SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 51
23. maí 2010 51 Samhliða yfirlitssýningunni í Gerðarsafni kemur út bókin Kvika – Myndverk Hafsteins Austmann 1950-2010. Bókin er í stóru broti og í henni er fjöldi verka listamannsins frá ferlinum auk skrifa Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings og upplýsinga um sýningar og skrif um verk Hafsteins. Hafsteinn ákvað kornungur að helga sig myndlistinni og eftir nám í Handíða- og myndlistaskóla Íslands hélt hann til Parísar, þar sem hann kynntist nýjustu straumum í franskri abstraktlist sem hafði mikil áhrif á framvinduna í listsköpun hans. Eftir heimkomuna árið 1955 hefur Hafsteinn sýnt verk sín með reglulegu millibili, olíumálverk sem vatnsliti. Í seinni tíð hefur hann lagt æ meiri rækt við vatnslitina, sem hafa vakið athygli víða um heim. Hann hefur haldið um 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Ekki að breytast til að breytast Við skoðun á bókinni og sýningunni er forvitnilegt að sjá hvernig Hafsteinn virð- ist hafa gætt þess að festast ekki í lausnum sem hann hefur lært á, heldur heldur áfram að ögra sér til að finna sífellt nýjar lausnir í sköpuninni. „Ef maður breytist ekki er eins gott að hætta bara,“ segir hann um þessa þróun. „Mað- ur á ekki að breytast til að breytast, heldur hætta þegar maður finnur að lengra verður ekki haldið á hverri leið. Ég hef alltaf smokrað mér út ef ég finn að verkin eru farin að ganga sjálfkrafa upp. Þá er ekki lengur gaman að þessu. Ég snarsnýst ekki við heldur vinn mig yfir í eitthvað annað.“ „Ég hef alltaf smokrað mér út ef ég finn að verkin eru farin að ganga sjálfkrafa upp“ Hafsteinn með skúlptúr á fyrstu sýningu sinni í Lista- mannaskálanum árið 1956. þykkt. Hann sagðist eiga að færa Hafsteini Austmann þetta frá Kjarval. Umslagið var fullt af peningum. Ég hafði bara ætlast til þess að hann ætti myndina. Við Kjarval vorum kunningjar meðan báðir lifðu. En ég fór alltaf burtu þegar þriðji maðurinn bættist í hóp- inn, þá fór Kjarval að leika og gera sig allan til. Ég veit ekki hvort þetta var feimni en hann breyttist.“ Við göngum áfram milli olíumálverkanna og stöldrum við frammi fyrir stórum verkum sem Hafsteinn málaði upp úr 1990 og byggjast á sterkum dökkum línum sem afmarka litfleti; þetta eru voldug form. „Hérna birtist kannski skúlptúrinn í mér,“ segir hann hugsi. „Formbyggingin er svo mikilvæg, það er ekki hægt að byggja bara á litunum. Sumir málarar eru sterk- ari í lit, aðrir í formum, en þetta þarf að vinna saman.“ Að lokum spyr ég Hafstein um þá fullyrðingu, sem heyrist af og til, að málverkið sé dautt. Hvað finnst hon- um um það? „Mér er alveg sama,“ segir hann og yppir öxlum. „Það þýðir ekkert að ætla að drepa málverkið með orðum. List margra þeirra sem halda þessu fram hreyfir lítið við mér en getur verið góð fyrir því. Ég er bara að hugsa um eitthvað allt annað og vinn áfram að mínu.“ Á skjánum á neðri hæð Gerðarsafns er formbyggingin tekin að skýrast á striga málarans í bláa sloppnum. Bráðum bætir hann við litum. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.