SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 41
23. maí 2010 41 Þ ýskaland er nyrsta víngerðarland Evrópu þótt vissulega séu vín- þrúgur ræktaðar í Danmörku og jafnvel Svíþjóð. Að flokka þau lönd sem víngerðarlönd væri þó álíka rökrétt og að segja að Hveragerði væri bananahérað. Það eru framleidd frábær freyðivín í Þýskalandi, sem þar heita Sekt. Það eru einnig búin til prýðisgóð rauðvín víða í Þýskalandi. Fyrst og síðast er þó Þýskaland þekkt fyrir hvítvínin sín, þurr sem sæt, sem þegar best lætur eru með þeim bestu í ver- öldinni. Þrátt fyrir það hafa þýsku vínin átt af- skaplega erfitt uppdráttar utan landamær- anna og alltof margir myndu líklega setja samansemmerki á milli þýskra hvítvína og ódýrra, töluvert sætra vína í lægstu gæða- flokkum. Það hjálpar heldur ekki að það er varla nema fyrir innvígða að botna til fulls í þýsk- um vínum. Vínlöggjöfin er flókin og þrátt fyrir tilraunir til breytinga á henni á síðustu árum hefur mönnum ekki öðlast að ryðja þann frumskóg sem hún myndar. Í stórum dráttum má segja að þýsk gæðavín séu kennd annars vegar við þorpið (t.d. Bernkastel eða Nierstein) sem þau koma frá og hins vegar vínekruna. Hér vandast hins vegar málið. Kerfið er nefni- lega tvískipt. Annars vegar er um að ræða hefðbundin „einnar ekru vín“, þar sem allar þrúgurnar koma af einni afmarkaðri ekru í viðkomandi þorpi. Þetta kalla Þjóðverjar Einzellage. Hins vegar gerir kerfið ráð fyrir því að nokkrar ekrur séu flokkaðar saman undir einu nafni. Þetta kalla Þjóðverjar Grosslage. Segjum sem svo að fimm ekrur séu flokkaðar saman í eitt Grosslage. Þó svo að einungis ein þeirra sé í þekktu þorpi, t.d. Bernkastel, þá má kenna vínið við þorpið. Það sem flækir málið enn frekar er að það er engin leið að sjá á flöskunni hvort um Einzellage eða Grosslage er að ræða. Nier- steiner Glöck er þannig ein lítil ekra. Nier- steiner Rehbach er hins vegar hópur af ekr- um. Eina leiðin til að sjá muninn á Einzellage og Grosslage er að læra nöfnin. Fáir Þjóð- verjar leggja það á sig, hvað þá aðrir. Til að kóróna allt er svo til flokkur sem heitir Bereiche. Vín sem flokkuð eru sem Be- reich Bernkastel nýta hið þekkta þorpsnafn Bernkastel en ekrurnar geta hins vegar verið í órafjarlægð frá þorpinu. Og þetta er ekki búið enn. Þjóðverjar flokka vín eftir þroska þrúgnanna, þ.e. syk- urmagni. Lægsti gæðaflokkurinn er Quali- tätswein mit Prädikat, þá kemur Kabinett, síðan Spätlese, Auslese, Trockenbeerenaus- lese og loks Eiswein. Auslese-vín eru yfirleitt orðin mjög sæt og síðustu tveir flokkarnir ná yfir dísæt eftirréttarvín, sem eru einhver helstu tromp þýskrar víngerðar. Þessi flokkun segir ekkert um gæði vín- anna, einungis sætustig. Margir af bestu vín- framleiðendum Þýskalands hafa raunar gef- ist upp á þessum flokkunum og framleiða vín sem vínlöggjöfin setur í allra lægsta flokkinn, Tafelwein. Þetta er sama þróun og átti sér stað í Toskana þegar ofurvín á borð við Tignanello komu fyrst fram. Þau pössuðu ekki við löggjöfina og voru lengi seld í lægsta flokknum, vino di tavola, eða þar til regl- unum var breytt. Verðmiðinn gefur yfirleitt örugga vísbendingu hvort um slík vín sé að ræða. Til að berjast gegn þessu myndaði hópur gæðavínsframleiðenda með sér samtök fyrir nokkrum árum (sem heita hinu þjála nafni Verband Deutscher Prädikats und Qualitäts- weingüter eða VDP) sem notar sínar eigin skilgreiningar. Meðal annars eru bestu ekr- urnar flokkaðar sem Grosses Gewächs ekki ósvipað og Grand Cru-ekrur í Frakklandi. Í Mosel nota menn hins vegar Erste Lage og í Rheingau víkja menn