Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
✝ Áslaug Péturs-dóttir fæddist á
Hjarðabrekku 26. maí
1930. Hún lést á heim-
ili sínu 20. febrúar
2010. Hún var dóttir
hjónanna Jóhönnu
Kristínar Guðmunds-
dóttur, f. 16. apríl
1897, d. 11. mars
1958, húsfreyju á
Hjarðarbrekku Eyr-
arsveit, og Jens Pét-
urs Jóhannessonar, f.
2. október 1893, d. 29.
apríl 1942, bónda á
Hjarðarbrekku. Systkini hennar
voru og eru Guðrún Hallfríður, f.
1916, d. 1984, Jóhannes Páll, f.
1920, d. 1935, Dagfríður, f. 1922, d.
2002, Hallgrímur, f. 1924, d. 1989,
Jens, f. 1927, d. 1957, Jóhannes
Páll, f. 1935, d. 1950, Jón, f. 1936,
Vilhjálmur, f. 1938.
Áslaug giftist Sigurði G. Helga-
syni 9. júní 1955 og bjuggu þau í
Lárkoti í Eyrarsveit. Hann fæddist
21. maí 1916, d. 13. júní 1997. For-
eldrar hans voru Helgi Þor-
steinsson, bóndi í Lárkoti, f. 4. maí
1884, d. 14. janúar 1937, og Guðrún
Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5.
febrúar 1885, d. 18. mars 1953.
Börn þeirra eru Helgi, f. 1.12. 1955,
Kristínu og Ingólf Örn. Eva Kristín
býr með Przemek Andra og eiga
þau Alexöndru Björgu. Oddur
Hrannar er trúlofaður Sólbjörtu og
eiga þau Elínbjörtu Kristínu. Jens
Pétur, f. 7.9. 1950, sambýliskona
hans er Friðbjörg Egilsdóttir. Jens
Pétur á börnin Hallgrím Óðin, Sig-
urveigu Stellu, Ásu Jane og Helenu
Joan. Óðinn býr með Jóhönnu og
eiga þau börnin Sonju, Kristbjörn,
Hallmar og Petru Dögg. Stella býr
með Andreas, eiga þau Birnu Mar-
gréti. Fyrir átti hún Anítu Ösp. Ása
Jane á börnin Clair og Dominic.
Friðbjörg á börnin Egil, Sigríði og
Steinunni. Egill á börnin Bjarna
Kristinn, Gunnhildi Líf, Lenu Krist-
ínu, Natan Mána, Kristófer Bjarma
og Róbert Dag. Sigríður býr með
Viktori Mána og eiga þau dótturina
Elektru Heru. Sigríður á fyrir Alex-
ander Gabríel og Tristan Pétur.
Steinunn er gift Björgvini og eiga
þau dæturnar Anítu Björk og
Aþenu Brá. Pálína, f. 25.12. 1952, d.
7.1. 1953.
Áslaug var húsfreyja í Lárkoti og
síðar fiskvinnslukona í H.G. Grund-
arfirði þar sem hún vann til starfs-
loka. Áslaug undi sér best meðal
fjölskyldu, ættingja og vina, á efri
árum lagði hún mikinn metnað í
myndlist.
Áslaug verður jarðsungin frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 27.
febrúar 2010, og hefst athöfnin kl.
14.
d. 6.8. 1993. Hann var
kvæntur Patricia A.
Heggie, þau eiga Sig-
urð, Adam og Daníel.
Sigurður býr með Mo-
nicu. Adam er kvænt-
ur Þóru Guðrúnu og
eiga þau Helga Fann-
ar. Guðrún, f. 12.12.
1956, gift Ólafi Pét-
urssyni, eiga þau
Heiðu og Lilju. Heiða
býr með Árna og eiga
þau Pétur Jón. Jón, f.
