SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Síða 54

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Síða 54
54 23. maí 2010 Á síðustu árum hefur bókaröð enska rithöfund- arins Lees Childs um hörkutólið Jack Reacher notið sívaxandi vinsælda víða um heim. Þótt Child sé enskur er Reacher Bandaríkjamaður og má lýsa honum sem erkitýpu harðhaussins; upp- gjafahermaður, stór og mikill og rammur að afli. Hann hefur lifað sem flækingur allt frá því hann hætti í hern- um, lætur hverjum degi nægja sín þjáningu og ferðast um Bandaríkin án farangurs og aldrei með meira á sér af fé en dugir fyrir mat og húsaskjóli og ódýrum fatnaði þegar fötin óhreinkast. Hann er myndarlegur maður og finnur sér nýja kærustu að segja í hverri bók: „Jack Reacher: Karlar vilja vera hann, konur vilja vera með honum.“ „Þú ert rekinn“ Lee Child fæddist í Coventry og ólst upp í Birmingham. Hann stundaði laganám en fór að vinna við sjónvarps- þáttagerð eftir að námi lauk. Í spjalli segist hann og ekki hafa ætlað sér að verða lögfræðingur: „Ég valdi laganám- ið vegna þess hve vel það hentar almennt, enda lærir maður í raun sagnfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, fé- lagsfræði, tungumál og sálfræði – allt í einum pakka. Að því sögðu þá er ekki til neitt hagnýtt nám fyrir störf í skemmtanaiðnaðinum og því skipti það í sjálfu sér engu hvað ég lærði.“ Undir lok áttunda áratugarins var Child kominn í þægilega stöðu hjá Granada Television og vann að mörg- um helstu þáttum stöðvarinnar á þeim tíma. Hann segist hafa kunnað afskaplega vel við starfið, „en svo sagði yf- irmaður minn nokkuð sem gerði mér ómögulegt að halda áfram: „Þú ert rekinn“. Ég fór því að skrifa til að fram- fleyta fjölskyldunni.“ Landflæmi fyrir flæking Child segir að litlar rannsóknir og lítill undirbúningur sé á bak við hverja bók, hann skrifi yfirleitt um það sem hann veit fyrir, en það kosti þó alltaf sína vinnu að skrifa og best að hafa þann tíma vel skipulagðan: „Ég sit við fimm til sex tíma á dag og er mjög skipulagður. Skriftum má lýsa á ýmsa vegu, en að mínu viti eru þær fyrst og fremst vinna og kalla jafnvel á meiri viðveru en önnur vinna.“ Í ljósi þess að hann segist skrifa eftir því sem hann veit fyrir kviknar sú spurning hvort skoðanir Reachers séu og hans skoðanir, til að mynda á Íraksstríðinu sem lesa má í þarsíðustu Reacher-bók, Gone Tomorrow, sem kom út á íslensku í vikunni sem Friðlaus, en þar er hann býsna gagnrýninn á það sem fram fór og fer þar eftir innrás Bandamanna á sínum tíma. „Ég fékk bágt fyrir frá mörg- um vegna þeirra ummæla, en hið kaldhæðnislega við það er að skoðun Reachers rímar við skoðanir hermanna í Írak, enda byggði ég þær beint á bréfum frá þeim sem mér hafa borist.“ Þegar Child settist niður að skrifa sína fyrstu bók varð Reacher til. Child lýsir honum sem dagréttri goðsögn, hetju aldanna; „dularfulli flækingurinn, göfugi einfar- inn, riddarinn hreinlyndi – hann er óskhyggja mín og vonandi lesandans líka“, segir Child og bætir við að Reacher sé Bandaríkjamaður því það sé einn af fáum stöðum á jörðinni þar sem enn er landflæmi fyrir flæk- ing. Reacher er reyndar svo mikil erkitýpa að hann gæti ekki verið til, en að sama skapi frábrugðinn þeim hetjum sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarin ár; hann er ekki ofbeldishneigður/lífsþreyttur drykkjumaður á snúrunni, uppfullur af persónuleikjaflækjum sem á í erf- iðleikum með hitt kynið. Það skýrir að einhverju leyti hversu vel honum hefur verið tekið og til að mynda for- vitnilegt hvað margar konur sem ég þekki til hafa hrifist af bókunum enda hafa þær alla jafna ekki gaman af spennubókum. Þreyttur á gallagripum Child segist hafa orðið var við það líka að konur kunni að meta bækurnar og skrifað það á að þær kunni jafnan að meta menn sem berjist fyrir réttlæti, en svo megi ekki gleyma því hve mikið kvennagull Reacher er. „Sjálfur var ég orðinn þreyttur á gallagripum og fannst tími til kominn að til yrði gamaldags geðflækjulaus hetja og gaman að sjá að lesendur eru sama sinnis. Reacher hefur reyndar eitthvað mýkst með tímanum, en það er ekki meðvitað og sennilega bara til marks um það að ég hef sjálfur breyst með tímanum, enda finnst mér að aðal- persónur í bókaröðum ættu ekki að breytast.“ Bækurnar um Reacher eru orðnar fjórtán og ekkert lát á, þótt mjög sé það rætt á netmiðlum hvort hetjan hafi gefið upp öndina í lok síðustu bókarinnar um hann, 61 Hours, og kemur ekki í ljós fyrr en með næstu bók sem kemur út í haust. Child er þó ekki á því að hann skilji les- andann eftir í neinni óvissu: „Í bókinni eru allar þær upplýsingar sem lesandi þarf á að halda til að átta sig á hvað er á seyði. Ég er bara að reyna að treysta á lesand- ann. Hvað fjölda Reacher-bóka varðar þá mun ég skrifa bækur um hann á meðan fólk hefur áhuga á að lesa þær, ég er ekki með annars konar bækur í smíðum.“ Gamaldags geðflækju- laus hetja „Hann er óskhyggja mín og vonandi lesandans líka“, segir Lee Child um persónu sína Jack Reacher. Hörkutólið Jack Reacher er erkitýpa töffarans: Karlar vilja vera hann, konur vilja vera með honum. Hann spratt alskapaður út úr höfði enska rithöfundarins Lees Childs sem segir hann ósk- hyggju sína. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Að sögn Árna Björnssonar hét laugardagur þvottadag- ur til forna. Ég tek það mjög hátíðlega í þetta skiptið og stend í stórhreingerningum á vinnustofunni minni á laugardag. Ég þarf að taka til, ryksuga og skúra fyrir tónleika sem verða hjá mér á sunnudaginn og eru hluti af dagskrá Listahátíðar. Það er reyndar spurning hvort það væri ekki þarft fyrir mig að halda svona tónleika reglulega, það mundi veita ákveðið hrein- gerningaraðhald. Hjá mér munu þær Þóra Einarsdóttir sópran og Elísabet Waage hörpuleikari flytja franska tónlist. Um kvöldið væri tilvalið að koma sér á einhvern bar og horfa á Inter Milan og Bayern München eigast við kl. 19. Á sunnudagsmorgun ætla ég að reyna að fá sæti í Fríkirkjunni og hlusta á þá Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil fara með ljóðin hans Schuberts. Sennilega fátt betra á sunnudags- morgni en að hlusta á sönglög Schuberts. Í framhaldinu reyni ég að kíkja á sýningarnar sem hafa verið að opna að undanförnu og ég hef ekki komist til að skoða, það er full vinna að fylgjast með dagskrá Listahátíðar. Ég næ svo kannski einum kaffibolla niður í bæ áður en ég opna vinnustofuna fyrir tónleika- gesti klukkan 17. Helgin mín Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður Stórhreingerningar fyrir tónleika Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.