Morgunblaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 25
Fréttir 25ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Fulltingi lögfræðiþjónusta hefur hlotið nýtt nafn og nefnist nú ADVEL lögfræðiþjónusta. Samhliða nafnabreytingunni verður sérfræðiþjónusta við fyrirtæki og stofnanir breikkuð og efld. Lögfræðistofan Fulltingi ehf. var stofnuð árið 2001. Fyrirtækið óx hratt og fyrir röskum tveimur árum var starfseminni skipt milli eigenda í tvö sjálfstæð fyrirtæki með mismunandi starfssvið: Fulltingi lögfræðiþjónustu og Fulltingi slysa- og skaðabótamál. Nafnabreytingin nú undirstrikar fullan aðskilnað þessara tveggja lögmannsstofa en alþjóðlegt Advel - lögfræðiþjónusta ehf. • Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • Sími 520 2050 • Fax 552 2050 Lögfræðiþjónusta www.advel.is yfirbragð heitisins ADVEL speglar aukna áherslu fyrirtækisins á þjónustu á alþjóðlegum vettvangi. ADVEL lögfræðiþjónusta veitir fyrirtækjum, opinberum stofnunum og almenningi alhliða lögfræðiráðgjöf og er starfseminni skipt í þrjú starfs- svið: Fyrirtækjasvið, Alþjóðasvið og Almennt svið. Starfsmenn ADVEL lögfræðiþjónustu eru 17 talsins, þar af 10 héraðsdómslögmenn og tveir hæstaréttarlögmenn. Fulltingi lögfræðiþjónusta fær nafnið ADVEL Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MARGIR stjórnmálamenn og fjöl- miðlar í Danmörku gagnrýndu í gær þá ákvörðun dagblaðsins Politiken að biðja múslíma afsökunar hefði það sært þá með því að birta umdeildar teikningar af Múhameð spámanni. Politiken er fyrsta danska dagblaðið sem biður múslíma formlega afsökun- ar vegna málsins. Blaðið birti í gær samning við lögfræðinga 94.923 af- komenda Múhameðs spámanns í Ástr- alíu, Egyptalandi, Jórdaníu, Líbanon, Líbýu, Katar, Sádi-Arabíu og svæðum Palestínumanna. Í samningnum segir að Politiken þyki það miður hafi teikn- ingarnar sært múslíma. Blaðið kveðst þó ekki sjá eftir því að hafa birt teikn- ingarnar og ekki afsala sér rétti til að birta þær aftur. Aðalritstjóri Politiken, Tøger Seind- enfaden, kveðst vera ánægður með niðurstöðuna. „Við hörmum að músl- ímar skuli hafa móðgast þótt það hafi ekki verið ætlun okkar að móðga þá.“ Veikir utanríkisstefnuna Margir danskir stjórnmálamenn gagnrýndu afsökunarbeiðni Politiken, sökuðu blaðið um að hafa látið undan þrýstingi og fórnað tjáningarfrelsinu sem væri hornsteinn lýðræðisins í Danmörku. Per Stig Møller, fyrrver- andi utaníkisráðherra og nú menning- arráðherra, sagði afsökunarbeiðnina grafa undan utanríkisstefnu danskra stjórnvalda. Önnur dönsk dagblöð gagnrýndu einnig afsökunarbeiðnina og lýstu henni sem tilræði við tjáningarfrelsið. „Þetta er dapurlegur dagur fyrir danska fjölmiðla, dapurlegt fyrir tján- ingarfrelsið og líka dapurlegt fyrir Politiken,“ sagði Jørn Mikkelsen, aðal- ritstjóri Jyllands-Posten, sem birti teikningarnar fyrst. Sagt tilræði við tjáningarfrelsið  Danska dagblaðið Politiken gagnrýnt fyrir að biðja múslíma afsökunar DANSKI skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard gagnrýnir af- sökunarbeiðni danska blaðsins. „Politiken óttast hryðjuverk. Það er skiljanlegt, en þarna eru menn á hálum ís,“ sagði hann í gær. Westergaard teiknaði eina af skopmyndunum, sem deilt er um, og nýtur verndar dönsku öryggis- lögreglunnar vegna morðhótana. Blaðið á hálum ís HÆSTIRÉTTUR Taílands úr- skurðaði í gær að rúmur helmingur auðæfa Thaksins Shinawatra, fyrr- verandi forsætisráðherra landsins, yrði gerður upptækur. Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu að Thaksin hefði misnotað völd sín sem forsætisráðherra í ágóðaskyni. Eignir Thaksins eru metnar á sem svarar tæpum 300 milljörðum króna og dómstóllinn svipti hann eignum að verðmæti 180 milljarða. Þúsundir her- og lögreglumanna voru á varðbergi á götum taílenskra borga í gær þar sem óttast var að óeirðir blossuðu upp meðal stuðn- ingsmanna Thaksins, einkum ef hann yrði sviptur öllum eignum sín- um. Thaksin hefur búið erlendis, einkum í Dubai, til að komast hjá handtöku í heimalandinu eftir að hann var dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir spillingu. Hann sagði í ávarpi að úrskurðurinn væri „mjög pólitískur“ og „aðhlátursefni allrar heimsbyggðarinnar“. Reuters Mótmæli Stuðningsmenn Thaksins í Bangkok kveikja í „andahúsi“ sem þeir segja tákna hæstarétt Taílands. Missir helming auðsins  Hæstiréttur Taílands úrskurðar að Thaksin hafi misnotað pólitísk völd sín í ágóðaskyni og sviptir hann eignum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.