SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 52
52 23. maí 2010 L estur nýrrar útvarpssögu var auglýstur í skjáauglýsingu í Ríkissjónvarpinu um daginn: Mammon í gættinni eftir Jak- obínu Sigurðardóttur. Þessi litla og netta auglýsing vakti alls kyns hug- renningar. Skyndilega fylltist maður vott af sektarkennd því áratugir eru síðan maður hefur setið við útvarps- tækið og fylgst uppljómaður og spennt- ur með útvarpssögunni. Þegar þessi staðreynd var ljós fannst manni eins og heiminum hefði tekist alltof vel upp við að spilla manni. En svo kviknuðu já- kvæðari hugleiðingar þess efnis að mik- ið væri það nú gott að útvarpið héldi enn í þá venju að hafa útvarpssögu, og það væri varla gert nema vegna þess að einhverjir nenna að hlusta. Þegar ég var krakki var oft talað um lestur Helga Hjörvars á Bör Börsson. Annar eins lestur hafði víst ekki heyrst í útvarpi. Ekkert vissi maður um það og lét sér því á sama standa. Sjálfur upp- lifði maður það ævintýri að heyra Gísla Halldórsson lesa Góða dátann Svejk. Það var stórkostleg menningarleg upplifun. Tilþrif Gísla í lestrinum voru slík að ára- tugum seinna þegar maður les Góða dátann Svejk hljómar lestur Gísla enn í eyrum manns. Maður man ná- kvæmlega hljómfallið í rödd Gísla þegar hann las: „Harðánægður, herra höfuðs- maður, ansaði góði dátinn Svejk. – Það verður dásamlegt þegar við föllum báð- ir fyrir keisarann og fjölskyldu hans.“ Venjulega kýs maður að vera einn þegar maður er að lesa. Maður kærir sig ekki um truflun og tilhugsunin um að einhver annar taki af manni bókina og lesi upphátt fyrir mann er ekki geð- felld. Slíkt væri óþægilegt inngrip, nán- ast árás inn í einkaveröld manns. Reyndar heyrir maður öðru hverju sög- ur af fólki sem er svo skotið hvort í öðru að það segist lesa upphátt fyrir elskuna sína. Maður veit að ástfangið fólk er vitlaust og þess vegna hugsar maður með sér að sá tími renni fyrr en síðar upp að þetta fólk átti sig og kjósi að vera í friði með sína bók. Og af því raunsæið sigrar yfirleitt rómantíkina þá veit maður að þannig fer oftast að lok- um. Samt er það svo að sumar raddir eru svo seiðandi að eigin lestur verður hversdagslegur í samanburði við þær. Þessar raddir vekja skáldverkið til full- komins lífs. Þess vegna getur upplestur listamanns á skáldverki verið einstök upplifun sem aldrei gleymist. Einstök upplifun Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Tilþrif Gísla í lestr- inum voru slík að áratugum seinna þegar maður les þá Góða dátann Svejk hljómar lestur Gísla enn í eyrum manns A lla jafna segja menn sem svo að ástralskar bókmenntir hafi þá fyrst komist á kortið er Patrick White fékk nób- elsverðlaunin í bókmenntum 1973. Það felst þó viss ósanngirni í þeirri staðhæf- ingu, enda eiga Ástralar sér bókmennta- hefð sem nær allt frá því fyrstu evrópsku landnemarnir stigu þar á land. Frá þeim tíma hafa afkomendur innflytjendanna skrifað grúa bóka og eins hafa frum- byggjar Ástralíu slegist í þann hóp á síð- ustu áratugum. Af áströlskum rithöfundum sem menn þekkja helst á seinni árum má nefna Peter Carey, David Malouf og Kate Grenville. Nýrri höfundar sem vakið hafa athygli undanfarið eru til að mynda Steve Toltz, sem bók hans A