SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 53
23. maí 2010 53
Undanfarna mánuði hafa menn dundað sér við
að leita að því sem þeir hafa kallað týndu Book-
er-verðlaunin; Booker-verðlaun veitt fyrir
bækur sem skrifaðar voru árið 1970. Málum var
nefnilega svo háttað að framan af voru Booker-
verðlaunin veitt fyrir bækur sem komið höfðu
út árið á undan, en 1971 var reglum breytt mið-
að við bækur sem komu út afhendingarárið. Því
fór eðlilega svo að bækur sem komu út 1970
voru ekki með: 1970 voru veitt verðlaun vegna
bóka frá 1969 og 1971 vegna bóka frá 1971.
Til að bæta úr þessu hafa bækur frá 1970 verið
grandskoðaðar og metnar af áhugamönnum
um Booker-verðlaunin, um 4.000 tóku þátt í
valinu, og birtur langlisti og síðan stuttlisti. Í
lok vikunnar var svo loks kynntur sigurvegari:
James Gordon Farrell fyrir bókina Troubles
sem segir frá hnignandi heimsveldi Breta eins
og það birtist íbúum í smábæ á Norður-Írlandi.
Troubles sigraði með nokkrum yfirburðum;
fékk 38% atkvæða, sem var margfalt meira en
sú bók sem næst kom, en aðrir höfundar á
stuttlistanum voru Muriel Spark, Nina Baw-
den, Shirley Hazzard, Mary Renault og nób-
elsskáldið Patrick White.
Farrell skrifaði þríleik sem kallaður hefur
verið Heimsveldisþríleikurinn og var Troubles
fyrsta bókin í röðinni. Hinar voru The Siege of
Krishnapur, sem kom út 1973, og The Singa-
pore Grip, sem kom út 1978. Farrell fékk Boo-
ker-verðlaunin einnig fyrir The Siege of Kris-
hnapur, en Farrell lést af slysförum 1979.
Vinsældir J.G. Farrell hafa síst minnkað frá
því hann féll frá fyrir þremur áratugum.
Booker-verðlaun fyrir bækur sem voru skrifaðar árið 1970
Farrell og týndi Bookerinn Eymundssson1. Nine Dragons - Michael
Connelly
2. The Monster in the Box -
Ruth Rendell
3. Italian Shoes - Henning
Mankell
4. Pirate Latitudes - Michael
Crichton
5. Ford County - John Gris-
ham
6. Hard Girls - Martina Cole
7. The Doomsday Key -
James Rollins
8. Blindman’s Bluff - Faye
Kellerman
9. Pygmy - Chuck Palahniuk
10. The Girl Who Kicked ... -
Stieg Larsson
New York Times
1. Dead In The Family - Char-
laine Harris
2. The 9th Judgment - Patter-
son & Paetro
3. Innocent - Scott Turow
4. The Help - K. Stockett
5. Deliver Us From Evil - Dav-
id Baldacci
6. Lover Mine - J. R. Ward
7. The Shadow Of Your Smile
- Mary Higgins Clark
8. Hannah’s List - Debbie
Macomber
9. Blue-Eyed Devil - Robert B.
Parker
10. Tell-All - Chuck Palahniuk
Waterstone’s
1. The Short Second Life of
Bree Tanner - S. Meyer
2. Kiss of Death - Rachel
Caine
3. The Return - L.J. Smith
4. Dead in the Family - Char-
laine Harris
5. The Girl Who Kicked ... -
Stieg Larsson
6. Lover Mine - J.R. Ward
7. How Not to Grow Up - Rich-
ard Herring
8. The Lost Symbol - Dan
Brown
9. The Angel’s Game - Carlos
Ruiz Zafon
10. The Return - L.J.
Bóksölulisti
B
retinn Lee Child hefur slegið í
gegn með spennusögum sínum
og Jack Reacher, söguhetja
hans, er töffari af guðs náð. Jaxl
sem maður vill vera með í liði og alls ekki
fá upp á móti sér. Fæddur sigurvegari sem
gefst aldrei upp.
„Jack Reacher er karlmannlegur eins og
John Wayne, fær eins og Jack Bauer, með
líkamlegt atgervi á borð við John Rambo
og jafn svalur og Dirty Harry,“ segir gagn-
rýnandi Sunday Times um kappann. Irish
Times bætir um betur og segir hann vera
„Clint Eastwood, Mel Gibson og Bruce
Willis allir pakkaðir saman í einn“. Þessar
lýsingar tala sínu máli og eru langt því frá
að vera orðum auknar.
Spennusagan Friðlaus eða Gone To-
morrow á frummálinu gerist að mestu í
New York, borginni sem aldrei sefur og
hvílist í það mesta yfir hánóttina. Borginni
sem margir dá og dýrka en fáir þekkja í
raun út og inn. Lee Child lýsir umhverfinu
reyndar mjög vel og á þann hátt að les-
andinn telur sig kannast við hvern krók og
kima, þótt það sé auðvitað af og frá þegar á
reynir. Hver man til dæmis eftir að hafa
tekið eftir gömlum hjöllum við 58. stræti,
fimm hæða veðurbörðum múrsteins-
húsum, flögnuðum, molnuðum, flekk-
óttum og heldur hrörlegum? „New York-
borg. Þrjú hundruð og tuttugu fermílur.
