SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 22
22 23. maí 2010
F
yrir um mánuði brugðu borgaryfirvöld á það ráð
að láta jafna við jörðu stóran hluta af náttúrugall-
eríinu við heimili Hrafns Gunnlaugssonar á
Laugarnestanga. Steinar og klettar voru fjar-
lægðir, slétt úr jarðvegskúlptúrum, dælt upp úr fugla-
tjörnum og þær fylltar, og Hrafni gert að fjarlægja ýmsa
muni sem voru utan lóðarmarka hans. Hrafn segir þessa
framkvæmd lítt skiljanlega, ekki síst í ljósi þess að nátt-
úrugalleríið stóð ekki í vegi fyrir neinum nýfram-
kvæmdum á vegum borgarinnar, hvorki róluvelli né golf-
velli, – eina sem kom í staðinn var að tyrft var yfir allt
svæðið.
„Ég hef aldrei girt lóðina af eða lokað henni fyrir öðrum.
Hér hefur öllum verið velkomið að fara um og ég upplifað
umhverfið í kringum húsið sem eina heild, og hafði því í
sköpunargleði minni farið út fyrir lóðarmörkin, sem voru
ærið óljós í mínum huga, af því þessu svæði var ekkert
sinnt af borginni,“ segir Hrafn. „Með þessu var ég alls ekki
að eigna mér landið og var ekki að fara inn á lóð annarra
nágranna,“ segir Hrafn. „Ef ég hefði þurft að rýma til
vegna þess að hér ætti að skapa eitthvað nýtt og fallegt þá
væri ég fyrsti maður til að skilja að nauðsynlegt væri að
láta þetta brölt mitt víkja. En hvað sjáum við nú? Þar sem
áður var yndislegt leiksvæði, tvær litlar tjarnir og gróður,
þar er nú búið að tyrfa yfir og komið enn eitt túnið. Að-
gerðirnar virðast hafa miðað að því einu að leggja í rúst
það sem hér var.“
Pólitíkusar fóru á taugum
Af hverju brugðust borgaryfirvöld við á þennan hátt?
„Ég held að Þorleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi
Vinstri-grænna, sem beitti sér mest í þessu máli, hafi vilj-
að skora pólitískar keilur. Hann hefur hugsað: „Í slúðri
manna á milli er Hrafn tengdur við Sjálfstæðisflokkinn. Nú
get ég komið Sjálfstæðisflokknum í vanda með því að segja
að Hrafn njóti forréttinda.“ Honum virðist hafa tekist að
vekja mikla hræðslu hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæð-
isflokksins. Ég held að aðgerðirnar hér á Laugarnesinu séu
dæmigerð framkvæmd hræðslunnar. Þetta er ekki fram-
kvæmd sem var yfirveguð og hugsuð heldur einkenndist
hún af mikilli taugaveiklun og æðibunugangi. Auðvitað
gat ég alltaf átt von á því að eitthvað yrði að víkja. En þá
hafði ég vonast til að það gerðist í samráði við stjórn borg-
arinnar því ég hef alltaf átt frábært samstarf við embætt-
ismenn borgarinnar. En nú voru það pólitíkusar sem fóru
á taugum. Ég er með bréf frá framkvæmdasviði borg-
arinnar þar sem lýst var yfir vilja til þess að ná sam-
komulagi um málið og sagt að til stæði að leggja tillögur
fyrir borgarstjóra. Ég reyndi mánuðum saman að ná tali af
borgarstjóra en ég náði aldrei sambandi. Hún var ósnert-
anleg.
Það var gott að búa á Laugarnestanga þegar Ingibjörg
Sólrún var borgarstjóri, hún virtist hafa húmor fyrir þessu
brölti mínu. Á sínum tíma sýndi hún vissan áhuga á því að
borgin fengi forkaupsrétt að húsinu og lóðinni, sem yrði
þá eign borgarinnar eftir minn dag. Sjálfum þætti mér frá-
bært ef hér yrði einhvern tíma í framtíðinni starfræktur
inum þar sem Aron, fimm ára sonur minn, átti nokkra sil-
unga. Þegar hann átti afmæli var hann gríðarlega montinn af
því að geta boðið vinum sínum að veiða. Það er erfitt að út-
skýra fyrir honum að silungarnir séu farnir og búið að fylla
upp í tjörnina og tyrfa yfir. Stundum fer hann ennþá út að gá
að þeim.“
Hvað segirðu við hann?
„Ég reyni að setja þessa hluti í hverfulleikasamhengi. Ég
segi Aroni að tilveran gangi í stöðuga endurnýjun, jafnvel
Rómaveldi sé horfið og latína sé ekki lengur töluð. Hann er
smám saman að sættast á að þannig gangi hlutirnir fyrir sig í
veröldinni. Það er kannski ágætt að hann hafi kynnst hverf-
ulleikanum. Viti að það sé ekkert sjálfgefið að silungar sem
maður á í polli verði þar til eilífðar. En maður á samt að gleðj-
ast yfir því sem maður hefur í augnablikinu og njóta þess eins
og um eilífð væri að ræða og gleðjast yfir að skapa, þótt mað-
ur viti að fyrr eða síðar hverfur það eins og allt annað.“
Þú fórst í frí til útlanda meðan jarðýturnar frá borginni
voru að breyta svæðinu.