Fraction of the Whole hlaut fjölda verðlauna fyrir tveimur árum. Nú bætist nýr höfundur í vonarpeningshópinn ástralska, því mik- ið hefur verið látið með rithöfundinn Christos Tsiolkas undanfarið og fjórðu skáldsögu hans, The Slap, eða Löðrung- urinn. Tsiolkas er af grísku bergi brotinn, eins og nafnið ber með sér, en móðir hans er grísk og fluttist stálpuð til Ástr- alíu með fjölskyldu sinni. Tsiolkas ólst aftur á móti upp í Melbourne og hefur dvalið þar alla ævi þar til nú að hann fer um heiminn að kynna áðurnefnda skáldsögu. Fyrsta skáldsaga Tsiolkas, Loaded, kom út fyrir fimmtán árum og var kvikmynduð fyrir rúmum áratug. Næsta bók, Dead Europe, sem kom út fyrir fjórum árum, vann ein helstu bók- menntaverðlaun Ástralíu og sú sem hér er sagt frá, The Slap, fékk samveld- isverðlaunin 2009 fyrir bestu bók Suð- austur-Asíu og Kyrrahafssvæðinu. Kveikjan var rassskellur Þrátt fyrir velgengni og verðlaun hefur Tsiolkas stundað skriftir í frístundum, því ekki er auðveldara að framfleyta sér á slíku í Ástralíu en öðrum löndum, og til skamms tíma vann hann sem dýra- svæfingalæknir Í Melbourne. Þegar The Slap var gefin út í Bretlandi og Banda- ríkjunum jókst þó hróður hans svo að hann er nú hættur að svæfa dýr og hefur snúið sér alfarið að ritsmíðum. Kveikja að The Slap var löðrungur, eða réttara sagt léttur rassskellur, sem móðir Tsiolkas veitti óþægu barni í grill- veislu í Melbourne eins og Tsiolkas rekur söguna í viðtali við The Times. Honum fannst rassskellurinn ekki merkilegur, því móðir hans var vön slíku uppeldi í æsku, en honum þótti viðbragð drengs- ins forvitnilegt, sá stutti móðgaðist og tók rassskellinum alls ekki sem refsingu – hér rákust á tveir ólíkir menningar- heimar í sama landinu. Viðfangsefni Tsiolkas í The Slap er einmitt þessi árekstur menningarheima í landi sem varð til úr fjölda þjóðarbrota. Bókin hefst með rassskelli þar sem Ástr- ali af engilsaxneskum uppruna flengir pilt sem á grískan föður og indverska móður. Inn í þetta blandast franskur Ástrali og ástralskur gyðingur og endar með því að sá sem flengdi drenginn er handtekinn og leiddur fyrir dómara fyrir ofbeldi gegn barni. Sagan er sögð frá sjónarhorni fjölmargra sem tengjast málinu eða fjölskyldunni eða vinum fjöl- skyldunnar á ýmsan hátt og svo má telja. Í frásögninni koma ekki bara í ljós árekstrar milli menningarheima byggðir á þjóðerni, heldur líka menningar- árekstrar fólks sem á sama uppruna. Í áðurnefndi viðtali í The Times segir Tsiolkas að sér sýnist sem svo að ástr- alskir rithöfundar hafi hingað til sífellt verið rembast við að skrifa fullkomna enska skáldsögu í stað þess að spreyta sig á fullkominn ástralskri skáldsögu; að rithöfundar þar í landi hafi setið fastir í skugga írsk-enskrar bókmenntahefðar. Hann reynir sitt til að breyta því. Örlagaríkur rassskellur Ástralski rithöfund- urinn Christos Tsiolkas hefur vakið mikla at- hygli fyrir skáldsögu þar sem hann gægist í brestina í áströlsku fjölmenningarsam- félagi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Christos Tsiolkas á sér þann draum að skrifa full- komna ástralska skáldsögu, en ekki endilega fullkomna enska skáldsögu. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.