9.6. 1959, sambýlis-
kona hans er Kry-
styana Jabluszewskas. Börn þeirra
eru Helgi og Natalía, Jón á Krist-
ófer úr fyrra sambandi. Bergþóra,
f. 27.12. 1965, er gift Andra Ein-
arssyni, eiga þau Birnu Kristínu.
Hún á börnin Unni, Katrínu og Stef-
án Helga úr fyrra sambandi. Unnur
býr með Kristbergi. Katrín býr með
Valdemari og eiga þau Kristin Snæ.
Fyrir átti Áslaug börnin Jóhönnu
Kristínu, f. 5.4. 1947, er gift Oddi
Magnússyni, þau eiga Guðnýju Lóu,
Kristján Magna og Odd Hrannar.
Lóa er gift Emil, þau eiga þau Aron
Hannes. Lóa átti fyrir Sylvíu Rún
og Anítu Rún. Sylvía býr með Þresti
og á ónefnda dóttur. Kristján er
giftur Kolbrúnu, þau eiga Evu
Þá er þessi dagur að kveldi kominn
og sólin horfin í vestri. Geislar henn-
ar sestir á sæinn og sólroðinn mun
birtast á ný í öðrum heimi. Við skul-
um þó ekki gráta, elskan mín, þó að
lífið taki enda en byrja á ný.
Með þessum orðum má sjá hvernig
amma okkar hugsaði lífið, hvernig
hún sá lífið fyrir sér fagurt og
skemmtilegt. Hvernig heimurinn
blasti við henni með bjartsýni og já-
kvæðni en að lokum tekur hann enda.
Við sem eftir stöndum eigum ekki að
gráta það sem eftir verður, heldur
hugsa um hið góða og skemmtilega
sem við gerðum með henni, allar
gömlu og góðu stundirnar.
Hún Ása amma var engum lík. Hló
og gerði grín, dansaði og söng, fór á
alla viðburði sem voru í gangi, af-
mæli, brúðkaup, fermingar, spila-
kvöld og var einnig farin að keppa í
botsía. Hún var sjötíu og sjö ára þeg-
ar hún keypti sér tölvu og ákvað að
nú væri tími til kominn að nútíma-
væða sig og tala við ættingjana í Am-
eríku í gegnum tölvuna í stað þess að
nota hinn gamaldags síma. Nei, hún
lét ekki segja sér til heldur keypti
tölvu og fór síðan á tölvunámskeið
sem henni fannst voða gaman á.
Ég minnist þess helst þegar ég var
bara stelpa í heyskap úti í Koti. Þá
kom amma á gömlu Lödunni hlaðin
af kaffi og kleinum, vöfflum, hveiti-
kökum og ýmsu góðgæti fyrir svangt
fólkið sem vann hörðum höndum að
því að ná heyinu inn fyrir náttfall.
Alltaf veisla hjá Ásu í Koti. Við fórum
oft saman í samkomuhúsið hér áður
fyrr á gömlu dansana. Þar dönsuðum
við úr okkur allt vit og vanalega sagði
hún að enginn ætti eins skemmtilega
ömmu og við, svo hló hún að öllu sam-
an.
Hún trúði á álfa og huldufólk og
sagði okkur oft sögur af því fólki sem
bjó uppi í Hulduhvammi. Hún spáði í
bolla, spil og rúnir og kom stundum
fram það sem hún spáði fyrir um.
Hún trúði einnig á að hér væri fólk
meðal okkar sem ekki sæist heldur
fólk sem hefði farið frá okkur á sömu
leið og hún hefur gert nú.
Sú sorg sem býr í brjósti okkar
allra, sú upplifun að hitta hana aldrei
aftur, sú vitund að heyra ekki sögu-
sagnir frá ömmu brjóta hjartað í þús-
undir mola. En amma sagði: „ekki
gráta því lífið tekur allt enda, en ég
mun alltaf vera hjá þér hvar sem þú
ert“.
Lilja.
Elsku amma. Nú er sú stund runn-
in upp að við þurfum að kveðja þig.
