SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 40
40 23. maí 2010 J óhannes lærði fagið á Vox þegar það var ennþá Icelandair-hótel, hóf nám 2003 og lauk því 2007. „Ég er eignilega búinn að vera á flækingi síðan þá,“ segir Jóhannes, en áður en hann hóf störf á Einari Ben hafði hann meðal annars starfað á Pano- rama, Hótel Rangá og Loftleiðum, og segist reynslunni ríkari eftir flakkið. Jóhannes segir áhuga sinn á mat- reiðslu hafa kviknað í eldhúsinu heima, eins og raunin er með marga kokka. „Eins og hjá bróðurpartinum af mat- reiðslumönnum á landinu hefur maður sennilega bara erft þennan áhuga úr eldhúsinu hjá mömmu, með því að fylgjast með og fikta og smakka. Ég held að það sé einmitt til mynd af mér sex ára með kokkahúfu. Þannig að þetta hefur alltaf svona blundað í mér, áhug- inn á matreiðslu. Ég kannski áttaði mig ekki á því að leggja þetta fyrir mig fyrr en ég var búinn að dandalast nokkur ár í menntaskóla, þá ákvað ég að slá til og sækja um að fara á samning.“ Ótakmarkaður áhugi Jóhannes segist hafa mjög fjölbreytt áhugasvið þegar kemur að matreiðslu en viðurkennir að ef hann þyrfti að nefna eitthvað eitt þá væri það ný-skandinav- ísk matargerð. En hvað felst í henni? „Ný-skandinavíski pakkinn gengur út á að nota eins ferskt og gott hráefni og þú getur fengið, eins nálægt sjálfum þér og þú getur, það er svona meginatriðið. En ef það er eitthvað sem fæst ekki í ná- grenninu þá reynir maður að taka það frá Norðurlöndunum að minnsta kosti.“ Jóhannes segir það liggja í augum uppi að á mjög sérhæfðum veit- ingastöðum sé öll áhersla á viðkomandi matargerð, en á þeim stöðum þar sem boðið er upp á fjölbreyttara úrval verði matreiðslumaðurinn að vera tilbúinn í allt. „Það er voða erfitt að sérhæfa sig eitthvað þegar maður er á svona litlum veitingastað. Það er voða erfitt að hafa bara áhuga á desertum eða bara áhuga á kjöti í þessu fagi, maður þarf að vera tilbúinn til að hafa áhuga á öllu,“ segir Jóhannes. Ekkert vesen Hann segir mikið eldað á sínu heimili, en það sé langt í frá að hann sé sjálfur duglegur í eldhúsinu heima. Stundum þurfi maður einfaldlega að skilja vinn- una eftir í vinnunni. „Ef maður er búinn að vera allan lið- langan daginn í eldhúsinu og kemur svo heim, þá langar mann ekkert rosalega að fara að standa í einhverju veseni. Eldar bara eitthvað fljótlegt. Heima legg ég mest upp úr því að maturinn sé bara fljótlegur og góður.“ Heima eldar hann mikið af kjúklinga- réttum á borð við þann sem hann eldaði fyrir blaðið, en það eru einnig aðrir réttir sem hann grípur til þegar hann vill setja eitthvað fljótlegt saman. „Ég baka oft pítsu; ef maður á deig í frysti er maður enga stund að græja hana. Fiskur er líka góður, ef maður nennir að fara að kaupa hann er hann mjög þægilegur og fljótlegur,“ segir Jóhannes og bætir því við að hann eldi gjarnan fyrir for- eldra sína því honum finnist sérstaklega leiðinlegt að elda fyrir einn. En hver er svo uppáhaldsmaturinn hans? „Þetta er spurning sem maður á aldrei að spyrja matreiðslumann,“ svarar hann og hlær. „Það er hægt að tala um uppá- haldskjöt eða uppáhaldskrydd, en uppá- haldsmatur …“ En þá eitthvað gamalt og gott úr eld- húsinu hjá mömmu? „Ef það er eitthvað sem er sérstaklega gaman að fá hjá mömmu, þá verð ég að segja fiskur í raspi með heimalagaða re- múlaðinu hennar.“ Jóhannes segist sjálfur leggja mikla áherslu á að gera allt sem hægt er frá grunni, en hann ráðleggur samt fólki að láta eldamennskuna alls ekki vaxa sér í augum. „Fyrsta eldhúsráðið sem mér dettur í hug er að vera ekki að mikla hlutina fyrir sér. Uppskriftir eru til dæmis ekki meitlaðar í stein. Langt í frá.“ Þegar Jóhannes Proppé eldar heima, leggur hann áherslu á að maturinn sé fljótlegur og góður. Sex ára með kokkahúfu Jóhannes Proppé er matreiðslumaður á veitinga- húsinu Einari Ben í Veltusundi. Hann segir áhuga sinn á matreiðslu ekki einskorðast við neitt ákveðið svið og viðurkennir að hann sé alls ekki duglegur við eldamennskuna heima við. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Matur ’ Þetta er spurning sem maður á aldrei að spyrja mat- reiðslumann. Það er hægt að tala um uppáhaldskjöt eða uppáhaldskrydd, en uppáhaldsmatur … Veitingahúsið Einar Ben í Veltusundi er nefnt eftir at- hafnamanninum og skáld- inu Einari Benediktssyni og hefur um margra ára skeið verið einn af vinsælustu veitingastöðum borg- arinnar. Staðurinn komst á Go to lista hins virta Food and Wine Magazine árið 2008 og hlaut Wine Specta- tor verðlaunin sama ár. Að sögn Jóhannesar er lögð megináhersla á ís- lenska matreiðslu í eldhús- inu á Einari Ben. „Við reyn- um að halda matseldinni eins íslenskri og við getum. Við eltum uppi allt íslenskt hráefni sem hægt er að fá, og tökum það sem er þjóð- legt og íslenskt og reynum kannski að uppfæra það aðeins.“ Einar Ben
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.