SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 33
23. maí 2010 33 ur Sturluson sé grafinn við kirkjudyr á Öndverðareyri. Líklega eru hinar mý- mörgu rústir á Öndverðareyri einhver forvitnilegasta rústabók Íslandssögunnar sem enn er ólesin, ekki síst með tilliti til þeirra Sturlunga. Það er útlit fyrir að heilu virkisgarðarnir frá Sturlungaöld séu varðveittir undir lyngmóum Önd- verðareyrar, ef aðgangshörð hross fá ekki að skemma meira en orðið er á svæðinu, og því er stórmál að for- stöðumaður fornleifaverndar láti girða af svæðið strax. Þar sem áður voru lyngmóar á sjálfu rústasvæðinu fyrir að- eins 20 árum eru nú stórir melaflekkir sem bjóða upp á uppblástur. Fyrr má nú dekra við blessuð hrossin en fórnað sé stórkostlegum söguminjum. Nú er að ganga skipulega í það að byggja upp húsakost á Öndverðareyri, langhús sem sýnir alla þróun handritagerðar og sögu- ritunar. Hlúð að nútímanum Heimildir eru skráðar um að byggð hafi verið óslitin á Öndverðareyri fram yfir 1700, en síðustu ár þess tíma var byggðin þar oft kölluð Tóftir, líklega vegna þess að þar er mýgrútur af fornum tóftum falinn í jörð. Hús var reyndar byggt á Öndverðareyri um 1920, en það brann áður en flutt var í það. Heimildir eru til um kirkju á Öndverðareyri sem flutt var að Hallbjarnareyrum um 1200 þar sem Hallbjörn Jónsson var þá prestur, en Hallbjarnareyri er löngu komin í eyði. Þar var einnig bænhús og bæn- húsagarður sem er vitað hvar stóð, en það er löngu búið að slétta yfir hann, kannski vegna þess að það vantaði beit fyrir nýborinn kálf. Það er margt fljót- ræðið okkar Íslendinga. Það má minna á að á Hallbjarnareyri var um tíma holds- veikraspítali, einn af þremur á Íslandi. Endalaust deila menn um sögustaði og reyndar eru líklega fáar þjóðir sem búa eins í sögu sinni og Íslendingar, því mörgum finnst saga liðinna alda miklu merkilegri og eftirsóknarverðari en sú saga sem við erum að spinna sjálf frá degi til dags. Það er synd að hugsa ekki fyrst og fremst í nútíðinni og framtíðinni, en svona er þetta og minnir á frændur okk- ar Norðmenn sem eru svo sparsamir að þeir trúa ekki einu sinni á líf fyrir dauð- ann. Salteyrarós er þekktur lendingarstaður frá landnámsöld en nú deila menn um það hvort hann hafi verið við Grund- arfjörð eða Kolgrafafjörð, nánar tiltekið við Kvíabryggju og Kirkjufell eða í Hópi við Kolgrafir í Kolgrafafirði. Vilhjálmur á Kvíabryggju er sann- færður um að Salteyrarósinn hafi verið þar sem nú er kallað Hálsvaðall og Bryggjuós fram við sjó, það er að segja við Kvíabyggju. Vilhjálmur telur að það séu forvitnilegar órannsakaðar rústir við sunnanverðan vaðalinn, sem hann telur hafa verið skipgengan á landnámsöld. Hann hefur bent á órannsakaðar rústir fyrir neðan bæinn Mýrar og skammt frá Hálsi í botni vaðalsins. Vilhjálmur bendir einnig á að engar rústir hafi fundist við Kolgrafir. Þess er til að mynda getið í fornum gögnum að skipverjum á skipum við Salteyrarós hafi verið skipt niður á Eyri og Mávahlíð. Það er mjög langsótt að skip þeirra hafi verið í Kolgrafafirði úr því að þeir fengu húsaskjól á fyrr- greindum bæjum. Burðarfjöl í vöggu Íslands Dr. