stærð líkamshluta með sérstökum framburði. (7) 7. Bera afdrep með fatnaði. (9) 10. Dýr sem er sundur og utan um hæð eða lægð. (11) 11. Sú sem er ekki stærri er gerð dekkri og það er eitt- hvað sem gleymist ekki. (10) 13. Fella næstum því heilagan apa á þessum stað. (9) 14. Rífast um skarpa. (5) 16. Tap á verðmætum í málfræði. (10) 17. Veiðistöðvarnar eru þöglar í stúdíóunum. (10) 19. Meiddi kind sem var í haga. (8) 20. Ummæli sem gera þig frjálsan frá krossgátu. (10) 21. Rannsaka ílát. (5) 25. Réttur handa tveimur í höfuðborg. (5) 26. Partí fyrir þær sem eru ekki gamlar og vilja hluta af frakka. (8) 28. Kemur næstum því að súrefni með hlutdeild. (5) 30. Peningi ungi út í laut. (8) 32. Ekki gömul fær fugl. Það er nýtt. (7) 34. Gera karl brjálaðan með því að blanda. (5) 35. Slæm kemur heim með leyfðum. (7) 36. Kelvin, B.A. og persóna með klafa finna ílát. (7) 37. Sagt er að deigið úr fljótinu birtist um morguninn. (7) 38. L1 fyrir brjálaðan og ruglaðan. (6) LÓÐRÉTT 1. Ómissandi dó úr illgjarnri stjórnmálastefnu. (7) 2. Botna í fleytu sem er við jarðfræðilegt fyrirbæri. (9) 3. Staðsetningu bókabúðar ber oft á góma. (7) 4. Gin-dælur fyrir þægilega. (5) 5. Duglegur fær varning með seðlinum. (9) 6. Stolnir fá logn til að flækjast fyrir svöngum. (11) 8. Stóra nefið á landinu? (10) 9. Kristur fær yl og verður einhvern veginn bundinn for- orði. (9) 12. Sókn í evrópskri stórborg fær sætindi. (10) 15.Frjó maíss eru notuð í frystan mat. (7) 18. Kemur stök í partíið. Það er óhjákvæmilegt. (8) 22. Sá sem er ekki verndaður fær blærinn. (9) 23. Bý til Norðurlandabúa eins og annað. (7) 24. Ökutæki sem kveikt hefur verið í er barnaleikfang. (9) 27. Lára yfirgaf hjáleigurnar fyrir félaga. (8) 29. Með orkunni má fá þær athafnir sem gerast á sviði. (8) 31. Hæfur til að vera á leikvelli? (6) 33. Lík, fyrir hádegi erlendis, einum kroppi. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 23. maí rennur út fimmtudaginn 27. maí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 30. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinn- ingshafi krossgátunnar 16. maí sl. er Ólöf Alda Ólafsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Sex grun- aðir eftir Vikas Swarup. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Ýmsir skákviðburðir hér inn- anlands og utan féllu í skugg- ann af heimsmeistaraeinvígi Anand og Topalov í Búlgaríu. Í Sarajevo tefldu Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason á öfl- ugu opnu móti skipuðu 169 keppendum. Mótið var sérstætt að því leyti að gefin voru þrjú stig fyrir sigur, eitt fyrir jafn- tefli. Hannes var lengi vel í fararbroddi en tapaði í tíundu og síðustu umferð, hlaut 6 ½ vinning eða 18 stig og hafnaði í 24. sæti. Guðmundur Gíslason fékk 5 vinninga og 15 stig og hafnaði í 66. sæti. Bragi Þor- finnsson fékk einnig 5 vinninga en 14 stig og varð í 82. sæti. Sigurvegari varð Hao Wang frá Kína sem hlaut 8 vinninga og 23 stig. Á landsmóti í skólaskák sem haldið var í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur helgina 6. – 9. maí unnu tveir utanbæj- ardrengir sína aldursflokka. Kristófer Gautason frá Vest- mannaeyjum vann yngri flokk- inn og Emil Sigurðarson frá Laugarvatni eldri flokkinn. Skákklúbbur KR er orðin sérstök stofnun í skáklífi Ís- lendinga. Í gamla KR heimilinu við Frostaskjól kemur saman hópur skákmanna á hverju mánudagskvöldi. Mönnum er þar ekki í kot vísað enda öfl- ugir félagsmálamenn innan- borðs, t.a.m. Kristján Stef- ánsson sem er formaður, Einar S. Einarsson og Andri Hrólfs- son. Klúbburinn hefur gert víðreist og teflt í Færeyjum, Danmörku og Skotlandi, ávallt haft sigur en í keppni við Berl- ínarklúbbinn Kreuzberg í Berl- ín á dögunum máttu KR-ingar loks láta í minni pokann. Ólafur Ásgrímsson og Birna kona hans hafa undanfarin ár staðið fyrir skákmóti öðlinga sem hefur dregið til sín fjöl- marga þekkta skákmenn og aðra sem lítið haft teflt op- inberlega. 1. Bragi Halldórsson 6 v. (af 7) 2. Kristján Guðmundsson 5 ½ v. 3. – 7. Eiríkur Björnsson, Jón Úlfljótsson, Haukur Berg- mann, Halldór Pálsson og Magnús Kristinsson 5 v. Kepp- endur voru 40. Bragi lagði Þorstein Þor- steinsson að velli í loka- umferðinni en helsti keppi- nautur hans, Kristján Guðmundsson, gerði jafntefli. Í skákinni sem hér fer á eftir láta keppendur sig ekki muna um að renna upp mikilli teóríu sem rakin er til Botvinnik gamla. Í 23 leik fer Bragi út af sporinu þegar hann leikur –Bf4 í stað 23. Re4 sem er betra. Ekki er allt sem sýnist, Þor- steinn hittir ekki alltaf á besta leikinn, og eftir 28. b3! er hvítur með vel teflanlega stöðu og Þorsteinn hefði sennilega átt að fórna skiptamun í 30. leik, Hxg3. Þar er eins og vopnin snúist í höndum hans og eftir 33. Dh5 er hvítur skyndilega kominn með óstöðvandi sókn: Skákmót öðlinga; 7. umferð: Bragi Halldórsson – Þor- steinn Þorsteinsson Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. g3 Bb7 12. Bg2 Db6 13. exf6 c5 14. d5 b4 15. Ra4 Da6 16. O-O O- O-O 17. a3 Bxd5 18. Bxe5 Re5 19. De2 Hxd5 20. axb4 cxb4 21. Rc3 Ha5 22. Hxa5 Dxa5 23. Bf4 Rd3 24. Re4 Dh5 25. g4 Hg8 26. Bg3 Dxg4 27. f3 Df5 28. b3 Kb7 29. bxc4 Rc5 30. Kh1 Rxe4 31. fxe4 Dc5 32. Hd1 Dc8 ( STÖÐUMYND ) 33. Dh5 De8 34. De5 Dc6 35. Db8+ – og svartur gafst upp, 35. … Ka6 er svarað með 36. Ha1+ og mátar. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Öðlingar að tafli Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.