SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 44
44 23. maí 2010 Listasafnið í Seattle-borg í Bandaríkjunum hefur opnað sýningu á verkum þar sem Nirv- ana-söngvarinn sálugi Kurt Cobain er inn- blástur listamannanna. Sýningin ber heitið Kurt og stendur fram- undir miðjan september. Hún inniheldur verk fjölda listamanna sem vinna í mismunandi miðla. Á sýningunni er meðal annars að finna brjóstmynd úr pappa af tónlistarmann- inum eftir listamanninn Scott Fife og ljós- myndir teknar á upphafsárum Nirvana af ljósmyndaranum Charles Peterson. Cobain innblást- urinn að listaverkum Fjöldi listamanna sýnir verk sín af Kurt Cobain í Seattle-borg þessa dagana. Ein vinsælasta plata Rolling Stones var end- urútgefin í vikunni. Fyrir nærri 40 árum efuðust margir gagnrýn- endur um að Rolling Stones-platan Exile on Main Street ætti eftir að teljast til meist- araverka rokksögunnar. Platan varð hins vegar gífurlega vinsæl meðal hlustenda, ekki síst fyrir frábæra blöndu af ýmsum tón- listarstefnum. Í vikunni var platan svo endurútgefin hjá plöturisanum Universal Records, þó með nokkrum viðbótum. Á aukadiski sem fylgir endurútgáfunni er að finna nýjar útgáfur af nokkrum lögum, í bland við lög sem náðu ekki inn á fyrstu plötuna. Hljómsveitin fékk til liðs við sig upptökustjórann Don Was, sem gróf upp ónotuð lög og lagaði önnur. Exile on Main Street endurútgefin Í september fyrir tíu árum kom út plata nokkurra drengja sem kölluðu landamærabæinn El Paso í Texas-ríki heimili sitt. Hljóm- sveitin At The Drive-In hafði þegar sent frá sér tvær breið- skífur en sú þriðja, Relation- ship of Command, átti eftir að verða þeirra vinsælasta og því miður markaði hún líka endalok hljómsveitarinnar sem hætti stuttu eftir útgáfu plötunnar. Frá fyrstu nótu í fyrsta lagi plöt- unnar, „Arcarsenal,“ flæðir adrenalínið á fullri ferð og hægir ekki á því fyrr en nokkru eftir að síðasta lagið er búið. Vissulega eru lög sem mætti kalla ró- legri lög plötunnar, eins og „Invalid Litter Dept“ eða „Quarant- ined“, en þó að í þeim sé að finna þessa rólegu kafla fara þau nú samt með mann í langa og hrikalega skemmtilega rússíbanaferð. Þegar platan kom út ótt- uðust víst margir aðdáendur sveitarinnar að samstarfið við upp- tökustjórann Ross Robinson og samn- ingur við stærra útgáfufyrirtæki ættu eftir að skemma fyrir þeim og gera það að verkum að andinn sem ríkt hefði á fyrri plötum dæi. Sú varð nú ekki raun- in og ber að þakka það. Í staðinn varð samstarfið til þess að sveitin fór í hærri hæðir með tónlistina, hæðir sem unnið hafði verið að lengi. Rokkblaðið Kerrang! setti plötuna á lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar og MTV2-sjónvarpsstöðin setti hana á lista yfir bestu rokkplötur sögunnar. Sögusagnir hafa lengi gengið um end- urkomu At The Drive-In, en fyrrver- andi meðlimir sveitarinnar hafa borið þær jafnóðum til baka. Í dag verða aðdáendur hennar að láta sér nægja að sjá meðlimina spila í öðr- um hljómsveitum á borð við Mars Volta eða Sparta. Svo er líka alltaf hægt að setja mikið spilað og rispað eintak af Relationship of Command í græjunar, loka augunum og ímynda sér að maður sé á tónleikum með einni bestu rokk- hljómsveit síðustu áratuga. Matthías Árni Ingimarsson Poppklassík Relationship of Command – At The Drive-In Eitt af meistaraverkum síðustu áratuga B reski rafpoppsdúettinn Goldfrapp er ein þeirra hljómsveita sem hafa ekki fest sig í sama farinu. Þau hafa gefið út fimm plötur en hvergi má finna vott af endurtekningu. Ætli það megi þá ekki kalla þau frumleg? Fyrsta plata sveitarinnar Felt Mountain kom út árið 2000 en á þeirri