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur og prófessor, skrifaði doktorsritgerð sína tengda Setbergseldstöðinni, þ.e. fjalla- rammanum þar sem Klakkurinn er eins konar miðsvæði og Bjarnarhafnarfjall til að mynda gígbrot, en þetta landsvæði allt er hluti af gömlum rekhrygg í flokki rekhryggja sem hafa verið að skipta um stöðu sífellt á síðustu 12-16 milljónum ára. Norðausturlandið frá Öxarfirði að Vatnajökli er til dæmis leifar af gömlum rekhrygg og þótt sumir vilji halda því fram að vagga Íslands sé hér eða þar á landinu þá er málið ekki svo einfalt. Vagga Íslands er enn að mótast og landið allt er vaggan, því það er einfaldlega allt í gangi í eldvirkni landsins. Engill í stærð Jökulsins Gunnar Njálsson í Grundarfirði býr yfir sérstökum næmleika fyrir álfum og huldum vættum og þeir hafa veitt hon- um hlutdeild í lífi sínu og tilveru. Gunn- ar er tveggja heima maður og fyrir nokkrum árum lofaði hann náttúruvætt- unum í Mjósundi í Berserkjahrauni að verja hraunið með þeim. Gunnar kveðst hafa séð álfa og huldu- fólk víða um land og til að mynda sé ein- staklega mikið af því í stórgrýtinu undir Ingólfsfjalli, einnig í hömrunum nálægt steypustöðinni á Selfossi, en huldu- heimadrekana í formi flauga sér hann ekki oft. Hann sagði það ekkert fara á milli mála að sumir staðir hefðu meiri skilyrði en aðrir í þessum efnum og kannski væri það eitthvað háð jarð- straumunum. Hann nefndi sem dæmi Keili á Reykjanesi og Snæfellsjökul, enda engin tilviljun að hann er oft nefndur í sambandi við ofurorku. Einu sinni var Gunnar staddur á Hellnum á Snæfellsnesi fyrir nokkrum árum. Hann var að ganga úti síðla kvölds og spjalla við almættið þegar honum verður litið til Snæfellsjökuls. Þá blasti við honum ótrúleg sýn. Hann sá engil í stærð jökulsins gnæfa yfir honum og nánast út úr toppi jökulsins með út- breiddan faðm og yfir englinum var skær litabogi eins og stórkostleg hvelfing. Maður er manns gaman Guðmundur Kristjánsson skipasmiður með meiru hafði einu sinni skotið sel undan Bjarnarhafnarfjalli, en þetta var ekki alveg á hentugasta tíma til að skjóta seli. Guðmundur var að baksa við að ná selnum um borð í bát sinn þegar bónd- inn í Bjarnarhöfn kom askvaðandi og hótaði að kæra Guðmund til hreppstjóra. Guðmundur ákvað því að vera fyrri til og fór beint til Bjarna hreppstjóra þegar í land var komið og leitaði ráða. Bjarni spurði Guðmund hvort þeir hefðu ekki bara verið tveir og játaði Guðmundur því. „Þá skaltu bara segja hann ljúga þessu,“ sagði Bjarni að bragði, „þá stendur orð á móti orði og allt er fast.“ Í fólki býr mismikil ævintýraþrá og allt kostar sitt, en eitt er víst að hjá þeim sem ekkert gerir gerist ekkert. Steini Gun hefur gælunafn sitt af byssuáhuga. Steini ólst upp í Ólafsvík svo það er ekkert undarlegt þótt Grundfirðingar segi að ekki hafi verið von á góðu, en Steini varð strax mjög forvitinn og nákvæmur á bernskuárum og vélar kitluðu hann fram í fingurgóma. Hann lenti því oft í ýmsu og jafnoft hjá Arngrími lækni sem þótti fjarska vænt um strákinn með sínu „um- humm umhumm, kemur hann enn“, sem hann sagði þegar komið var með Steina til hans. Það var verið að steypa hús í Ólafsvík með bensínknúinni vél og svo kom kaffitími og vélin var látin snúast á með- an kallarnir fóru í kaffi. Steini Gun, 10 ára gamall, ömmustrákurinn hennar Gullu, var að sniglast í kring og fannst Sagnamenn og sagnaefni, Ingi Hans Jónsson, Hrólfur Hraundal, Runólfur Guðmundsson, kallaður Runni, og Þorsteinn Björgvinsson eða Steini Gun. Morgunblaðið/RAX ’ Gunnar kveðst hafa séð álfa og huldufólk víða um land og til að mynda sé einstaklega mikið af því í stórgrýtinu undir Ingólfsfjalli...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.