SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 50
50 23. maí 2010
Á
skjá á neðri hæð Gerðarsafns sést inn í
vinnustofu listmálara. Hvítur strigi er á trön-
um og til beggja handa ókláruð afstrakt-
málverk. Listamaðurinn birtist í bláum
slopp, gengur að striganum og byrjar að draga línur á
hann. Hafsteinn Austmann er að byrja á nýju verki;
myndbandið er sex klukkustunda langt og gefur áhuga-
verða mynd af því hvernig hann vinnur. „Þú getur
komið aftur eftir fimm tíma, þá verður myndin byrjuð
að fæðast,“ segir Hafsteinn og kímir.
Þessa dagana stendur stór yfirlitssýning á verkum
Hafsteins yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni,
sem kallast Kvika, eru verk frá hálfri öld. Allan þann
tíma hefur Hafsteinn verið einn helsti afstraktlistmálari
þjóðarinnar, kunnur fyrir sterk tök á vatnslit og olíu,
auk þess að eiga nokkra skúlptúra á opinberum stöðum.
„Já, þetta er sögð yfirlitssýning,“ segir Hafsteinn þar
sem hann gengur með mér um salina. „Í bókinni eru
myndir frá 1950 til 2010. Sextíu ár. Það mætti halda að
ég væri 120 ára. Nóg er til af verkum, ég hefði getað
haldið þrjár, fjórar svona sýningar.
Ég heyrði asskoti klóka konu, gagnrýnanda, fjalla um
sýninguna í Víðsjá. Hún benti á períódur í minni list sem
ég vissi varla af. Er ég ósammála því? Nei, þegar ég hugsa
um það þá er þetta svona – annaðhvort þróun afturábak
eða áfram. Ég hef ekki alltaf verið á sama stað.“
Það er ekki hægt að kenna manni að hugsa
Eins og kemur fram í ítarlegri umfjöllun Aðalsteins Ing-
ólfssonar listfræðings í nýju bókinni um Hafstein, þá var
hann ungur að árum þegar hann tók afar einbeittur að
leggja stund á myndlistina. Eftir grunnnám hér heima lá
leiðin til Parísar. „Þá var París miðpunkturinn,“ segir
Hafsteinn. Hann varð fyrir miklum áhrifum af listhrær-
ingum heimsborgarinnar og nam m.a. hjá hinum rúss-
neska myndhöggvara Ossip Zadkine.
„Það er hægt að kenna manni handverk en það er ekki
hægt að kenna manni að hugsa,“ segir hann. „Það er líka
hægt að kenna manni að bera virðingu fyrir því sem
maður er að gera. Annaðhvort tekur maður listina af al-
vöru eða lætur það eiga sig.“
Við að horfa á myndheima Hafsteins, oft knappa en
formhreina, kviknar spurningin hvenær verkin séu
tilbúin.
„Í vatnslitaverkunum veit ég hvenær mynd er tilbúin
tæknilega. En það er ekki þar með sagt að hún fari ekki í
ruslatunnuna. Það er eitthvað sem ekki er hægt að út-
skýra. Eins nuddast maður í olíuverkunum, ég er oft
með tíu, fimmtán myndir í gangi í einu. Annaðhvort
misheppnast mynd alveg eða lukkast alveg.
Svavar Guðnason var einhverntíma spurður að þessu
og sagði að þegar mynd væri að takast þá sneri hann sér
við og þá væri eins og hann fengi hamar í hausinn. Þetta
er einhverskonar fullnæging sem kemur sjaldnar og
sjaldnar með aldrinum, að mynd heppnist þannig að
maður hugsar: nú get ég ekki gert betur. En maður er
alltaf að leita að þessu kikki. Þessi árátta lætur mann
halda áfram að mála.
