SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 4
4 23. maí 2010
Celtics hafa í vetur verið sterkari
á útivelli en heimavelli og töpuðu
báðum leikjum sínum þar gegn Or-
lando. Tölfræðin er hins vegar á
bandi Celtics. 14 sinnum í sögu
NBA hefur liði tekist að sigra eftir
að hafa tapað fyrstu tveimur leikj-
unum í úrslitakeppni. Aðeins
þremur hefur tekist það eftir að
hafa tapað fyrstu tveimur leikj-
unum á heimavelli. Boston hefur
aldrei tapað eftir að hafa unnið
fyrstu tvo leikina. Gangi það eftir
bíða úrslitin og væntanlega Los
Angeles Lakers, sem urðu þessu
sama liði Boston að bráð fyrir
tveimur árum.
Lakers stóðu sig mun betur en
Boston í vetur og voru með þriðja
besta árangurinn í deildinni. Í
þeirri viðureign verður litið á Bost-
on sem lítilmagnann líkt og 2008.
Pau Gasol, miðherji Lakers, var
svo miður sín eftir tapið á móti
Boston að hann hefur verið í
tveggja ára styrktaræfingum til
að ná utan á sig vöðvum til að
geta tekið á móti Celtics í úrslit-
um. Nú fær hann sennilega tæki-
færið.
Kjarninn í Boston liðinu hefur
ekki mörg tímabil til að bæta við
öðrum titli og virðist nú hafa fund-
ið nýjan tilgang. „Við erum lið
með reynslu,“ segir Kevin Gar-
nett. „Við áttum okkur á því hve-
nær hópurinn þarf að smella sam-
an sem heild. Ég held að við
höfum einmitt gert það núna.“
Celtics eru með tölfræðina á sínu bandi
Rajon Rondo, Rasheed Wallace og Ray Allen halda aftur af Paul Pierce
eftir að Dwight Howard hafði slegið hann í gólfið undir körfunni.
Reuters
Þ
egar Boston Celtics tapar leik er ástæðan sú að
leikmenn liðsins eru of gamlir. Þegar liðið
sigrar er reynslan að verki. Þessa dagana er
oftar talað um reynsluna en ellina þegar Cel-
tics ber á góma. Það er líkt og liðið hafi gengið í end-
urnýjun lífdaga eftir að úrslitakeppnin hófst.
Keppnistímabilið fór reyndar vel af stað hjá Boston
Celtics og hver sigurinn rak annan. Um jólin var hins
vegar eins og liðið keyrði á vegg. Skyndilega gekk
hvorki né rak. Þegar venjulega keppnistímabilinu lauk
var Boston í fjórða sæti í Austurdeildinni og flestir voru
á því að liðið yrði lítil fyrirstaða.
Í fyrstu umferð lenti Boston á móti Miami Heat, sem
varð í fimmta sæti. Hetjan Dwyane Wade sýndi takta,
en restin af liðinu veitti honum engan stuðning og var
ljóst frá upphafi að félagar hans höfðu enga trú á verk-
efninu.
Næsti mótherji átti hins vegar að vera óyfirstíganleg
hindrun. Cleveland Cavaliers voru með besta vinnings-
hlutfall allra liða í NBA-deildinni, höfðu unnið 61 leik
og tapað 21. Undrið frá Akron í Ohio, LeBron James,
hafði spilað eins og berserkur allt tímabilið, gersamlega
óstöðvandi. Í fyrstu umferðinni lék Cleveland á móti
Chicago og sigraði 4-1. Boston átti að vera næsta fórn-
arlamb.
Fyrstu tveir leikirnir voru á heimavelli Cleveland,
sem vann þann fyrri, en tapaði þeim seinni og það með
18 stiga mun. LeBron James og félagar svöruðu rækilega
fyrir sig og niðurlægðu Boston á heimavelli. Leikurinn
fór 124-95 og hafði Boston aldrei tapað jafn stórt á
heimavelli í úrslitakeppninni. Cleveland var aftur kom-
ið með frumkvæðið, en það dugði skammt. Liðið tapaði
næstu þremur leikjum og helsta umræðuefni áhuga-
manna um körfubolta var að LeBron James hefði tapað.
Nema í borg einni á austurströnd Bandaríkjanna. Í
Boston áttuðu menn sig á því að fyrst Cleveland hefði
tapað hlyti Celtics að hafa unnið og liðið væri komið í
úrslit Austurdeildar. Nú byrjuðu spekingar og dálka-
höfundar að rifja upp glæsta fortíð – titlana 17, Red
Auerbach með vindilinn, Bill Russell, þríeykið Larry
Bird, Kevin McHale og Robert Parish. Og hið nýja
þríeyki; öldungana Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray
Allen, sem allir eru á fertugsaldri.
Þessir þrír leiddu Boston Celtics til sigurs þegar þeir
urðu meistarar árið 2008. Í fyrra var Garnett frá vegna
meiðsla og liðið mátti ekki við þeirri blóðtöku. Seinni
part vetrar hrjáðu meiðsli einnig liðið, en þjálfarinn,
Doc Rivers, ákvað að hvíla hinar meiddu kempur og
leyfa þeim að jafna sig þótt það kynni að kosta það að
liðið dytti niður stigatöfluna og missti heimaréttinn í
úrslitunum. Þegar liðið var gagnrýnt bað hann menn
um að sýna þolinmæði, markmiðið væri að liðið yrði
farið að ganga á öllum strokkum í úrslitakeppninni.
Það hefur gengið eftir. Þremenningarnir eru mættir til
leiks, en leikstjórnandinn Rajon Rondo er nú sá leik-
maður liðsins, sem ráðið hefur úrslitum. Fyrir tveimur
árum háði reynsluleysið honum, en nú spilar hann eins
og sá sem valdið hefur og í viðureigninni við Cleveland
skyggði hann iðulega á sjálfan James.
Í úrslitum Austurdeildar eigast nú við Boston og Or-
lando Magic, með brosmilda heljarmennið Dwight
Howard innan borðs. Orlando hafði unnið 14 leiki í röð
áður en viðureignin hófst og sópað andstæðingum sín-
um í fyrstu umferðunum, Atlanta og Charlotte, til
hliðar án þess að tapa leik.
Það var hins vegar ljóst frá upphafi að nálægðin við
undraheim Disneys myndi duga galdramönnunum í
Orlando skammt. Liðið hefur nú tapað tveimur fyrstu
leikjunum og það á heimavelli. Þótt mjótt væri á mun-
um virtist Boston alltaf sitja í bílstjórasætinu. Um
helgina færast leikar til Boston og þar getur allt gerst,
sérstaklega ef leikmenn Celtics gerast of sigurvissir.
Öldungarnir
rífa sig upp
Lið Boston var sagt gamalt og
þreytt en það var öðru nær
Rajon Rondo veður upp að körfunni og lætur Dwight Howard ekki
stöðva sig. Rondo er orðinn einn besti bakvörður NBA-deildarinnar.
Reuters
Kevin Garnett einbeittur á svip. Nú er hann heill heilsu
og Boston Celtics komið á skrið í úrslitakeppninni.
REUTERS
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Ef þú ert með gott lið og
leikmenn rífast ekki þá er
eitthvað að í búningsklef-
anum. Hver einasti leik-
maður vill vinna, hvort sem
það er sá fyrsti eða 14.
þannig að rifrildi og pústrar
fylgja á heimilinu. Það gerir
liðið sterkara.“
Rasheed Wallace, einn af
varamönnum Boston Cel-
tics, um liðsandann.
Rifrildi og
pústrar
fyrir heimilið
Toppur án bragðefna, 2 l
119 kr.stk.