Við eigum svo ótal margar minn-
ingar um þig og erum svo þakklát
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman. Við vorum svo heppin að fá að
kynnast þér vel og vera mikið í kring-
um þig. Þú varst svo góð og skemmti-
leg amma og alltaf til staðar. Þú varst
alltaf svo hress og algjör dugnaðar-
forkur enda naustu þín best þegar þú
hafðir nóg að gera. Takk fyrir allar
stundirnar okkar, við geymum minn-
inguna um þig í hjörtum okkar. Við
vitum að þú ert á góðum stað og í góð-
um höndum.
Við söknum þín, elsku besta amma.
Okkur þykir óendanlega vænt um
þig.
Þín barnabörn,
Unnur, Kata, Stefán og Birna.
Amma var lífsglöð og gjafmild
kona. Það skipti hana miklu máli að
vita til þess að okkur væri ávallt hlýtt
og prjónaði hún á mig þykka hanska
eða grifflur og ullarsokka úr íslensk-
um plötulopa en með norsku mynstri.
Þetta voru einstaklega þykkir og fal-
legir sokkar en ég hef ekki enn séð
neina þeim líka. Þegar hún hætti að
geta prjónað keypti hún gjarnan húf-
ur, vettlinga og sokka handa mér og
syni mínum. Hún var mjög fé-
lagslynd og hafði gaman af hvers
kyns mannamótum. Hún var glys-
gjörn og hafði gaman af skarti hvers
konar en fallegir kjólar, skartgripir
og skrautlegar nælur voru hennar
uppáhald. Mikið af skartinu hafði hún
eignast í gegnum ættingja í Ameríku
og sagði hún mér gjarnan söguna á
bak við hvern hlut. Hún átti það til að
punta sig upp með góðum fyrirvara
svo hún yrði alveg örugglega tilbúin á
tilsettum tíma. Það skipti þá ekki
máli hvort heldur hún væri að fara út
eða að taka á móti gestum. Hún var
mjög gestrisin og man ég eftir því að
hún tók gjarnan á móti fjölda fólks á
hverju sumri.
Amma vildi gjarnan að ég kallaði
hana sprelli-ömmu þar sem hún var
alltaf að fíflast í mér og frændsystk-
inum mínum. Hún sagði okkur gjarn-
an sögur eftir gömlum kúrekamynd-
um, þar sem kúrekarnir lentu í
útistöðum við indíána, eða önnur
spennandi ævintýri. Hún hafði gam-
an af því að fá okkur til að hlæja og
undrast yfir sögunum og ekki var það
verra ef hvort tveggja tókst.
Eitt skiptið gáfu amma og afi mér
eftirminnilegustu afmælisgjöf sem
ég hef nokkru sinni fengið, það var
hún Gibba. Þá um vorið hafði ég
hjálpað þeim í sauðburðinum líkt og
árið áður. Sauðburðurinn hjá afa og
ömmu var frekar gamaldags, í dag
mætti kannski kalla hann vistvænan,
en afi lét kindurnar bera úti ef hægt
var og aðstoðaði sem minnst. Ég
hjálpaði þeim því við að bera nýfædd
lömbin heim í fjárhús, marka þau og
bólusetja. Þetta vor var einstaklega
fallegur heimalningur á bænum, hún
Gibba. Um haustið þegar ég átti af-
mæli fékk ég hana að gjöf sem laun
fyrir aðstoðina. Amma sagði mér að
hún hefði viljað pakkað henni inn í
stóran kassa með slaufu en ekki kom-
ið kassanum fyrir í bílnum. Þá hefði
hún viljað koma með Gibbu inn í pláss
og skreyta hana með kúabjöllu en afi
var ekki hrifinn af því. Þetta finnst
mér vera lýsandi fyrir ömmu, hún
vildi bara gleðja mig. Hvað Gibbu
varðar var hún mjög sérstök og sér-
lunduð kind sem var í miklu uppá-
haldi hjá fjölskyldunni enda var búið
að kenna henni ýmsa ósiði sem ekki
eru til frásagnar hér.