Málverkið verður ekki drepið með orðum
Fyrir framan elstu málverkin ræðum við um þróun
verkanna úr nokkuð harðri geómetríu yfir í ljóðrænni
nálgun. „Maður var oft skammaður í gamla daga,“ segir
Hafsteinn. „Ekki af myndlistarmönnum, þeir stóðu
saman innávið en börðust útávið. Þeir stóðu saman gegn
þeim sem kölluðu suma klessumálara en okkur í geó-
metríunni reglustrikumálara.“
Sá sem var hvað harðastur í árásum á óhlutbundna list
var Jónas frá Hriflu. Hafsteinn segir að hann hafi komið
á fyrstu sýningu sína, í Listamannaskálanum vorið 1956.
„Ég var einn í salnum og þá kom kallinn, labbaði einn
hring og sagði þetta fræga ö-hö um leið og hann gekk út.
Síðan ekki söguna meir. Hann var eflaust að athuga
hvort þessir ungu menn færu ekki að læra eitthvað!
Eggert Stefánsson söngvari hafði aðra skoðun, hann
kom inn, settist þar á bekk og var svo háfleygur að ég
botnaði ekki í helmingnum af því sem hann sagði. Þetta
er allt Ísland, stórkostlegt!“ sagði hann. Önnur heim-
sókn á þessa fyrstu einkasýningu Hafsteins er eft-
irminnileg.
„Ég var að taka sýninguna saman, þetta var um mið-
nætti og hellirigning, þegar bankað var í Listamanna-
skálanum. Ég fór til dyra og þar stóð maður með hatt og
í gráum frakka. Þetta var Jóhannes Kjarval. Ég hafði
aldrei kynnst honum en þekkti hann auðvitað af mynd-
um. Hann var að koma frá Þingvöllum og hélt á Þjóðvilj-
anum, sagðist hafa séð í honum ljósmynd af einu verk-
anna á sýningunni, vatnslitamynd af módeli. Hvort þeir
bílstjórinn mættu ekki koma inn og skoða sýninguna. Ég
sagði að það væri velkomið. Eftir að hafa fundið mynd-
ina sem birtist í blaðinu spurði Kjarval hvort hann mætti
ekki ganga með mér um salinn. Ég sagðist vera feiminn
og vissi að hann ætti til að gera grín að mönnum, það
þyldi ég illa. Ég sá að honum mislíkaði og var þá fljótur
að snúa við blaðinu. Sagðist auðvitað vilja álit svo mikils
meistara. Þá léttist á honum brúnin og við skoðuðum
myndirnar saman. Kjarval vissi alveg hvað var að ske í
málverkinu, hann fylgdist eins vel með og við hinir.
Þegar Kjarval fór spurði hann hvort hann mætti ekki
taka eina myndina með sér; jú, mín er ánægjan, sagði ég.
Hann tók hana með sér. Þá átti ég heima á Bók-
hlöðustígnum og viku seinna kom þangað pikkóló frá
Hótel Borg með umslag, allt útteiknað og andskoti
Myndlist
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Er alltaf að leita
að þessu kikki
„Ég hef ekki verið alltaf á sama stað,“ segir Hafsteinn Aust-
mann listmálari og það má glögglega sjá á viðamikilli
yfirlitssýningu verka hans í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar má
sjá olíumálverk og akvarellur frá um 50 ára tímabili.
’
Þegar Kjarval fór spurði hann
hvort hann mætti ekki taka eina
myndina með sér; jú, mín er
ánægjan, sagði ég. Hann tók hana
með sér. Þá átti ég heima á Bók-
hlöðustígnum og viku seinna kom
þangað pikkóló frá Hótel Borg með
umslag, allt útteiknað og andskoti
þykkt. Hann sagðist eiga að færa Haf-
steini Austmann þetta frá Kjarval.
„Formbyggingin er svo mikilvæg,
það er ekki hægt að byggja bara á
litunum,“ segir Hafsteinn Aust-
mann sem er hér við málverk frá
árunum 1993 - 96.
Lesbók