SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 14
14 23. maí 2010
„Alzheimer-sjúkdómurinn ágerist hægt og
sígandi, þó mishratt eftir einstaklingum og
virðist vera meira illkynja eftir því sem fólk
er yngra,“ segir Björn Einarsson, öldr-
unarlæknir á Landakoti.
Björn segir flesta hafa haft einkenni í um
það bil tvö ár þegar þeir koma á minn-
ismóttökuna, sem er hluti af göngudeild
Landakots. Hann nefnir að hin dæmigerða
þróun sé að vel gangi heima í tvö til fjögur
ár eftir það, fólk sé þá í eftirliti hjá heim-
ilislækni en aftur komi að minnismót-
tökunni þegar sjúklingurinn þurfi á fé-
lagslegum stuðningi, heimaþjónustu,
heimahjúkrun, lyfjaskömmtun og dagvistun
að halda. Tveimur til þremur árum eftir það
segir hann fólk yfirleitt þurfa varanlega vist-
un á hjúkrunarheimili.
Heilabilun er „samsafn einkenna um vit-
ræna skerðingu sem veldur félagslegri van-
hæfni til að sjá um sig sjálfur“, segir Björn.
Heilabilun meðal áttræðra er um 10%,
um 20% fólks 85 ára eru með sjúkdóminn
og sjúkdómurinn verður enn algengari
með hækkandi aldri. Um 75 ára aldur eru
um 6% með sjúkdóminn en sjötugt 3%; því
má segja að tvöföldun verði með hverju
fimm ára aldursbili en sjúkdómurinn er
sem betur fer sjaldgæfur fyrir 65 ára aldur
að sögn Björns, „þótt við fáum öðru hvoru
sjúklinga allt niður í 50 ára“.
Margvísleg einkenni
Alzheimer er langalgengasta orsök heila-
bilunar, um 50-70% tilfella. Æðavitglöp
eru næstalgengust og er lýst í allt að 10-
50% tilfella. „Algengi þess sjúkdóms er
nokkuð misjafnt eftir því hvar ber niður á
jarðkringlunni en í Ameríku er hann talinn
um 10%, nálægt 50% í Svíþjóð en er al-
gengasti heilabilunarsjúkdómurinn í Jap-
an. Þetta endurspeglar trúlega frekar mis-
munandi skilgreiningar á sjúkdómnum en
raunverulegan mun.“
Björn segir blandaða heilabilun af Alz-
heimer-sjúkdómi og æðavitglöpum trúlega
miklu algengari en við höldum, enda er
margt sem þessir sjúkdómar eiga sameig-
inlegt.“
Björn segir fyrstu einkenni um dulinn
heilabilunarsjúkdóm oftast geðræn; þung-
lyndi og kvíði eða þá framtaksleysi og aðrar
persónuleikabreytingar. „Skammtíma-
Um 10% áttræðra
með heilabilun
Björn Einarsson
Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur og forstöðukona heimaþjónustunnar
Sinnum, segir starfsmenn þar á bæ hafa nokkur
atriði sérstaklega í huga varðandi samskipti við
sjúklinga með minnisglöp; það orð vill hún nota
frekar en heilabilun.
1. Við leggjum okkur
fram um að kynnast
styrkleikum og áhuga-
málum fólks og finn-
um leiðir til að við-
komandi geti notið
þeirra. Verkkunnátta í
eldhúsi getur t.d.
reynst vel til að virkja
einstaklinginn. Margir
halda líkamlegri getu
sinni til að framkvæma
ákveðin verk en vantar
frumkvæði.
2. Við tölum í núinu.
Það ruglar oft ein-
staklinga að segja frá
einhverju löngu fyr-
irfram. Ekki borgar sig
að tala um það sem á
að gerast næstu vikur eða eftir mánuð. Tíma-
skynið lætur oft undan og þá getur einstakling-
urinn ekki gert greinarmun á því sem á að gerast
á eftir eða á morgun.