ekki frá hinu forna heiti Erstes Gewächs. Sem sagt, enn ein flokkunin til að gera allt „auðskiljanlegra“. Hvaðan vínið kemur og þrúgan sem er notuð skiptir miklu í Þýskalandi og sömu- leiðis eru sveiflur milli árganga meiri en í flestum öðrum víngerðarlöndum. Langbestu vínin koma í nær öllum tilvikum þegar þrúgan Riesling er notuð. Tvær meginund- antekningar eru á því. Í Franken gera menn frábær vín úr Silvaner og í Baden eru Pinot- þrúgurnar, sem í Þýskalandi heita Spätburg- under. Víngerðarsvæði Þýskalands eru þrettán og þekktust þeirra og best eru svæðin við árnar Rín og Mosel. Riesling-vínin frá Mosel geta þegar vel lætur verið einhver fullkomnustu hvítvín veraldar. Létt en svo sneisafull af ferskum ávexti og arómatík að unun er að og með nægri sýru til að veita þeim nær enda- laust líf, áratug eftir áratug. Rínarvínin, frá svæðunum Ahr, Pfalz, Rheingau, Rheinhes- sen, Mittelrhein og Nahe, eru nokkuð ólík og jafnframt mjög ólík innbyrðis, enda mun stærra svæði. Þau eru yfirleitt þykkari og meiri um sig en Moselvínin. Þau bestu koma frá svæðinu Rheingau, því minnsta við Rín. Önnur svæði sem enginn ætti að láta framhjá sér fara eru Franken og Baden. Því miður gerir hið flókna reglugerð- arumhverfi þýskrar víngerðar og ekki síst tilraun þýsks víniðnaðar til sjálfstortímingar á áttunda og níunda áratugnum, þegar millj- ónum lítra af sætu drasli var dælt á útflutn- ingsmarkaði, að verkum að margir snið- ganga þýsk vín. Þeir sem það gera missa af miklu – því þegar þýsk Riesling-vín eru góð, þurr sem sæt, geta fá hvítvín keppt við þau. Næst: Austurríki. Hið yndislega en ill- skiljanlega Þýskaland Úr Moseldal. Vín 101 Níundi þáttur Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Ernir Innihald: Kjúklingabringur Karrí-paste Skyr Hrein jógúrt Fersk myntulauf Appelsínur Súraldin Ferskt salat 1. Rífið salatið af hausunum, skolið í köldu vatni og þerrið. 2. Skerið niður ferskt grænmeti eftir smekk og bætið út í sal- atið. Gott er að nota t.d. plómutómata, rauðlauk og agúrku. 3. Skerið börkinn af appelsínunum, gott er að reikna með einni appelsínu á tvær manneskjur, og skerið appelsínulaufin frá miðjunni. Kreistið safann úr miðjunni yfir salatið. 4. Tínið nokkur myntulauf af stilkunum og setjið í blandara ásamt lítilli dós af hreinu skyri, þynnið út með jógúrt eftir smekk. Kreistið hálft súraldin út í skyrið. 5. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, hálfa til heila bringu á mann, og steikið á pönnu í lítilræði af olíu. Kryddið með salti og pipar. 6. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúinn, bætið þá karrí-paste saman við, hrærið duglega og takið pönnuna af hit- anum. Hrærið skyrinu saman við. 7. Blandið saman salatinu, grænmetinu og appelsínulauf- unum í stórri skál. Veiðið kjúklingabitana upp úr pönnunni og dreifið yfir, hellið sósunni úr pönnunni í sósuskál og hafið til hlið- ar. Þetta er sumarlegt, fljótlegt og gott. Þessa uppskrift má líka nota sem grunn að öðrum réttum. Til dæmis má skipta kjúklingn- um út fyrir lax eða bleikju, og myntunni fyrir ferska piparrót. Við salatið má meðal annars bæta hnetum, eplum, beikoni, snögg- steiktu spínati, rifnum gulrótum, parmesan eða fetaosti, allt eftir því hvað er til og hugurinn girnist. Romain-salat hentar vel með kjúklingnum, en klettasalat er litlu síðra og jafnvel betra með fiski. Til að flýta fyrir er líka auðvitað hægt að grípa tilbúna sal- atblöndu. Fljótlegt, sumarlegt og umfram allt, girnilegt. Morgunblaðið/Ernir Kjúklinga- og karrísalat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.