SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 19
til að svara fyrirspurnum þeirra og koma þannig í veg fyrir tilefnislausar áhyggjur. „Íslenska fjölskyldunetið hefur löngum verið þétt, ekki síst þegar á reynir, eins og undanfarna mánuði. Öflugt forvarnarstarf hefur farið fram hér á landi á und- anförnum 10 árum í samvinnu ríkis, sveitafélaga, rannsakenda og fagfólks á vettvangi. Áhersla þessa starfs hefur meðal annars falist í því að auka samveru og stuðning fjölskyldna auk þess að efla skipulagt félags- og tómstundastarf. Rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir eru veigamiklir þegar spá á fyrir um líðan og hegðun ungmenna. Það má því ætla að grunnurinn sé sterkari fyrir vikið til að mæta áföllum.“ Eðli málsins samkvæmt glíma fleiri ungmenni nú við atvinnumissi foreldra en áður. Árið 2006 höfðu 5% nemenda í 9. og 10. bekk upplifað atvinnumissi foreldris en 12% í fyrra. Það hlutfall reyndist óbreytt að þessu sinni árið 2010. Nið- urstöðurnar gefa til kynna að atvinnu- missir foreldra auki líkur á vanlíðan ung- menna, sér í lagi þeirra sem upplifa lítinn stuðning og ágreining eða rifrildi á heim- ili. Bryndís Björk segir það því mjög mik- ilvægt fyrir foreldra að veita börnum sín- um eins mikinn stuðning og hægt er við slíkar aðstæður og að forðast ágreining og rifrildi á heimili. Rífast ekki meira en áður Sérstaklega er spurt um ágreining á heim- ilum og rifrildi við foreldra. Niðurstöður sýna að rifrildi við foreldra hafi lítið aukist frá 2006 og fjöldi unglinga sem orðið hef- ur vitni að rifrildum foreldra sinna hefur lítið sem ekkert aukist á sama tímabili. Árið 2006 sögðust 29% hafa rifist við for- eldra sína, 24% í fyrra og 31% nú. 12% höfðu orðið vitni að rifrildi foreldra sinna 2006, 11% 2009 og 13% í könnuninni í vor. „Það er mjög jákvætt að rifrildi á heim- ilum virðast ekki hafa færst í vöxt enda geta þau haft afdrifaríkar afleiðingar á líð- an barna og ungmenna,“ segir Bryndís Björk. Einnig var spurt um upplifun ung- menna á fjárhagsstöðu foreldra sinna og sögðu 4,5% þá oft eða nær alltaf skorta næga peninga fyrir nauðsynjum, svo sem mat, húsnæði og síma. Þetta hlutfall var 4,2% 2006 sem er óveruleg breyting. Nokkuð aukinn fjöldi svaraði hins vegar spurningu þess efnis hvort foreldrar þeirra væru oft eða nær alltaf fjárhagslega illa staddir játandi, 6,6% á móti 5,5% í fyrra og 3,9% árið 2006. Samanburðurinn við vinina Það að hafa minna milli handanna þarf, að mati Bryndísar Bjarkar, ekki endilega að hafa slæm áhrif á líðan unglinga, sér- staklega ef sama gildir um vinina. Sam- anburðurinn við þá er það sem skiptir máli frekar en fjárhagurinn í sjálfum sér. Í góðærinu fyrir hrun kom fram á sjón- arsviðið hópur manna sem hafði umtals- vert betri tekjur en þorri almennings og barst jafnvel á. Jöfnuður er meiri í dag og Bryndís Björk metur það svo að sú stað- reynd geti haft jákvæð áhrif á líðan ung- menna. Erfitt sé að miða sig við fólk sem getur leyft sér mun meira en maður sjálf- ur. „Samanburðurinn er í sumum til- vikum hagstæðari í dag en hann var áð- ur,“ segir hún. „Í þessu sambandi má þó ekki missa sjónar af þeim hópi barna sem búa við fátækt eða mörk fátæktar á Ís- landi. Þau börn eru í mikilli áhættu og þurfa sérstaka athygli og aðstoð í sam- félaginu í dag. Mikilvægt er að tryggja öll- um börnum og ungmennum á Íslandi við- unandi lífsgæði. Í þessum tilvikum getur stuðningur foreldra, vina, nágranna, skóla og félagsstarfs skipt sköpum.“ Spurð hvort það hefði þá mögulega get- að haft slæm áhrif á líðan og hamingju ís- lenskra ungmenna hefði efnahagsundrið ekki reynst loftbóla segir Bryndís Björk erfitt að meta það. Þunglyndi aukist lítillega Þunglyndi og kvíði hafa verið vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi og á árunum 1997 til 2006 jukust einkenni kvíða marktækt meðal fjórtán og fimmtán ára ungmenna á Íslandi. Á sama árabili jukust einkenni þunglyndis marktækt meðal stúlkna í þessum aldurshópi. Spurt er sérstaklega um þunglynd- iseinkenni í rannsókninni og stuðullinn fyrir drengi hefur haldist nær óbreyttur allan þennan áratug. Stuðullinn er hærri hjá stúlkunum. En það hafa niðurstöður sýnt í flestum menningarheimum að kon- ur séu líklegri til að þjást af þunglyndi en karlmenn. Athygli vekur hins vegar að stuðullinn var aðeins hærri 2006, meðan góðærið var í algleymingi, en í fyrra 2009. Þá verður aftur lítillar aukningar vart meðal stúlkna frá 2009 til 2010. Þróun í kvíðaeinkennum er svipuð. Einkenni kvíða hafa þannig aukist lítillega hjá drengjunum og stúlkum frá aldamótum. Hins vegar standa einkennin að mestu í stað milli áranna 2006 til 2010. Bryndís Björk dregur þá ályktun af þessu að efna- hagsástandið hafi a.m.k. hvorki haft veruleg áhrif á þunglyndis- né kvíðaein- kenni íslenskra ungmenna almennt. Í ljósi niðurstaðna undanfarinna ára sé hins vegar tilefni til að veita þróun þunglyndis og kvíða meðal unglingsstúlkna sérstaka athygli og rannsaka mögulega orsaka- þætti í því sambandi. Bryndís Björk á lokaorðið: „Það þarf þrautseigju til að líða og ganga vel þrátt fyrir áföll eða erfiðleika. Þrautsegja er mjög verðugt markmið fyrir einstaklinga jafnt sem samfélög. Rannsóknir hafa sýnt að þrautseigja byggir á hversdagslegum en mikilvægum persónulegum og fé- lagslegum þáttum, svo sem úrlausn- armiðuðu hugarfari, góðu sjálfsmati, sterkum tengslum við samfélagið og síð- ast en ekki síst stuðningi fjölskyldu og vina. Íslendingar eru greinilega þrautseig þjóð.“ Gleðin var fölskva- laus í sumarbúðum hjartveikra barna á Laugarvatni síð- asta sumar. Upp til hópa liggur vel á ís- lenskum ungmennum, sam- kvæmt rannsókninni. Myndin er tekin á Samfés-hátíðinni. Morgunblaðið/Ómar ’ Það að hafa minna milli handanna þarf, að mati Bryndísar Bjarkar, ekki endilega að hafa slæm áhrif á líðan unglinga, sérstaklega ef sama gildir um vinina. Samanburðurinn við þá er alltaf miðlægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.