plötu leitaði sveitin í þjóðlagatónlist sem þau útfærðu á sinn hátt. Næsta plata sveitarinnar Black Cherry var framleidd með galmúrrokk í huga. Segja má að platan hafi skotið þeim upp á stjörnuhimininn. Platan naut mikilla vin- sælda á skemmtistöðum í Bandaríkjunum en Goldfrapp nýttu sér þann meðbyr við útgáfu þriðju plötu sinnar Supernature. Sú plata tryggði sveitinni vinsældir á skemmtistöðum um allan heim enda „dansvænni“ en sú fyrri. Fjórða plata sveitarinnar Seventh Tree var skref í átt frá danstónlist. Á henni má finna rólega raftónlist en eitt vinsælasta lag sveit- arinnar „A&E“ er af þeirri plötu. Á nýjustu plötu sveitarinnar Head First má finna níu skothelda sumarsmelli sem eru allir bersýnilega smitaðir af níunda áratugnum. Kröftugir synthar, silkimjúkir strengir, takt- föst trommuslög og sérstök en tónviss rödd söngkonunnar Alison Goldfrapp einkenna hvert lag. Fyrsta lag plötunnar „Rocket“ hefur strax vakið töluverða athygli og virðist njóta vinsælda víða. Lagið er í spilun á Flass FM, FM957, Rás 2 og X-inu 977. Tónlistin virðist þannig höfða til allra, en ekki bara afmarkaðs hóps raftónlistaraðdáenda. Músagangur Dúettin Goldfrapp samanstendur af söngkon- unni fyrrnefndu og tónlistarmanninum Will Gregory. Sveitin er nefnd í höfuð söngkon- unnar en hún er oftast í forgrunni í myndatök- um, tónlistarmyndböndum og á tónleikum. Þau segja tónsmíðar sínar samdar á lýðræð- islegan hátt en ætla má að þau hafi þannig bæði sitt að segja um tónlistina. Hljómsveitin var stofnuð árið 1999 en Gregory bað söngkonuna um aðstoð við að semja kvikmyndatónlist. Að því loknu vildu þau ólm halda samstarfi sínu áfram. Sveitin undirritaði samning við útgáfu- félagið Mute Records sem útvegaði þeim hljóð- ver í Wiltshire í Englandi. Aðstaðan var svo slæm að Alison svaf lítið vegna skordýra og músagangs í húsnæðinu. Hljómsveitin lét það ekki á sig fá og gaf út fyrstu breiðskífu sína. Síðan hefur hljómsveitin notið stigmagnandi vinsælda og ætla má að upptökuaðstaða þeirra sé öllu skárri í dag. Fjörugt sumarpopp Goldfrapp sendi nýverið frá sér fimmtu plötu sína Head First. Þau Will Gregory og Alison Goldfrapp njóta mikilla vinsælda enda virðist tónlist þeirra höfða til flestra. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Alison Goldfrapp er oftast ein síns liðs í myndatökum og tónlistarmyndböndum fyrir hljómsveitina. Will Gregory er margt til lista lagt. Hann er með gráðu í klassískri tónlist frá Háskól- anum í York. Segja má að hann spili á öll hljóðfæri í Goldfrapp en Alison sér um sönginn. Áður en hann gekk til liðs við Goldfrapp kom hann fram með hljómsveitum á borð við Portishead, The Cure, Tears For Fears og m.a.s. með sjálfum Peter Gabriel. Gregory lék á óbó með Tori Amos en er einnig menntaður saxafónleikari. Hann hefur því komið víða við og býr að góðri reynslu úr heimi tónlistarinnar. Sjálfur er hann samt frekar feiminn við sviðljósið. Umslag plötunnar Head First. Hefur kom- ið víða við Tónlist Eftir að hafa átt tónlistarveituna Lala.com í örfáa mánuði hefur tölvurisinn Apple ákveð- ið að loka fyrir alla þjónustu hennar í lok mánaðarins. Fjölmargar tónlistarsíður á netinu nýttu sér þjónustu Lala til að streyma tónlist og var síðan Pitchfork.com á meðal þeirra. Lala-veitan virkaði þannig að í staðinn fyrir að hala niður lagi á tölvu notanda var því streymt í gegnum netið. Gátu tónlist- arsíður því nýtt sér Lala og boðið notendum sínum að hlusta á tónlist beint af síðunni. Steve Jobs og Apple loka einum af keppi- nautum iTunes-verslunarinnar. Apple lokar á LaLa

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.