SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 48
48 23. maí 2010 E itt af því mikilvægasta sem fólk ætti að læra í skóla er að tala og skrifa. Sá sem hefur verið lengi í skóla og lært mikið af bókum á að geta talað og skrif- að eins og lærður maður, af miklu viti og á góðu máli. Það er að minnsta kosti einn sá mannkostur sem háskólarnir vilja gjarnan að prýði nemendur þeirra og útskrifaða fræðinga. En það er alls ekki svo. Langt bók- nám er engin trygging fyrir því að fólk sé vel máli farið í ræðu eða riti. Lengi vel var sú skoðun útbreidd að íslensku- kennsla í framhaldsskólum væri svo góð að stúdentspróf væri trygging fyrir því að fólk væri sæmilega talandi og skrif- andi. Háskólinn taldi sig ekki þurfa að mennta stúdenta í íslensku. Svo langt aftur sem skrifari þessa pistils man, hefur ritfærni stúdenta ár- lega borið á góma meðal háskólakenn- ara – eða öllu heldur skort á ritfærni. Sum fræðasvið og deildir hafa brugðist við þessu með inngangsnámskeiðum um fræðileg skrif. Á slíkum námskeiðum er lögð áhersla á meðferð heimilda, í tengslum við aðferðafræði rannsókna og tungutak, mál og stíl. Skrifari hefur um árabil kennt á nám- skeiðum af þessu tagi og getur alveg tekið undir þær raddir sem fullyrða að ritfærni margra stúdenta í íslensku sé fremur bágborin. En meginvandinn er ekki stakar málvillur af því tagi sem Eiður Guðnason eltist við í ágætum bloggpistlum sínum á Eyjunni, heldur sá að hugsuninni er ábótavant. Þetta unga fólk á erfitt með að gera skipulega grein fyrir þekkingu sinni og skoðunum í rituðu máli þannig að lesandi skilji. Samhengi og skipulag er út og suður, aðalatriðum og aukatriðum er ruglað saman, og þessháttar framsetningu fylgja alls kyns rökleysur í orðalagi sem eru ekkert endilega málvillur í hefð- bundnum skilningi, heldur hugsana- villur. Þessir gallar í skrifum stúdenta væru jafn slæmir á hvaða tungumáli sem er. Ég hef enn ekki hitt þann ungling sem ekki hefur metnað til að gera vel – ef hann fengi tækifæri til þess og þá að- stoð sem þarf til að gera enn betur. Sannleikurinn er nefnilega sá að unga fólkið okkar hefur ekki fengið nægilega þjálfun og leiðsögn í að skrifa agaðan texta þar sem gerðar eru kröfur um framsetningu, en um leið veitt sú að- stoð sem þetta unga fólk kallar svo sár- lega eftir. Á menntavísindasviði Háskólans var í vetur ákveðið að taka enn betur utan um þennan þátt í námi stúdenta með því að setja á laggirnar ritver, miðstöð fróðleiks og leiðsagnar um fræðileg skrif í háskólanámi. Ritverið hefur nú starfað í eitt misseri. Stúdentar hafa getað sótt sér fræðslu af ýmsu tagi og þeir sem glíma við lokaverkefni hafa getað pant- að viðtöl um margskonar vanda við skriftir. Starfið í vetur var tilraun. Óhætt er að segja að reynslan lofar góðu og hefur fyllt okkur bjartsýni um að við getum haldið tilrauninni áfram. Með haustinu verða kvíarnar færðar svolítið út og fitj- að upp á nýmælum. Eitt er víst: Íslenskt tungutak verður í hávegum haft í ritveri menntavísinda- sviðs. Eitt fyrsta verkefni okkar var að búa til vefnámskeið um notkun rit- vinnsluforritsins Orðs (sem margir þekkja sem Word) – á íslensku. Það er jafn sjálfsagt að vera í íslensku umhverfi í tölvunni og á kaffistofunni – ekki síst þar sem íslenskt umhverfi er auðfáan- legt á vef Microsoft á Íslandi – og hefur lengi verið – ef fólk nennir að bera sig eftir því. En til þess að fá ritvinnsluna á ís- lensku má byrja á að smella á vef rit- versins, http://vefsetur.hi.is/ritver/ – og prófa sig svo áfram. Góðar stundir. Langskólagengið ’ Langt bóknám er engin trygging fyrir því að fólk sé vel máli farið í ræðu eða riti. Nemendur að snæðingi fyrir utan Háskólatorgið. Morgunblaðið/Ernir Tungutak Baldur Sigurðsson R itun Min kamp lýkur í sumar og þá spannar það sex bækur (ca. 2.700 blaðsíður). Verkið er þó ekki bara stórt heldur kem- ur