Tvö hundruð og fimm þúsund ekrur.“
Lýsingarnar eru algjör snilld og lesandinn
heldur að hann sé í hringiðunni miðri en
hann sér bara það sem hann vill sjá. Og er
samt sennilega engu nær en það skiptir
engu heldur sagan og framganga hennar.
Frásögnin hefst í fámennum vagni neð-
anjarðarlestar klukkan tvö að morgni og
spennan eykst með hverjum viðkomu-
staðnum. Fljótlega virðist ljóst að einhvers
konar endalok séu í nánd og þegar þau
eiga sér stað hefst atburðarás, sem lýkur
með uppgjöri í lokin. Áður en að því kem-
ur fylgist lesandinn með miklum eltinga-
leik, þar sem margir koma við sögu en
fæstir eru til frásagnar í sögulok. Mögnuð
spenna frá byrjun til loka.
Jack Reacher er stefnulaus eftir að hafa
verið úti á lífinu, en lestarferðin breytir
gangi mála svo um munar. Hann er með-
höndlaður eins og harðsvíraður glæpa-
maður og ljóst er að aðeins töffarar eins og
hann þola yfirheyrslur eins og hann má
ganga í gegnum. En hann er enginn
venjulegur töffari, kann allt, er viðbúinn
öllu og veit hvernig best er að bregðast við
hverju sinni, skilur allt og getur allt. Af
lýsingunum í bókinni mega sumir fara að
biðja bænir sínar.
Friðlaus heldur lesandanum við efnið
allan tímann og það er erfitt að leggja bók-
ina frá sér fyrr en sagan er öll. Ótrúlegt að
venjulegt atvik í heimsborg skuli hafa
þessi áhrif en oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi og Lee Child tekst svo sannarlega að
árétta það í þessari spennusögu. Í stuttu
máli mikil spenna, harka, viðbjóður og
grimmd.
Jack Reacher er töffari af guðs náð
Bækur
Friðlaus
bbbbn
Eftir Lee Child.
Eiríkur Örn Norðdahl þýddi.
JPV útgáfa 2010. 260 bls. Kilja.
Steinþór GuðbjartssonLee Child, höfundur Friðlauss.
Fyrir nokkru las ég bókina Segðu mömmu að
mér líði vel eftir Guðmund Andra Thorsson.
Þar er á ferðinni mjög vel skrifuð bók sem rat-
aði að sjálfsögðu í næsta afmælispakka. Í
minningunni var þessi bók eins og að hlusta á
tónlist … eða drekka vatn.
Ég hef nýlokið lestri á bókinni Harmur
englanna eftir Jón Kalman Stefánsson. Það er
ekki laust við að mér hafi verið nokkuð kalt
við lesturinn enda mikill veðrahamur á síð-
unum. Satt best að segja vissi ég ekki að hægt
væri að koma fyrir svona miklum snjó í einni
bók. Endirinn kom mér nokkuð á óvart og nú
er ég spennt að sjá hvort næsta bók gerist í
raunveruleikanum eða í heiminum að handan.
Í augnablikinu er ég með þrjár bækur í tak-
inu. Búin að glugga í byrjunina á þeim öllum
og velti því fyrir mér hver þeirra verður lesin
fyrst. Þetta eru bækurnar Boðskort í þjóð-
arveislu eftir Bjarna Bjarnason, Missir eftir
Guðberg Bergsson og Árstíð í helvíti eftir
Rimbaud í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar.
Allar lofa þær mjög góðu. Í raun þyrfti ég að
setja Árstíðina í forgang því sú bók hefur nú
þegar safnað himinháum bókasafnssektum.
Hins vegar togar Missir mig til sín og freist-
andi að hleypa henni fram fyrir. Ég var mjög
glöð að frétta af útgáfu þeirrar bókar því ég
tel hana mikilvæga vörðu í áttina að því að
Guðbergur fái nóbelinn. Ég hef sem sagt þá
kenningu að einn daginn muni hann fá nób-
elinn og þá verður gaman að sjá undrunar-
svipinn á mörgum (og gaman fyrir mig að
segja „ég vissi það!“). Kannski yrði í fram-
haldinu opnað Guðbergssetur í Grindavík þar
sem hægt væri að kynnast gráu hversdagslífi
og kaupa soðinn fisk, skorinn við nögl. Bókin
hans Bjarna er greinasafn um menningu og
íslenska hugsun. Það verður spennandi að sjá
hvað hann hefur að segja um þau mál enda
frumlegur penni þar á ferð.
Það eru nægar kræsingar framundan því í
hillunum bíða mín fleiri bækur eins og tvær
nýjustu skáldsögurnar hennar Kristínar Óm-
arsdóttur Hér og Hjá brúnni, bókin Horfðu á
mig eftir Yrsu Sigurðardóttur og Afleggjarinn
eftir Auði Övu Jónsdóttur svo eitthvað sé
nefnt. Jón Leifs horfir til mín alvarlegur á svip
af kápu nýjustu ævisögu sinnar og hún verð-
ur eflaust lesin næsta vetur.
Lesarinn Sigurlín Bjarney
Gísladóttir rithöfundur
Nægar kræsingar
framundan
Þegar Guðbergur fær nóbelinn verður gaman að
sjá undrunarsvipinn á mörgum.
Morgunblaðið/Sverrir