Ég á margar góðar minningar um
sveitina og ömmu. Eitt vorið stóð ég
pikkföst í mýrinni með lamb í hönd-
unum og hyrnd rollan stangaði mig í
afturendann þar til ég losnaði úr stíg-
vélinu. Þá þurfti ég að tosa og moka
stígvélið mitt laust. Svona mætti
lengi telja en alltaf lét hún amma mig
sjá björtu hliðarnar og sagði gjarnan:
„Nú hefur þú um margt að skrifa í
skólanum í haust.“
Ömmu verður sárt saknað alla tíð,
en ég hef um nóg að skrifa.
Heiða.
Hún Ása systir hringdi í mig fyrir
skömmu að bjóða mér og mínum í
áttræðisafmæli sitt sem hún ætlaði
að fagna hinn 24. maí nk. Sagðist vera
búin að fá samkomuhúsið í Grund-
arfirði til afnota í heilan sólarhring í
tilefni dagsins og hæfist gleðin með
súpuáti í hádeginu. Þá eitthvert grín
og gaman og dansað síðan fram á
morgun að hætti framsveitunga í þá
góðu gömlu daga. Þetta leist mér vel
á og fór að undirbúa í tali við mitt fólk
hópferð í fagnaðinn. Á föstudaginn í
síðustu viku hringdi hún að bera mér
kveðju vinkonu okkar beggja og talið
barst auðvitað að veislusúpunni fyr-
irhuguðu sem okkur kom saman um
að skyldi vera kjötsúpa.
Daginn eftir um miðjan dag
hringdi Vilhjálmur bróðir okkar að
tilkynna mér lát hennar.
Ása var dugmikil og kröftug eins
og ég man hana sem barn og ungling.
Hæfni til afreka í íþróttum gæti ég
trúað að hafi búið með henni. Fyr-
irferðarmikil í leikjum og uppátækj-
um okkar krakkanna heima í Eyrar-
plássi og hafði þar jafnan forystu.
Mér var hún góð, sex árum eldri en
ég. Hafði gát á mér í þeim hættum
sem mógrafir, klettaklifur og fjöru-
ferðir sköpuðu ungum dreng. Svo
liðu árin og leiðir skildi, hennar líf og
hlutskipti varð annað en mitt eins og
gengur. Ég heyrði um að hún hefði
verið handtakagóð ef við lá og líf og
fjör hafi jafnan verið þar sem hún var
saman við aðra. Ekki grátgjörn á erf-
iðum stundum sem flesta hendir á
langri ævi. Okkar samband var stop-
ult og stundum ekkert árum saman,
en vissum þó vel hvort af öðru, en nú
á seinni árum var oft hringt eftir að
það varð auðvelt og svo jólakorta-
samskipti. Það var orðin föst venja
hennar að hringja í mig og óska mér
til hamingju á afmælisdegi mínum 19.
júlí og nösk var hún að hafa uppi á
mér þann dag þótt ég væri að heim-
an. Á efstu árum tók hún til við að
mála sem gaf henni gleðistundir og
útrás á löngun sem búið hafði með
henni, líklega lengi. Að fara á elli-
heimili í Grundarfirði var henni fjar-
lægt. Slík vist á slíkum stað væri ekki
fyrir aðra en þá sem væru orðnir
gamlir, sem er rökrétt, en ekki í
hennar huga. Þó var svo komið í rest-
ina að henni var fjandans sama hvar
henni væri holað niður. Þetta suð og
rell um elliheimili og álíka stofnanir
er nú frá henni tekið.
Með þessum fáu línum vil ég þakka
henni Ásu systur eftirminnilegar
gleðistundir úr barnæsku í Eyrar-
plássi og aðgæslu, að ég sem barn
dræpi mig ekki í einhverri mógröf-
inni, og líka kennslu í polka og ræl á
Naustum eina sumarstund sem gest-
komandi þar fyrir löngu.
