SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 8
8 23. maí 2010 E kki var við því að búast að Bandaríkja- menn tækju því þegjandi og hljóðalaust að múslimskur innflytjandi frá Líbanon yrði krýnd Ungfrú Bandaríkin, líkt og gerðist á dögunum. Aursletturnar ganga nú yfir hina 23 ára gömlu Rima Fakih sem brugðist hefur til varna. Það er raunar gömul saga og ný að púrítanar vestra reyni að koma óorði á nýkrýndar fegurð- ardrottningar og draga „vafasama“ fortíð þeirra fram í dagsljósið. Frægt var þegar Vanessa Williams þurfti að afsala sér titlinum 1984 vegna gamalla nektarmynda, 2006 var Tara Conner send beint í meðferð og í fyrra komst Carrie Prejean í hann krappan vegna bólfimimyndbands. Sú hin sama skapaði líka usla þegar hún lýsti því yfir að hjóna- band ætti að vera milli karls og konu. Umræðan um fortíð hinnar nýkjörnu fegurð- ardrottningar hefur aftur á móti leiðst inn á áður óþekktar brautir. Menn hafa nefnilega gert því skóna að Rima Fakih sé hryðjuverkamaður með bein tengsl inn í Hezbollah-hreyfinguna alræmdu í Líbanon. Hafa bandarískir bloggendur nánast farið af hjöruliðunum vegna málsins. Fakih er fyrsti innflytjandinn sem fer með sigur af hólmi í keppninni um Ungfrú Bandaríkin en hún flutti þangað með foreldrum sínum þegar hún var þriggja ára. Fakih fæddist í litlu þorpi í Líbanon og heyrir til stórri ætt shíta-múslima og talið er að einhverjir ættingjar hennar séu handgengnir Hez- bollah. Systir Rima, Rana Fakih, fullyrðir á hinn bóginn að þannig sé því ekki farið með fjölskyldu sína. Hún haldi bæði íslömsk og kristin gildi í heiðri og hafi aldrei tekið afstöðu í trúarbragða- stríðinu sem löngum hefur skekið Líbanon. „Við erum þekkt fyrir umburðarlyndi okkar,“ segir Rana en systir hennar gekk um tíma í kaþólskan skóla í New York, þar sem systkinin ólust upp. Það er líklega engin tilviljun að á úrslitakvöldinu var Rima Fakih spurð hvort tryggingar ættu að greiða fyrir getnaðarvarnapilluna. Hún var alfarið á því enda pillan dýr. „Pillan er eins og hvert annað lyf.“ Hvort fegurð hennar jókst við þetta svar skal ósagt látið en önnur ummæli Rima Fakih eru þegar orðin fleyg: „Það er fegurðin sem vekur athygli þína en persónuleikinn sem vinnur hjartað.“ Heyr, heyr ... Rana Fakih segir systur sína ítrekað hafa orðið fyrir barðinu á fordómum, einkum eftir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001. „Við erum mjög stolt af því að vera líbansk-bandarísk og fögnum því að Rima hafi náð þessum árangri þrátt fyrir andstreymið, álagið og staðlaða ímynd af aröbum og Líbönum. Það var ekki auðvelt fyrir hana að ná þessu takmarki en það tókst,“ segir Rana en fjöl- skyldan flutti fyrir nokkrum árum til Michigan. Rima Fakih hefur líka mátt glíma við hefð- bundnari úrtölur en eftir að hún var krýnd Ungfrú Bandaríkin vakti útvarpsstöð í Detroit á vefsíðu sinni athygli á eggjandi myndum af henni í súlu- dansi á herraklúbbi árið 2007. Rima ræfillinn var fljót til andsvara, gekkst vissulega við myndunum en upplýsti að þær væru teknar á kynningarkvöldi fyrir konur sem vinur hennar á téðri útvarpsstöð hefði gengist fyrir. Hún hefði aldrei unnið fyrir sér sem súlumær. „Eins og sjá má eru þetta ekki skemmtilegustu myndir sem sögur fara af en ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut af mér,“ sagði Rima í samtali við miðilinn Today. Donald Trump, eigandi fegurðarsamkeppninnar vestra, var líka snöggur að stíga inn í atburða- rásina. Lýsti því yfir að ekkert væri athugavert við ljósmyndirnar, Fakih væri í spjörum á þeim öllum og þær á engan hátt frábrugðnar myndum sem teknar voru af henni fáklæddri í keppninni sjálfri. Og menn deila ekki við Trumparann ... Reuters Engin Hezbollah Fyrsti innflytjandinn, Rima Fa- kih, kjörin Ungfrú Bandaríkin Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rima Fakih tekur við árn- aðaróskum kvöldið góða. Haldlítil klæði þykja ekki hæfa konum í hinum múslímska heimi og óvíst hvernig Rima Fakih yrði tekið spókaði hún sig á baðfötum í Líb- anon, þangað sem hún kemur reglulega til að heimsækja ættingja. Það er hins vegar til marks um umburðar- lyndi foreldra hennar að þeir hvöttu hana með ráðum og dáð til að taka þátt í fegurðarsam- keppnum. Faðir hennar, Hussein, var meira að segja viðstaddur úr- slitakvöldið og gladdist með dóttur sinni. Með samþykki foreldranna www.noatun.is hvítasunnuhelgina Opið alla í Hamraborg, Austurveri og Nóatúni 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.