Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 27
Daglegt líf 27ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Þekkingarsetur Vestmannaeyja hef- ur gert samning við Vestmanna- eyjabæ um rekstur á Fiska- og nátt- úrugripasafni Vestmannaeyja í eitt ár. Samningurinn tók gildi 1. janúar, en þá lét Kristján Egilsson, for- stöðumaður safnsins, af störfum vegna aldurs. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Þekkingarsetursins, verður yfirmaður safnsins, en Mar- grét Lilja Magnúsdóttir líffræðingur annast daglegan rekstur og Georg Skæringsson kemur að viðhaldi og umönnun.    Segja má að Kristján Egilsson hafi bundist órjúfanlegum böndum við safnið. Aðeins tveimur árum eftir að safnið var opnað, um miðjan sjöunda áratuginn, var Kristján farinn að leysa tengdaföður sinn, Friðrik Jes- son, af í sumarfríum og á endanum tók hann alfarið við. Kristján hefur alla tíð haft mikinn áhuga á nátt- úrunni og lífríkinu þar og segist hafa verið í skemmtilegasta starfinu sem hægt er að vinna í Vestmannaeyjum. Og þótt Kristján hafi látið af störfum sem forstöðumaður, þá er hann enn með aðstöðu á safninu þar sem hann stoppar upp fyrir sjálfan sig og aðra, þannig að gestir mega enn eiga von á því að rekast á hann, glaðbeittan að vanda, innan veggja safnsins.    Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur lagt til viðbótarframlag til reksturs leikskóla í þeim tilgangi að fjölga leikskólaplássum. Meginreglan verður að öll börn á fimmta ári fari yfir á fimm ára deild sem er í Ham- arsskóla. Starf skólanna skal taka mið af því. Leikskólinn Kirkjugerði og Sóli skulu að jafnaði hafa 166 til 168 börn 18 mánaða til 4 ára. Ekki verða tekin inn á leikskóladeildir bæjarins yngri börn en 18 mánaða. Lögð verður áhersla á sérstöðu fimm ára deildarinnar og mikilvægi samstarfs og samþættingar skóla- stiga.    Nýlega var 61 útskrifaður af fisk- vinnslunámskeiðum sem hófust 11. janúar. Hafa þá í allt 1.109 útskrifast í Vestmannaeyjum á þeim 23 árum frá því námskeiðin hófust. Skiptast þeir frá upphafi í 68 námshópa fisk- vinnslufólks og níu námshópa starfs- manna í fiskimjölsverksmiðjum.    Framkvæmdir eru hafnar við grunn fjölnota íþróttahúss í Vestmanna- eyjum og áætlanir gera ráð fyrir að það verði komið í gagnið í haust. Húsið verður 4.500 fermetrar að inn- anmáli og hæðin fimmtán metrar við mæni þar sem það er hæst. Draum- urinn er að hefja inniæfingar hjá fót- boltanum í haust, eftir fríin, í októ- ber eða nóvember. Kvikmyndatökufólk frá Danmarks Radio (DR) var við tökur í Eyjum fyrir skömmu, en danska sjónvarpið vinnur nú að þáttagerð um hvíta þræla og múslímska sjóræningja. Ástæða þess að kvikmyndagerðar- fólkið kom hingað er að sérstaklega er fjallað um Guðríði Símonardóttur sem var numin á brott í Tyrkjarán- inu 1627. Lisbeth Jessen þátta- stjórnandi og John Johansen kvik- myndatökumaður höfðu samband við Steinunni Jóhannesdóttur, höf- und Reisubókar Guðríðar Símonar- dóttur. „Við fjöllum um fimm þræla sem voru hnepptir í þrældóm á mis- jöfnum tíma, þrír á 16. öld, einn á 17. öld og einn á 18. öld. Þættirnir eru þrír og tekur hver um 35 mín- útur í sýningu,“ sagði Lisbeth þáttastjórnandi þegar hún var spurð út í þáttagerðina. Guðríður Símonardóttir er ein þeirra sem fjallað er sérstaklega um en aðrir eru m.a. Cervantes, höfundur Don Kíkóta, sem var þræll í Algeirsborg í fimm ár og danskur þræll sem hét Hark Olufs og einnig um Marcus sem var frá Svíþjóð og að lokum er fjallað um norskan mann sem hét Scram. VESTMANNAEYJAR Ómar Garðarsson Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Skemmtun Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Védís Guðmundsdóttir og Guð- mundur Hafliði Guðjónsson héldu ánægjulega tónleika í Eyjum. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Kanarí, allra síðustu sætin í vetur! GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 49 49 7 02 /1 0 Verð frá 173.020 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Los Ficus - 22 nætur 10. mars – 1. apríl Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 183.020 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð frá 153.950 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Roque Nublo - 15 nætur 17. mars – 1. apríl Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 163.950 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. uppselt uppselt örfá sæti laus Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur. 3. mars 10. mars 17. mars 28. mars Flugáætlun Mannfólkið hefur metnaðtil margvíslegra verka.Á hverju ári eru settsérkennileg heimsmet sem óvíst er að nokkur reyni að slá. Stærsta safn umferðarkeilna David Morgan frá Burford í Oxford- skíri hefur safnað 137 mismunandi gerðum af umferðarkeilum. Það mun vera um þriðjungur allra gerða sem framleiddar hafa verið. Flestar tær og fingur Tvær konur í Bandaríkjunum, Pranamya Menaria og Devendra Harne hafa 12 fingur og 13 tær hvor vegna fágæts erfðagalla. Háværasti ropinn Rophljóð Lundúnabúans Paul Hunn mældist 104,9 desibil sem er svipað og loftbor gefur frá sér á góð- um degi. Þetta tókst honum með því að borða mikið af karríi og kebab og skola því niður með gosdrykkjum. Flestir lifandi skröltormar í munni Jackie Bibby hélt tíu skröltormum á halanum í munni sér, án utanaðkom- andi aðstoðar, í New York á síðasta ári. Hann á líka metið í að baða sig með flestum snákum (var í kerinu með 81 stykki). Étið flesta kakkalakka Ken Edwards frá England át 36 kakkalakka á einni mínútu árið 2001. Stærsta safn ælupoka Niek Vermeulen, hollenskur mark- aðsráðgjafi, hefur safnað 5.180 ælu- pokum frá rúmlega þúsund flug- félögum. Hann hóf söfnunina á áttunda áratugnum. Lengstu hár á fótleggjum Metið yfir lengstu hár á fótleggjum á læknaneminn Wesley Pemberton en lengsta hárið á leggjum hans er 12,7 sentimetrar. Hann notar hár- næringu til að halda feldinum góð- um. Stærsta diskókúlan Stærsta diskókúlan sem vitað er um er hvorki meira né minna en 7,35 metrar í þvermál. Kúlan er saman sett úr 80 þúsund litlum speglum þarf kraftmikinn mótor til að snúast. Hún var fyrst kynnt í klúbbnum Studio 54 í Antwerpen í Belgíu ár- ið 2007. Sérkennileg heimsmet RÚSSNESKUR simpansi hefur verið sendur í meðferð vegna reykinga og bjórdrykkju. Zhora, sem var í eina tíð í stóru hlutverki í sirkussýningum, varð árásar- gjarn og var í kjölfarið fluttur í dýragarð í borginni Rostov. Þar varð honum nokkurra afkvæma auðið og lærði að teikna. En að auki tók hann að reykja og drekka ótæpilega. „Bjórinn og síg- aretturnar voru að fara með hann,“ segir dýrahirðirinn. Api sendur í áfengismeðferð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.