SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 10
10 23. maí 2010 M ér fannst það bráðfyndið þegar Jón Gnarr tilkynnti framboð sitt og Besta flokksins til borgarstjórnar- kosninga hér í Reykjavík. Ég var ekki ein um það, síður en svo. En nú, þegar vika er í borgarstjórn- arkosningar, hlýt ég að spyrja hvort brandaranum sé ekki að ljúka. Ætlar þessi húmoristi og bráðsnjalli uppistandari, Jón Gnarr, ekki að hætta við framboðið? Ætlar hann og hans fólk að axla ábyrgð á því að hér verði pólitísk upplausn í borginni næstu fjögur árin? Veit hann og hans fólk hvað felst í því að taka að sér rekstur stærsta fyrirtækis landsins í fjögur ár, halda úti almanna- þjónustu, passa upp á debet og kredit, þannig að fjárhagur okkar Reykvíkinga fari ekki fjandans til á því kjörtímabili sem hefst eftir eina viku? Mér er spurn. Það liggur fyrir, að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þessi glæsilega og skarpgreinda kona, hefur staðið sig afburðavel í hlutverki borgarstjórans í Reykjavík. Um það virðist ríkja þverpólitísk afstaða, ef marka má skoðanakannanir. Hún hef- ur ítrekað lýst þeirri skoðun að leiðin út úr þeim efnahagsvanda sem við okkur blasir verði að- eins fundin með samvinnu og sátt í stað átaka og ófriðar. Og það sem meira er, hún hefur ekki látið sitja við orðin tóm, heldur hrint þessari skoðun sinni í framkvæmd, þannig að eftir því er tekið hversu vel borgarfulltrúar hafa starfað saman við að finna leiðir, sem gagnast sem flestum og koma niður á sem fæstum. Vit- anlega hefur mikið mætt á borgarfulltrúum í því erfiða efnahags- umhverfi sem við Íslendingar búum nú við, en ég held að óhætt sé að fullyrða að þeir hafi tekið á málum af ábyrgð og festu og gætt þess að að standa vörð um þá þjónustu sem við viljum flest að sé hluti af grunnþjónustu borgarinnar. Hanna Birna orðaði það sjálf svo í aðsendri grein snemma á þessu ári: „Þrátt fyrir samdrátt í tekjum hefur okkur tekist að mæta öll- um fjárskuldbindingum og tryggja góða stöðu í lok síðasta árs, án þess að hækka gjöld fyrir grunnþjónustu eða skatta. Verkefni árs- ins 2010 verður að standa vörð um þjónustu við börn og velferð og forgangsraða í þeirra þágu … Þess í stað hagræðum við í stjórnsýslu og almennum rekstri borgarinnar, rýnum kostnað rækilega og spyrjum gagnrýnna spurninga um útgjöld.“ Ætla Reykvíkingar virkilega að skipta á þessum árangri, sem vissulega hlýtur að teljast til verulegra tíðinda, fyrir brandara, sem á örugglega bara eftir að breytast í lélegan brandara, upplausn og stjórnleysi á hinum ýmsu sviðum borgarinnar? Ætla kjósendur í Reykjavík að tryggja Jóni Gnarr og Besta flokknum sex borgarfull- trúa og 36% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum eftir viku, eins og skoðanakönnun MMR frá því í síðustu viku gaf til kynna að yrði niðurstaðan? Það setur að mér óþægilegan aulahroll, þegar ég hugsa til þess, nú viku fyrir kosningar, að ekkert bendir til annars en Jón Gnarr og Besti flokkurinn ætli að halda framboði sínu til streitu. Samt sem áður vona ég að hinir ágætu grínistar sem fara fyrir framboði Besta flokksins muni sjá að sér. Þetta var fínn brandari og áreið- anlega þörf áminning fyrir þau sem hafa tekið að sér að reka okkar ágætu borg. En nú ætti brandaranum að ljúka, eða hvernig halda þau Jón Gnarr og félagar að þau haldi út næstu fjögur ár, að vera í alvörurekstri, með mörg þúsund manns í vinnu og veltu upp á tugi milljarða króna á ári, taka erfiðar ákvarðanir og óvinsælar og kom- ast ekki upp með að svara út og suður, eins og hefur verið einkenni þessa grínframboðs hingað til? Það sem ég vil veðja á núna er að Reykvíkingar sjálfir sjái að sér, því fátt bendir til þess að grínframboðið muni gera það og vísbend- ing um að svo geti orðið er að 70% aðspurðra í ofangreindri skoð- anakönnun telja að Hanna Birna hafi staðið sig frekar vel eða mjög vel í starfi borgarstjóra. Er brandar- inn ekki að verða búinn? Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hanna Birna Jón Gnarr ’ 70% aðspurðra í ofangreindri skoðanakönn- un telja að Hanna Birna hafi staðið sig frekar vel eða mjög vel í starfi borg- arstjóra 02.00 Fer að sofa eftir langan vinnudag. Þegar líður nær frum- sýningu snýst sólarhringurinn oft nánast við... Inga Maren Rúnarsdótttir og félagar í hóp sem kallar sig Menningarfélagið frumsýna um helgina dansverkið Aftursnúið í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Inga Maren lærði í London en hefur undanfarið dvalið bæði í Amsterdam og Costa Rica við dansmennt. Hún segir engan dag hefð- bundinn um þessar mundir en féllst á að leyfa lesandanum að dansa með sér í gegnum mið- vikudaginn. Hann hófst eig- inlega á því að hún lagðist til svefns klukkan tvö eftir mið- nætti sem fyrr segir ... 8.45 Morgunmatur. Mismun- andi eftir tímabilum; um þessar mundir Honey Nut Cheerios og kaffi. Svo smyr ég mér nesti til að fara með í vinnuna. 9.30 Æfing í Rýminu. Við er- um tveir dansarar, ég og Ásgeir Helgi Magnússon, William Coll- ins er dramatúrg, Egill Ingi- bergsson sá um að hanna ljósin og fleira, Lydía Grétarsdóttir samdi tónlistina og Lára Stein- grímsdóttir býr til sviðsmynd- ina. Það má reyndar segja að við deilum vinnunni þannig að í rauninni sér enginn alveg um eitthvað eitt. Allir sem eru í Menningarfélaginu voru saman í Versló; samt er ekkert okkar í viðskiptalífinu! 11.00 Rennsli á sýningunni í heild með ljósum og öllu. Verkið er mjög dramatískt og frekar skýtið að ná fram öllum nauð- synlegum tilfinningum svona snemma dags! Það er auðveldara á kvöldin. Verkið er um tvo ein- staklinga sem hafa lent í áfalli og þurfa að bregðast við þeirri stað- reynd að allt er öðruvísi en áður. Við segjum ekki hvert áfallið en einstaklingarnir þurfa að takast á við algjörlega nýjan veruleika. 13.00 Hádegismatur. Mat- málstímar eru samt yfirleitt ekki á hefðbundnum tímum núna. 14.00 Nóg að gera við að klára sviðsmyndina. Það er endalaust verk; þarf að mála eitthvað, líma loftið, laga lampaskerma eða hengja eitt- hvað upp. 16.00 Förum yfir það sem betur hefði mátt fara á rennslinu í morgun. Fínpússum tækniat- riði í dansinum. 19.10 Skreppum út á flug- völl að sækja Pétur, kærastann hans Ásgeirs. 21.00 Æfing hefst á ný. 23.00 Æfingunni lýkur og við förum yfir nokkur atriði sem hefðu mátt ganga betur. 23.30 Hópurinn býr allur saman við Þórunnarstræti. Egill ljósamaður fór á undan og þegar við komum heim er hann búinn að elda; framreiðir nýjan fisk, urriða og bleikju, sem hann veiddi sjálfur. Þetta er í hálf- indverskum stíl og rosalega gott. Við horfum svo á vídeó af æfing- unni í kvöld, skrifum nótur um það sem þarf að laga. Svo fór ég yfir tölvupóst til Menningar- félagsins og svara því sem þarf að svara. 02.00 Leggst aftur á kodd- ann og sofna. Þessum mið- vikudegi lýkur sem sagt ekki fyrr en á fimmtudegi... Kannski dreymir mig um allt sem við eigum eftir að gera sam- an. Aftursnúið er þriðja verkið sem hópurinn setur upp í sam- einingu og við erum með margar hugmyndir. skapti@mbl.is Dagur í lífi Ingu Marenar Rúnarsdóttur dansara Inga Maren Rúnarsdóttir; sviðsmyndin er öfugsnúin eða þá aftursnúin... Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nú verður aftursnúið Fyrsta skopteikningin eftir Ívar Valgarðsson myndlistarmann birtist í Sunnudagsmogganum í dag og verða teikn- ingar hans fastur liður í blaðinu hér eftir. Nýr skopmyndateiknari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.