Morgunblaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Af einhverjum ástæðum, sem ólík-legt er að nokkur maður geti útskýrt, hefur Steingrímur J. Sig- fússon sérstaka þörf fyrir að sam- þykkja mótstöðulaust þær kröfur sem erlendir menn kunna að gera á hendur íslenska ríkinu.     Alkunna erhvernig Steingrímur hef- ur sem fjár- málaráðherra barist um á hæl og hnakka að fá heimild til að greiða kröfu Breta og Hol- lendinga vegna skuldar þrotabús Landsbankans.     Færri þekkja til baráttu Stein-gríms fyrir því að íslenska ríkið greiddi kröfu ítalska fyrirtækisins Impregilo vegna framkvæmda við Kárahnjúka.     Impregilo gerði kröfu um að ís-lenska ríkið greiddi fyrirtækinu á annan milljarð króna vegna meintra oftekinna skatta, en þáver- andi fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, var ekki reiðubúinn að inna þá greiðslu af hendi átaka- laust.     Steingrímur J. Sigfússon þrá-spurði í þinginu hvernig á þessu stæði og sagði í september 2008 að honum sýndist að „and- varaleysi fjármálaráðuneytisins“ þýddi að „hér geti verið í uppsigl- ingu verulegur löðrungur, svo að ekki sé sagt bara kjaftshögg, á rík- issjóð og núverandi og fyrrverandi fjármálaráðherra“.     Kjaftshöggið kom vissulega, enþað hitti ekki fyrir fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur varð sjálfur fyrir högginu þegar Hæstiréttur dæmdi gegn Impregilo og Steingrími en með íslenskum skattgreiðendum. Steingrímur J. Sigfússon Kjaftshöggið Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -3 léttskýjað Lúxemborg 5 skýjað Algarve 17 skýjað Bolungarvík -4 snjóél Brussel 7 léttskýjað Madríd 9 léttskýjað Akureyri -8 snjókoma Dublin 5 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Egilsstaðir -8 skýjað Glasgow 3 skúrir Mallorca 17 heiðskírt Kirkjubæjarkl. -1 skýjað London 8 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Nuuk -5 snjókoma París 11 léttskýjað Aþena 15 skýjað Þórshöfn -2 heiðskírt Amsterdam 6 skúrir Winnipeg -10 alskýjað Ósló -4 snjókoma Hamborg 8 heiðskírt Montreal 2 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Berlín 9 skýjað New York 1 snjókoma Stokkhólmur 1 þoka Vín 7 skúrir Chicago -4 léttskýjað Helsinki -1 slydda Moskva 2 skýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 27. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.20 4,0 11.43 0,3 17.47 3,8 23.55 0,2 8:42 18:40 ÍSAFJÖRÐUR 1.08 0,2 7.14 2,2 13.46 0,1 19.45 2,0 8:53 18:39 SIGLUFJÖRÐUR 3.10 0,3 9.28 1,4 15.51 0,0 22.15 1,3 8:37 18:21 DJÚPIVOGUR 2.34 2,0 8.47 0,3 14.48 1,8 20.55 0,1 8:13 18:07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Austlæg átt, 5-10 m/s, en 10- 15 við S-ströndina. Dálítil snjó- koma eða él S- og V-lands, en annars víða léttskýjað. Léttir til á vestanverðu landinu seinni partinn. Frost 1 til 8 stig, kald- ast NA-lands, en frostlaust syðst. Á mánudag Fremur hæg austlæg átt og skýjað með köflum, en hvassari og líkur á dálítilli snjókomu syðst á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA- lands, en hiti um frostmark við SV-ströndina. Á þriðjudag Suðaustanátt og slydda eða snjókoma með köflum S- og V- lands en annars víða léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig, en 2 til 7 stiga frost á N- og A-landi. Á miðvikudag og fimmtudag Suðvestanátt og víða slydda eða rigning, en þurrt að mestu norðaustantil. Hlýnandi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt og hvessir NV- lands eftir hádegi. Gengur í suðaustan 8-13 undir kvöld, en 13-18 á Vestfjarðakjálkanum. Kaldast í innsveitum NA-lands, en hlánar við S- og SV- ströndina. Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN ræddi í gær um afnám laga um afkynjanir. Um er að ræða lög sem sett voru 1938 en urðu dauður lagabókstafur þegar ný lög um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir voru sett 1975. Heilbrigðisráðherra segist ekki þekkja ástæður þess að lögin voru ekki afnumin þá þegar. Frá setningu laganna til ársins 1975 voru fjór- um sinnum gerðar ófrjósemisaðgerðir í formi af- kynjana, en það er þegar kynkirtlar karla eða kvenna eru numdir í burtu eða þeim eytt þannig, að starfsemi þeirra ljúki að fullu. Í öllum tilvikum voru ástæður þess afbrigðilegar kynhvatir sem höfðu lýst sér í tilburðum til kynferðisglæpa eða endurteknum kynferðisglæpum. Beindust brotin í þremur tilvikum gegn börnum. Í tveimur tilfellum var um þroskahefta einstak- linga að ræða, í einu tilviki var viðkomandi sagður vera „hvorki geðveikur né fáviti“ og þá undirritaði einn mannanna sjálfur beiðni um aðgerð. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, segir að nýverið hafi komið ljós að lögin séu enn í gildi, þ.e. í starfi nefndar sem skoðar lög og reglur og hvernig þau falla að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Hún segir afnám þeirra nauðsynlega lagahreingerningu. Lög um afkynjanir numin úr gildi Í HNOTSKURN »Lög um að heimila í viðeigandi tilfellumaðgerðir á fólki, til að koma í veg fyrir að það auki kyn sitt, voru sett á Alþingi árið 1938. »Ákvæði laganna um afkynjanir var ætlað að sporna gegn kynferðisbrotum. »Ákvæðinu var síðast beitt árið 1971,vegna kynferðislegs ofbeldis. VOR 2 Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Glæsileg vorferð til Hollands, lands túlípana, osta og vindmyllna. Farið verður í skoðunarferð um Amsterdam,siglt á síkjunum og einnig gefst frjáls tími til að skoða söfn eða setjast á kaffihús og fylgjast með litríku mannlífinu. Hápunktur ferðarinnar verður að fylgjast með árlegri blómaskrúðgöngu í bænum Lisse og heimsókn í einn fallegasta blómaskrúðgarð heims í Keukenhof. Við fræðumst um vindorkuna, heimsækjum þekkta postulínsverksmiðju ásamt því að kynna okkur ostagerð í þessu fallega landi. Fararstjóri: Sigríður Ólafsdóttir Verð: 178.400 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði, aðgangur að Deltapark og íslensk fararstjórn. Túlípanar & ostar 22. - 29. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.