SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 35

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 35
23. maí 2010 35 C hloé Ophelia Gorbulew fæddist hinn 4. desember 1981 í New York í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu æviárin. Foreldrar hennar eru Erla Harðardóttir og Mark Evan Gorbulew. Síðar eignaðist Chloé stjúpföð- urinn Gísla Blöndal og með honum fylgdu þrjú stjúpsystkin, þau Elsa, Birna og Gylfi Blöndal. Eftir að hafa flutt til Íslands um fjögurra ára aldur byrjaði Chloé í Ölduselsskóla en flutti sig síðan í Árbæinn og gekk í Ártúnsskóla, Tjarn- arskóla og Árbæjarskóla. Stúdentsprófið fékk hún frá Iðnskólanum árið 2001. Sumrunum eyddi hún svo með föður sínum í New York allt til tvítugs. Segja má að fyrirsætuferillinn hafi hafist þegar Chloé var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún var fengin til að sitja fyrir á forsíðu barnatískublaðsins Chien þar sem hún lék sér í almenningsgarði. Hinn raunverulegi fyrirsætuferill hófst síðan árið 1999 hjá Eskimo-módelskrifstofunni þegar Chloé var 17 ára gömul. Eftir framhaldsskóla flutti Chloé aftur til New York og bjó þar í hálft ár og fór meðal annars til Miami í Flórída þar sem hún vann fyrirsætustörf. Eftir það bauðst henni tækifæri til að fara til Mumbai í Indlandi árið 2006 á vegum Eskimo þar sem hún dvaldi í fimm mánuði. Eftir að Indlands- dvölinni lauk settist Chloé að í Newcastle í norður- hluta Englands þar sem hún fékk inni í arkítekta- námi við Northumbria-háskólann sem þykir með þeim betri í faginu. Þar stefnir hún á að ljúka grunnnámi nú í sumar. Kærasti Chloé er Árni Elliot sem hún kynntist í New York árið 2001. Þeirra eina barn eins og er er hundurinn Charlie Brown, sem fylgir þeim hvert fótmál. Chloé og Árni sigruðu á dögunum netleik um að komast í raunveruleikaþátt í anda Amazing Race á vegum franska bílaframleið- andans Renault. Fara þau í lokaviðtal í Frakk- landi í næstu viku um að komast í aðalkeppn- ina sem sýnd verður á Netinu. Með móður sinni og stjúpföður sínum Gísla Blöndal á veitingahúsi á Ítalíu. 13 ára gömul í The Hamptons með föður sínum Mark og gælurottunni Beib . Sjö mánaða gömul í fangi móður sinnar, Erlu Harðardóttir, í New York. Með einkasyn- inum, hundinum Charlie Brown, á brúnni yfir ána Tyne í New- castle. Alltaf á ferð og flugi Chloé Ophelia Gorbulew hóf fyrirsætustörf fjögurra ára gömul og er best þekkt fyrir þau en nú leggur hún lokahönd á gráðu í arkítektúr. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Chloé með kærastanum Árna Elliot í skemmtiferð til Kúbu árið 2006. Chloé útskrifaðist með stúdentspróf frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 2001. Á jólaskemmtun með vinunum Benedikt Ólafssyni, Silju Smáradóttur og Hauki Smára Gröndal. Ásamt innfæddum höfðingja í safaríferð í Kenía sem hún fór með föður sínum Mark Evan Gorbulew. Fyrsta forsíðumyndin 4 ára gömul fyrir franska barnatískublaðið Chien. Fyrsta alvöru fyrirsætuverkefnið í sér- blaði um James Bond árið 1999. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.