Konan mín hún Ransý og synir
okkar Tómas og Ragnar minnast
hennar með hlýjum hug og þökk fyrir
kynnin. Við sendum aðstandendum
hennar hugheilar kveðjur.
Blessuð sé minning Áslaugar Pét-
ursdóttur.
Jón Pétursson.
Mig langar að minnast stuttlega
Áslaugar Pétursdóttur frænku minn-
ar. Faðir Áslaugar var Pétur Jóhann-
esson. Hann var bróðir ömmu minnar
Steinunnar í föðurættina. Þetta var
allt saman mjög kraftmikið fólk.
Áslaug var óvenjulega vel gefin
kona og átti fáa sína líka. Það vissu
allir sem kynntust henni og sérstak-
lega hennar nánustu.
Hún átti fádæma mikinn kraft í
brjóstinu sem kalla mætti orku bjart-
sýninnar. Svo þykk í kringum hana
var hún þessi jákvæða orka að það
komst enginn upp með svartsýnishjal
þegar Áslaug var annars vegar. En
þetta var vitur og vel ígrunduð gleði
sem Áslaug tók að sér að breiða út.
Hún notaði hana óspart og af mikilli
íþrótt. Því meira sem hlutirnir gengu
í óhag eða ef einhver aðkomandi
þurfti traust og átti um sárt að binda.
Hún var sálusorgari fyrir marga en
svo var hún einnig svo leikin við
margt að erfitt var að smitast ekki af
minni einstöku Áslaugu frænku. Allir
sáu þetta og lýsti af persónuleika
hennar gleðilegt æðruleysi langar
leiðir.
Það þurfti ekki að vera í náðinni
hjá Ásu því að allir voru í náðinni. Og
það er sjaldgæft. Ég held hún hafi
ekki nennt að vera að dæma fólk, í því
hafi kúnstin meðal annars legið. Mér
fannst hún alltaf tala um vandamál
manna af skynsemi og alvöru en
þvingaði ekki neinn því hún vissi af
reynslunni að lausnir þurftu að
spretta úr sálarkirnu hvers og eins.
En hún bar gjarnan sprek á eldinn til
að hressa og bæta úr.
Mér fannst Áslaug frænka bera
sorgir sínar af sérkennilegum létt-
leika og það var hughreystandi að sjá
það.
Áslaug var húsmóðir og verkakona
allt sitt líf og ákaflega drífandi. Hún
safnaði aldrei aurum. Það fór orð af
örlæti hennar og enginn komst í hálf-
kvisti við hana í þeirri íþrótt að gefa
næstum allt sem hún átti. Ég vissi
aldrei hvaðan þetta örlæti kom en
dáðist að því.
Ég bjó í Noregi þegar ég var að
mennta mig til læknis. Þá bárust mér
stundum bréf frá Áslaugu. Í bréfun-
um jós hún af örlæti sínu með sögum,
frumsömdum stökum í góðri blöndu
af alvöru og kímni með frábærri nátt-
úrulegri stílfimi. Það fylgdu teikning-
ar og smámyndir til skemmtunar. Ég
hef aldrei fengið glæsilegri bréf á æv-
inni frá nokkrum manni.
Það þurfti enginn sem kynntist Ás-
laugu að fara í grafgötur um ágæti
hennar. Hvíldu í friði, kæra frænd-
kona; sterka og glaða vinkona. Guð
verndi þig og geymi um alla eilífð.
Guðmundur Pálsson,
heimilislæknir, og Tatíana
Novgorodska Pálsson.