það inn á fjölmörg efni og hefur vakið mikla athygli í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku. Fyrir fyrstu bókina fékk Knaus- gård hin virtu norsku Brage-bók- menntaverðlaun og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skáldsagan fjallar um margvísleg efni og er allt í senn uppvaxtarsaga, end- urminningar, ástarsaga og skáldævisaga. Um leið er hún eins konar þroskasaga því að hún hverfur aftur og aftur að föðurn- um, fyrst í sambandi sögumanns við föð- ur sinn, síðar í sambandi hans við börn sín. Verkið fjallar líka um hlutverk karl- mannsins í nútímasamfélagi og minnir að því leyti á hinar svokölluðu „kvennabók- menntir“ frá áttunda áratugnum þar sem lýst var átökunum milli skyldunnar og sköpunarþrárinnar. Síðast en ekki síst fjallar verkið um að sjá heiminn í merk- ingunni að vera í núinu, sjá fegurðina í því einfalda og hversdagslega og skilja heiminn í merkingu þess að skilja tilfinn- ingar sjálfs sín og annarra, sinn eigin bakgrunn og sínar eigin forsendur. Fyrsta verk Knausgårds var skáld- sagan Út úr heiminum (Ut av verden) sem kom út 1998. Bæði hún og næsta bók Allt hefur sinn tíma (Alt til sin tid, 2004) vöktu mikla athygli og fengu mörg bók- menntaverðlaun, síðastnefnda bókin var líka tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandsráðs. Samt er Knausgård til- tölulega lítt þekktur höfundur á Íslandi. Barátta mín er skrifuð í bókmennta- hefð „skáldævisögunnar“sem er vel þekkt hérlendis til dæmis af verkum höf- unda eins og Þórbergs Þórðarsonar og Guðbergs Bergssonar. Erindi Knausgård í Norræna húsinu í vikunni er því ekki að- eins að kynna sitt eigið verk heldur líka að ræða skáldævisöguna sem bók- menntagrein og spjalla um hana við bók- menntafræðinginn Soffíu Auði Birg- isdóttur og íslenska rithöfundinn Bjarna Bjarnason. Sá síðastnefndi hefur skrifað tvær skáldsögur sem falla undir þessa bókmenntahefð (Andlit og Leitin að Audrey Hepburn). Ævisaga í beinni útsendingu Barátta mín er bæði skáldsaga og ævisaga og varpar gagnrýnu ljósi á báðar bók- menntagreinarnar, ekki minnst af því að sumir atburðirnir sem lýst er koma úr fyrri skáldsögum Knausgård og skjóta aftur upp kollinum í Baráttu minni, stundum sem meint reynsla en stundum er óljósara hvaðan atburðirnir koma. Þetta magnar textann og eykur spennuna í honum. Barátta mín er ekki hefðbundin sjálfsævisaga þar sem gjörðir höfundarins eru sýndar í ljósi síðari þekkingar eða jafnvel fegraðar eftir á. Knausgård virðist vera svo heiðarlegur að hann gefi ekkert eftir í sjálfsskoðun sinni. Barátta mín er ekki skáldsaga sem státar af greinilegum söguþræði, sögu- manni og sjónarhorni í hefðbundinni merkingu orðsins. Sögumanns- hlutverkið, sjónarhornið og söguþráð- urinn koma saman í einum og sama punkti sem er Karl Ove sjálfur, eða höf- undurinn. Karl Ove segir söguna, sjón- arhornið er hjá honum hvort sem hann er lítill strákur, unglingur, ungur og reiður karlmaður, ástfanginn maður á þrítugs- aldri eða fullorðinn fjölskyldufaðir. Söguþráðurinn er svo samofinn lífi og frásögn Knausgård að það er erfitt að skilja þetta sundur þó fullyrða megi að ótti Karl Ove við föðurinn knýi söguna áfram, að minnsta kosti fyrstu, aðra og fjórðu bókina. Einlæg en ekki persónuleg Knausgård segir sjálfur að markmið hans hafi verið að vera einlægur en ekki per- sónulegur, aðeins þannig komi það sem hann skrifar öllum við. Í þessu felst óskin um innileika sem menn tengja venjulega ljóðlistinni og lönguninni til að segja það sem ekki er hægt að segja. Knausgård vill ekki bara lýsa veruleikanum heldur sýna Karl Ove Knausgård og stórvirki hans Á miðvikudaginn heimsækir norski rithöfund- urinn Karl Ove Knausgård Ísland og Norræna húsið til að segja frá síðustu bók sinni, Barátta mín (Min kamp). Tiril Theresa Myklebost ttm@hi.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.