„Þegar þessar jarðvegsframkvæmdir byrjuðu ákvað ég að
koma mér burt. Það var erfitt að heyra í vélunum hér fyrir
utan og sjá þær tæta í sundur það sem maður hefur reynt að
byggja upp af ástúð. En þetta er nú einu sinni mold, það er
ekki eins og ég hafi verið að missa hönd eða ættingja. Allir
hlutir verða fyrr eða síðar að mold. Eftirminnilegustu ljóð-
línur í mínum huga eru:
Bókfellið velkist og stafirnir fyrnast og fúna,
fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna.
Legsteinninn springur og letur hans máist í vindum,
losnar og raknar sá hnútur er traustast vér bindum.
Mér finnst aðeins Jónas Hallgrímsson hafa ort jafnvel á ís-
lensku og Jón Helgason í þessum lokalínum úr Í Árnasafni.“
Þessi framkvæmd var gleðiflipp
Stundum er sagt að Reykjavík sé hvorki nægilega falleg né
nógu skemmtileg borg. Ef það er rétt, hvernig á að bæta úr
því?
„Ég sakna þess að sköpunarkraftur borgarbúa sé ekki
leikskóli og svæðið helgað börnum.
Á liðnum árum hef ég rætt við marga borgarstjóra og
þeir hafa allir sýnt þessum framkvæmdum mínum þol-
inmóðan skilning, en mér hefur einnig verið sagt af þeim
og embættismönnum að nágrannakona mín á Listasafni
Sigurjóns væri heiftarlega afbrýðisöm og yfir sig
hneyksluð á þessu öllu saman og væri stöðugt að skrifa
ráðum og nefndum kærubréf og gera athugasemdir við
það sem ég er að gera. Ég hef alltaf tekið því eins og
hverjum öðrum nágrannakryt sem hlyti að jafna sig og
hefði helst kosið að vinna með henni að því að svæðið hér
á milli okkar yrði opinn höggmyndagarður og leiksvæði
fyrir börn. Þórðargleði er ekki til í mínum beinum.“
Hrifnir útlendingar
Það er mikið um að fólk komi á þetta mjög svo sérstaka
svæði til að skoða sig um. Hvernig viðmóti mætirðu frá
gestum?
„Ég hef fundið mikinn velvilja frá borgarbúum, vísar
konur og menn hafa fært mér álfasteina og hingað koma
leikskólakrakkar í vettvangskannanir, leiðsögumenn
koma með hópa og túristar banka hér upp á. Ég hef átt
gott sambýli við nær alla nágranna mína og flest fólkið í
kringum mig – sérstaklega huldufólkið sem bjó í stein-
unum sem nú hafa verið fjarlægðir. Hér er mikið um
gestagang og mér berast daglega fleiri en eitt tölvubréf
frá skemmtilegu fólki sem hingað hefur komið, þar á
meðal er tillaga frá nokkrum Svíum sem segja staðinn
svo sérstakan að þeir vilja að hann verði settur á minja-
skrá Sameinuðu þjóðanna, eins og Þingvellir. Mestur
húmorinn fannst mér þó í e-meili frá franskri konu sem
sagði að Eyjafjallaeldgosið hefði verið stórbrotið, en
heimsókn í húsið á Laugarnestanganum samt hápunktur
heimsóknar sinnar.“
Og hér sér maður gæsir liggja á eggjum.
„Hér hefur verið skemmtilegt fuglalíf, þótt það sé
núna nánast horfið burt með tjörnunum, en það liggja
samt enn fáeinar gæsir á eggjum. Magnús Tómasson
myndlistarmaður kom hér eitt sinn með tvo hrafnsunga
og setti í fóstur hjá mér. Þessir hrafnsungar urðu ægilegir
æringjar með aldrinum og miklir grínarar. Ef ég var í
reimuðum skóm áttu þeir til að gogga í reimarnar og
reima af mér skóna. Þeir fóru oft út að Sigurjónssafni og
ég veit að þeir voru eitthvað að angra nágrannakonu
mína. Það var alltaf mikill hávaði og gauragangur og
mikið líf í þeim, og stríðnin æstist upp í þeim ef reynt var
að stugga þeim burt. Svo einn daginn kom annar þeirra
til mín inn í hús og grét mikið og vísaði mér upp í móa.
Þar lá hinn hrafninn illa farinn. Ég fór með hann inn í
hús. Hann drapst um nóttina og hinn drapst daginn eftir.
Þeir höfðu komist í rottueitur nálægt safninu. Kannski
var þar rottufaraldur. Ég sakna þessara hrafna.“
Kynni af hverfulleikanum
Hvað fannst þér erfiðast að missa í þessum fram-
kvæmdum borgarinnar?
„Ég sé mest eftir lítilli tjörn hér niðri á sjávarkamb-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Er búinn að vera
margar persónur
Hrafn Gunnlaugsson segist vera hamingusamur maður en
viðurkennir um leið að hafa á litríkri ævi verið margar
persónur. Hann segir framkvæmdir sínar í Laugarnesinu
hafa verið gleðiflipp og saknar þess að sköpunarkraftur
borgarbúa sé ekki virkjaður.