Upp í hugann kemur mynd af
krökkum úr Eyrarplássi, á útmánuð-
um 1941. Á leið í farskóla. Veður var
leiðinlegt en ég tók ekki eftir því. Ása
var svo skemmtileg. Ég var heilluð af
henni. Það var gaman að ganga með
svona kátri stelpu. Hún sá alltaf eitt-
hvað bjart í tilverunni. Í skólanum
var farið í leiki og enginn var útund-
an. Við gengum einu sinni saman yfir
fjallið, heim úr skólanum bara við
tvær. Frá fyrsta degi treysti ég Ásu
eins og áttavita. Ég var borgarbarn
en Ása vissi allt um sveitina. Hún
sagði mér frá stóru klettunum, sem
voru kallaðir Strákar og hvaða álög
fylgdu þeim. Um Jónsmessuna fóru
allir úr Plássinu og upp á fjall að sjá
nykurinn dansa.
Þegar Ása var tólf ára dó pabbi
hennar, þá var æsku hennar lokið.
Síðasta veturinn í barnaskóla bjó Ása
hjá systur sinni í Heimahvammi og
gekk í Laugarnesskóla, þá hittumst
við oft. Ása fermdist í Dómkirkjunni
7. maí 1944. Veisla var haldin á heim-
ili foreldra minna, mæður okkar voru
æskuvinkonur. Eftir fermingu fór
Ása að vinna á sjúkrahúsi systranna í
Stykkishólmi. Ása byrjaði að skrifast
á við mig. Bréfin voru skemmtileg og
krydduð af teikningum úr daglega líf-
inu. Sumarið sem við vorum sextán
ára unnum við í saltfiskverkun í
Sogamýri. Þar unnu mest konur og
ungar stelpur. Karlmaður um fertugt
bar af okkur fiskinn og var sterkleg-
ur að sjá. Nokkuð var hann áleitinn
við okkur stelpurnar, það væri kölluð
kynferðisleg áreitni í dag. Hann var
dónalegur. Þegar hann áreitti Ásu lét
hún hann vita að hann skyldi láta sig í
friði eða hljóta verra af. Hann hélt að
svona stelputrippi hefði ekkert í sig.
Næst þegar hann gekk framhjá Ásu
káfaði hann á henni. Hún greip til
hans, leysti niður um hann og hýddi.
Allar konurnar á stakkstæðinu
klöppuðu. Ásu var ekki fisjað saman.
Maðurinn sást ekki framar.
Sautján ára eignaðist Ása dóttur,
barnsfaðirinn lést af slysförum. Hún
fékk fóstur hjá góðu fólki. Ása hélt
áfram að vinna en þráin eftir sveit-
inni dró hana vestur, hún gerðist
ráðskona hjá Sigurði Jónssyni í Lár-
koti.
Þau hófu seinna sambúð, þau fluttu
í Grundarfjörð. Ása fékk vinnu í
frystihúsinu. Hún lagðist í ferðalög
og heimsótti ættingja í Ameríku og
fór einnig til suðrænna landa. Hún
byrjaði að mála. Hún málaði lands-
lag, mannamyndir og alla bæi í Eyr-
arsveit. Hún hélt sýningu í Grund-
arfirði við góðar undirtektir árið
2000.
Fyrir um ári hitti ég hana á Akra-
nesi, þá hafði ég reynt að hringja í
hana margsinnis en án árangurs, hún
sagðist hafa veikst og legið á spítala í
margar vikur. Ég spurði hvernig líð-
an hennar væri, svarið sem ég fékk
var ágæt, það er ekkert að mér, og
var hún með súrefniskút. Ég heim-
sótti hana síðast í ágúst 2008, viðtök-
urnar voru að vanda rausnarlegar.
Hún Ása mín var kappsöm, fljót-
huga og dugnaðarforkur. En umfram
allt góð manneskja sem ekki lét bug-
ast hvað sem á gekk. Við urðum báð-
ar fyrir þeirri þungu sorg að missa
uppkomna syni frá ungum börnum.
Það færði okkur enn nær hvor ann-
arri.
Blessuð sé minning sveitastúlk-
unnar sem ætíð var landinu trú.
Guðlaug Pétursdóttir.
Áslaug Pétursdóttir
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
20-50% afsláttur
af völdum legsteinum með áletrun
á meðan birgðir endast
10% afsláttur af öðrum vörum