SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 35
23. maí 2010 35 C hloé Ophelia Gorbulew fæddist hinn 4. desember 1981 í New York í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu æviárin. Foreldrar hennar eru Erla Harðardóttir og Mark Evan Gorbulew. Síðar eignaðist Chloé stjúpföð- urinn Gísla Blöndal og með honum fylgdu þrjú stjúpsystkin, þau Elsa, Birna og Gylfi Blöndal. Eftir að hafa flutt til Íslands um fjögurra ára aldur byrjaði Chloé í Ölduselsskóla en flutti sig síðan í Árbæinn og gekk í Ártúnsskóla, Tjarn- arskóla og Árbæjarskóla. Stúdentsprófið fékk hún frá Iðnskólanum árið 2001. Sumrunum eyddi hún svo með föður sínum í New York allt til tvítugs. Segja má að fyrirsætuferillinn hafi hafist þegar Chloé var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún var fengin til að sitja fyrir á forsíðu barnatískublaðsins Chien þar sem hún lék sér í almenningsgarði. Hinn raunverulegi fyrirsætuferill hófst síðan árið 1999 hjá Eskimo-módelskrifstofunni þegar Chloé var 17 ára gömul. Eftir framhaldsskóla flutti Chloé aftur til New York og bjó þar í hálft ár og fór meðal annars til Miami í Flórída þar sem hún vann fyrirsætustörf. Eftir það bauðst henni tækifæri til að fara til Mumbai í Indlandi árið 2006 á vegum Eskimo þar sem hún dvaldi í fimm mánuði. Eftir að Indlands- dvölinni lauk settist Chloé að í Newcastle í norður- hluta Englands þar sem hún fékk inni í arkítekta- námi við Northumbria-háskólann sem þykir með þeim betri í faginu. Þar stefnir hún á að ljúka grunnnámi nú í sumar. Kærasti Chloé er Árni Elliot sem hún kynntist í New York árið 2001. Þeirra eina barn eins og er er hundurinn Charlie Brown, sem fylgir þeim hvert fótmál. Chloé og Árni sigruðu á dögunum netleik um að komast í raunveruleikaþátt í anda Amazing Race á vegum franska bílaframleið- andans Renault. Fara þau í lokaviðtal í Frakk- landi í næstu viku um að komast í aðalkeppn- ina sem sýnd verður á Netinu. Með móður sinni og stjúpföður sínum Gísla Blöndal á veitingahúsi á Ítalíu. 13 ára gömul í The Hamptons með föður sínum Mark og gælurottunni Beib . Sjö mánaða gömul í fangi móður sinnar, Erlu Harðardóttir, í New York. Með einkasyn- inum, hundinum Charlie Brown, á brúnni yfir ána Tyne í New- castle. Alltaf á ferð og flugi Chloé Ophelia Gorbulew hóf fyrirsætustörf fjögurra ára gömul og er best þekkt fyrir þau en nú leggur hún lokahönd á gráðu í arkítektúr. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Chloé með kærastanum Árna Elliot í skemmtiferð til Kúbu árið 2006. Chloé útskrifaðist með stúdentspróf frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 2001. Á jólaskemmtun með vinunum Benedikt Ólafssyni, Silju Smáradóttur og Hauki Smára Gröndal. Ásamt innfæddum höfðingja í safaríferð í Kenía sem hún fór með föður sínum Mark Evan Gorbulew. Fyrsta forsíðumyndin 4 ára gömul fyrir franska barnatískublaðið Chien. Fyrsta alvöru fyrirsætuverkefnið í sér- blaði um James Bond árið 1999. Myndaalbúmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.