3. Mikilvægt er að velja umræðuefni sem ligg-
ur fólki næst. Ef það er fortíðin þá er um að gera
að dvelja í minningunum. Mikilvægt er að leyfa
einstaklingnum að segja frá og taka þátt í um-
ræðunni á hans forsendum. Það getur verið
mikil áskorun ef einstaklingurinn talar alltaf um
sama hlutinn og það er einn af þeim þáttum sem
aðstandendur nefna oft sem mikinn álagspunkt.
4. Við hjálpum fólki að koma á rútínu, t.d. að
matast reglulega eða taka lyf. Við notumst við
hjálpartæki eins og dagatöl og merkjum inn á
mikilvæga atburði. Einstaklingurinn finnur
þannig til aukins öryggis.
5. Við höfum samskiptin einföld.
Mikilvægt er að nota einfaldar, stuttar setn-
ingar, tala skýrt og nota eðlilega tónhæð. Eitt af
einkennum minnissjúkdóma er hægfara en
stöðug, minnkandi málgeta.
6. Gefa þarf fólki tíma til að meðtaka skilaboð
og vinna úr þeim. Við þurfum að gefa þeim tíma
til þess að bregðast við áður en við förum í næsta
skref. Vera þolinmóð og setja sig í spor hins að-
ilans.
7. Við höldum augnsambandi.
Persónuleg tengsl eru mjög mikilvæg fyrir
einstaklinginn, hann þarf að finna að athyglin og
ástúðin beinist að honum.
8. Við notum líkamstjáningu.
Þrír þættir hafa verið nefndir sem lykilatriði í
samskiptum manna á milli; orðaval, raddbeiting
og líkamstjáning. Það kemur e.t.v. einhverjum á
óvart að þegar vægi þessara þátta eru skoðuð
hafa orðin, þ.e. orðavalið, minnst vægi eða 7%,
röddin vegur 38% og líkamstjáningin 55%. Ár-
angursríkast er að blanda saman orðum og lát-
bragði til að ýta undir skilning.
Einstaklingar með minnisglöp eru mjög næm-
ir á líkamstjáningu fólks og oft gefum við mis-
vísandi skilaboð án þess að ætla okkur það.
9. Við leiðum einstaklinginn í gegnum verkið
skref fyrir skref, til dæmis með því að einfalda
hlutina og bjóða upp á lítið val. Þannig segjum
við til dæmis: Viltu kaffi eða te? En ekki: Hvað
viltu drekka? Þegar hann heyrir orðið er líklegra
að hann geti svarað spurningunni með já eða
nei, heldur en ef hann þarf að muna orðið kaffi,
te, vatn eða eitthvað annað.
10. Við tökum líðan alvarlega og staðfestum
upplifun. Þannig efumst við ekki um vanlíðan
eða áhyggjur – jafnvel þó að þær séu ekki rök-
réttar. Það hjálpar oft einstaklingum og bætir
líðan þeirra að fá staðfestingu á því hvernig þeir
virka. T.d. ef einstaklingur virkar leiður eða
sorgmæddur spyrjum við – ertu sorgmæddur?
Það er gaman að geta glaðst saman en stundum
er líka gott að syrgja saman.
Þórunn Bjarney Garð-
arsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur.
Hvernig
eru sam-
skiptin best?
Minnisglöp
A
lzheimer er mjög
grimmur sjúkdómur
sem rænir okkur
persónuleikanum.
Það tekur á að horfa upp á ein-
hvern nákominn veikjast svona
og fara í gegnum sorgina og
söknuðinn, og líka óttann við að
verða svona sjálfur,“ segir
Ragnheiður Elín Árnadóttir al-
þingismaður. Móðir hennar,
Hólmfríður Guðmundsdóttir,
glímdi við Alzheimer-sjúkdóm
árum saman en lést 2003.
Ragnheiður Elín ræddi um
veikindi móður sinnar á ráð-
stefnu sem Sinnum heimaþjón-
Húmor, reisn,
þolinmæði
Um 300 manns greinast ár-
lega með Alzheimer-sjúk-
dóminn hér á landi. Miklu
máli skiptir hvernig sam-
skiptum við sjúklinginn er
háttað.
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir ásamt foreldrum, Árna Þorgrímssyni sem enn lifir góðu lífi og Hólmfríði Guðmundsdóttur.
Ragnheiður Elín Árnadóttir