SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 49
23. maí 2010 49 hann: „að skrifa er að draga fram í ljósið það sem býr í skuggunum af því sem við vitum,“ segir hann í fyrsta bindinu. Ein leið til að gera þetta er að leita hins smáa í hinu stóra, fegurðarinnar í hvunndeginum. Knausgård trúir því að mikil bókmenntaverk haldi sig á mörk- um þess litla eða lága og hins mik- ilfenglega. Í bókunum fjallar hann um það sem hann kallar „merkingarþrungin augnablik“ en það eru atburðir sem hafa mikla þýðingu fyrir hann og eru hlaðnir af merkingu. Hann nefnir sérstaklega dauðann, ástina, fæðinguna og skrifin. Knausgård er gagnmenntaður maður og í bókunum eru langir kaflar þar sem hann ræðir heimspekilegar spurningar og dýpkar og greinir myndlist og bók- menntir. Eitt af sérkennum verksins er einmitt fjölbreytni þess í stíl jafnt og efni. Tungumálið er fjölbreytilegt á þann hátt að það er útúrdúrasamt, nákvæmt og sýnir hugrenningatengslin í sund- urgreinandi köflunum en einfaldara og gagnorðara í hversdagsköflunum. Það er fallegt og tælandi um leið og það getur verið beinlínis fáránlega klisjukennt, sér- staklega í samtölunum. Verkið lýsir jöfn- um höndum hinum fögru listum og upp- þvottinum við eldhúsbekkinn. Atburðum er lýst í smáatriðum og á næstum gegnsæjan hátt, það er eins og horft sé á þá bæði ofan frá og neðan og þeim lýst jafn hratt og tíminn líður, eins nálægt veruleikanum og komist verður. Girðingarnar milli mín og þín Norski höfundurinn Kjartan Fløgstad ásakaði skáldsöguna einu sinni fyrir að „breyta lífinu í örlög.“ Hann vann mark- visst að því, á pólitískum forsendum, að leysa upp hið sígilda form skáldsögunnar. Knausgård gengur líka langt í að leysa upp byggingu hinnar hefðbundnu skáld- sögu, en hjá honum fjallar upplausnin í stíl og byggingu frekar um persónulega en pólitíska frelsun, um það að skrifa sig frá sálfræðilegum áföllum bernskunnar og járngreipum föðurins. Í ritgerð sem hann skrifaði um Sult eftir Knut Hamsun árið 2008, lýsir hann því hvernig Hams- un tekst, með því að leysa upp hin hefð- bundnu form, að búa til tungumál sem er svo sveigjanlegt að það flytur hann hvert á land sem hann vill. Hann segir: „Í þess- um hluta sleppir sögumaðurinn alveg tökum á aðalpersónunni, eða kannski er réttara að segja að hann renni alveg sam- an við hann, þeir tveir verða eitt, allt bil á milli þeirra er upphafið. Í röddinni sem þá verður til, er ekkert fals, og í næstum ævintýralegri mýkt hennar sem lagar sig að öllum hreyfingum hugsunarinnar, heppnast Hamsun að smjúga undir þær girðingar sem reistar hafa verið milli vit- undar og miðlunar hennar, minnka bilið milli skriftar og hugsunar, með því að fjarlægja allt annað en líkindin milli þeirra, sem verða skýrari því fyrr sem maður byrjar. Til að ná þessu, til að byrja, þarf að hætta allri sjálfsritskoðun. Það kostar mikið, áhættan er mikil en árang- urinn er mikilfenglegur, eitt skref nær hinni fullkomnu nánd við hugsanir manneskjunnar, sem er jú það næsta sem skriftin getur komist því að sameinast heiminum.“ Í greinargerðinni þegar Knausgård var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs segir meðal annars: „Það sem Barátta mín vill gera er varla hægt að kalla annað en stórmennsku- brjálæði. Verkefnið er ótrúlega metn- aðarfullt og tekin er mikil áhættu. Það er þeim mun ánægjulegra að verkið skuli standa undir væntingum.“ Sprengikrafturinn í Baráttu minni liggur að mínu viti á milli trúarinnar á hið sveigjanlega, mjúka tungumál annars vegar og hinnar ströngu kröfu um að sannleikurinn muni gera yður frjálsa hins vegar. Það má kannski hafa það til marks um sveifluna í þessu verki að titillinn á þessari fallegu og stórbrotnu skáldævi- sögu vísar til bókar sem kalla má um- deildasta verk allra tíma. Dagný Kristjánsdóttir þýddi ’ Knausgård vill ekki bara lýsa veruleikanum heldur sýna hann: „Að skrifa er að draga fram í ljósið það sem býr í skuggunum af því sem við vitum.“ Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård er væntanlegur hingað til lands í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.